Vildi semja við félag sem hugsaði eins og Kiel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. desember 2014 08:15 Öflugur. Aron Pálmarsson er á meðal bestu leikstjórnenda heims þegar hann er heill heilsu. Það hefur hann margsýnt. fréttablaðið/getty Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson var í ítarlegu viðtali við þýska blaðið Kieler Nachrichten þar sem hann fór yfir árin sín hjá Kiel. Hann yfirgefur félagið þegar samningur hans rennur út í sumar og gengur í raðir ungverska stórliðsins Veszprem. Aron er á sínu sjötta tímabili hjá Kiel en hann kom til félagsins nítján ára gamall. Hann flutti utan beint frá heimili foreldranna í Hafnarfirði og fyrstu árin voru því lærdómsrík. „Hér þurfti ég að læra að standa á eigin fótum og sjá um allt sjálfur. Þess vegna var þetta rétt skref fyrir mig því hér lærði ég að verða sjálfstæður,“ sagði Aron og bætti við að árin hjá Kiel hafi einnig breytt honum sem leikmanni. „Hér lærði ég hugarfar sigurvegarans,“ segir Aron og rifjar upp samtal sitt við Guðjón Val Sigurðsson, þáverandi liðsfélaga sinn, eftir 29-26 tap gegn Rhein-Neckar Löwen. Liðin voru jöfn að stigum fyrir lokasprettinn í deildinni en Löwen með mun betri markatölu og auðveldari leikjadagskrá. Kiel stóð uppi sem Þýskalandsmeistari eftir ótrúlegar lokaumferðir. „Hann sagði að við yrðum einfaldlega að vinna hvern einasta leik með fimmtán marka mun,“ sagði Aron sem svaraði honum um hæl: „OK. Þá gerum við það.“ Aron segir að sér þyki afar vænt um félagið en segir að það mikla álag sem fylgi því að spila með einu besta liði Þýskalands sé gríðarlega mikið. „Stundum er ég einfaldlega of þreyttur til að fara í bæjarferð til Hamborgar,“ sagði hann en leikmenn liðsins fá fáa frídaga meðan á tímabilinu stendur. Aron hefur þar að auki verið að glíma við meiðsli og því henti honum vel að halda til Ungverjalands, þar sem álagið er minna. „En ég vildi semja við félag sem hugsaði á svipuðum nótum og Kiel,“ sagði Aron sem vildi ekki semja við annað lið í Þýskalandi. PSG og Veszprem hafi komið til greina en hann valdi síðari kostinn. Aron segir að launamál hafi átt þátt í ákvörðun hans en hann vildi þó ekki fara nánar út í þá sálma í viðtalinu. Fram kemur þó í greininni að samkvæmt heimildum blaðsins fái Aron 25 þúsund evrur (3,8 milljónir) í mánaðarlaun en að Kiel hafi boðið honum 20 þúsund. Þar að auki mun félagið sjá um að útvega honum húsnæði og bíl en Kiel lætur leikmenn sína um að sjá um slíka hluti sjálfa. „Ég var spurður hvernig bíl ég vildi fá,“ sagði Aron og bætti við að honum væru tryggð laun út samningstímann þótt hann myndi meiðast. Í Þýskalandi taka tryggingabætur við þegar leikmenn verða fyrir alvarlegum meiðslum. „Það tekur mikið á taugarnar að vera sífellt að glíma við meiðsli,“ sagði Aron sem er að komast aftur af stað eftir fjarveru vegna meiðsla. Handbolti Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Tottenham henti Man City úr keppni Enski boltinn Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Sport Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Handbolti Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Enski boltinn Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Enski boltinn Súperstjarnan braut reglur með því að lýsa yfir stuðningi við Trump í beinni Sport Lítur út fyrir að United þurfti að bíða eftir Amorim Enski boltinn Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Fótbolti Fleiri fréttir Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Veszprem vann fyrsta leik Arons en lítið gengur hjá Magdeburg Elvar Örn og Arnar Freyr á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Uppgjörið: HK - ÍR 37-31| HK vann botnslaginn Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson var í ítarlegu viðtali við þýska blaðið Kieler Nachrichten þar sem hann fór yfir árin sín hjá Kiel. Hann yfirgefur félagið þegar samningur hans rennur út í sumar og gengur í raðir ungverska stórliðsins Veszprem. Aron er á sínu sjötta tímabili hjá Kiel en hann kom til félagsins nítján ára gamall. Hann flutti utan beint frá heimili foreldranna í Hafnarfirði og fyrstu árin voru því lærdómsrík. „Hér þurfti ég að læra að standa á eigin fótum og sjá um allt sjálfur. Þess vegna var þetta rétt skref fyrir mig því hér lærði ég að verða sjálfstæður,“ sagði Aron og bætti við að árin hjá Kiel hafi einnig breytt honum sem leikmanni. „Hér lærði ég hugarfar sigurvegarans,“ segir Aron og rifjar upp samtal sitt við Guðjón Val Sigurðsson, þáverandi liðsfélaga sinn, eftir 29-26 tap gegn Rhein-Neckar Löwen. Liðin voru jöfn að stigum fyrir lokasprettinn í deildinni en Löwen með mun betri markatölu og auðveldari leikjadagskrá. Kiel stóð uppi sem Þýskalandsmeistari eftir ótrúlegar lokaumferðir. „Hann sagði að við yrðum einfaldlega að vinna hvern einasta leik með fimmtán marka mun,“ sagði Aron sem svaraði honum um hæl: „OK. Þá gerum við það.“ Aron segir að sér þyki afar vænt um félagið en segir að það mikla álag sem fylgi því að spila með einu besta liði Þýskalands sé gríðarlega mikið. „Stundum er ég einfaldlega of þreyttur til að fara í bæjarferð til Hamborgar,“ sagði hann en leikmenn liðsins fá fáa frídaga meðan á tímabilinu stendur. Aron hefur þar að auki verið að glíma við meiðsli og því henti honum vel að halda til Ungverjalands, þar sem álagið er minna. „En ég vildi semja við félag sem hugsaði á svipuðum nótum og Kiel,“ sagði Aron sem vildi ekki semja við annað lið í Þýskalandi. PSG og Veszprem hafi komið til greina en hann valdi síðari kostinn. Aron segir að launamál hafi átt þátt í ákvörðun hans en hann vildi þó ekki fara nánar út í þá sálma í viðtalinu. Fram kemur þó í greininni að samkvæmt heimildum blaðsins fái Aron 25 þúsund evrur (3,8 milljónir) í mánaðarlaun en að Kiel hafi boðið honum 20 þúsund. Þar að auki mun félagið sjá um að útvega honum húsnæði og bíl en Kiel lætur leikmenn sína um að sjá um slíka hluti sjálfa. „Ég var spurður hvernig bíl ég vildi fá,“ sagði Aron og bætti við að honum væru tryggð laun út samningstímann þótt hann myndi meiðast. Í Þýskalandi taka tryggingabætur við þegar leikmenn verða fyrir alvarlegum meiðslum. „Það tekur mikið á taugarnar að vera sífellt að glíma við meiðsli,“ sagði Aron sem er að komast aftur af stað eftir fjarveru vegna meiðsla.
Handbolti Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Tottenham henti Man City úr keppni Enski boltinn Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Sport Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Handbolti Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Enski boltinn Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Enski boltinn Súperstjarnan braut reglur með því að lýsa yfir stuðningi við Trump í beinni Sport Lítur út fyrir að United þurfti að bíða eftir Amorim Enski boltinn Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Fótbolti Fleiri fréttir Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Veszprem vann fyrsta leik Arons en lítið gengur hjá Magdeburg Elvar Örn og Arnar Freyr á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Uppgjörið: HK - ÍR 37-31| HK vann botnslaginn Sjá meira