Erlent

Frakkar senda Kúrdum vopn

Atli Ísleifsson skrifar
Framganga IS í norðurhluta Íraks hefur leitt til þess að hundruð þúsunda manna hafa neyðst til að flýja heimili sín.
Framganga IS í norðurhluta Íraks hefur leitt til þess að hundruð þúsunda manna hafa neyðst til að flýja heimili sín. Vísir/AFP
Frakkar munu á næstu tímum senda vopn til kúrdískra hersveita sem berjast gegn vígamönnum IS-samtakanna í norðurhluta Íraks.

Francois Hollande Frakklandsforseti tilkynnti þetta í hádeginu en stjórnvöld í Írak hafa þegar veitt samþykki sitt. Framganga IS í norðurhluta Íraks hefur leitt til þess að hundruð þúsunda manna hafa neyðst til að flyja heimili sín.

Bandaríkjaher hefur einnig byrjað að koma vopnum í hendur Kúrda. Þá hefur Bandaríkjastjórn tilkynnt að til standi að senda 130 sérfræðinga Kúrdum til aðstoðar í baráttunni. Massoud Barzani, leiðtogi Kúrda, bað alþjóðasamfélagið um aðstoð í baráttunni gegn IS-samtökunum á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×