Menning

Kórfélagar láta ljós sitt skína

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Mótettukórinn heldur þrenna aðventutónleika.
Mótettukórinn heldur þrenna aðventutónleika.
Mótettukór Hallgrímskirkju heldur þrenna tónleika á aðventunni þar sem hreinn kórsöngur skreyttur orgelleik verður í öndvegi undir stjórn Harðar Áskelssonar.

Á efnisskránni er hátíðleg aðventu- og jólatónlist, þýskir barokksálmar, enskir jólasöngvar frá 20. öld og fjöldinn allur af þekktum jólasálmum og nýlegri verkum, meðal annars eftir tónskáldið og lækninn Sigvalda Kaldalóns. 

Mótettukórsfélagar láta ljós sitt skína í ýmsum hlutverkum og verður orgelleikur á hið mikla Klais-orgel Hallgrímskirkju til að mynda í höndum Lenku Matéova, organista og kórfélaga.

Tónleikarnir eru í Hallgrímskirkju í dag klukkan 17, á morgun klukkan 17 og á þriðjudaginn, 9. desember, klukkan 20.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.