Ekki orðinn betri en pabbi Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. desember 2014 08:00 Háflug. Egill Magnússon svífur hér hátt yfir vörn Valsmanna og skorar eitt af 17 mörkum sínum á Hlíðarenda á fimmtudagskvöldið. Hann er í U21 árs landsliðshópnum sem spilar forkeppni HM hér á landi í byrjun janúar. Fréttablaðið/Ernir „Ég leit upp á stigatöfluna og sá ég var kominn með tíu mörk. Þá hélt ég bara áfram að skjóta,“ segir Egill Magnússon, stórskytta Stjörnunnar í Olís-deild karla, en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 17 mörk gegn besta liði deildarinnar, Val, á fimmtudaginn. Því miður fyrir Egil dugðu mörkin 17 skammt því Stjarnan tapaði leiknum, 26-23. Egill er 18 ára gamall og hefur spilað með Stjörnunni allan sinn stutta feril. Hann hefur verið öflugur fyrir Garðabæjarliðið í 1. deildinni undanfarin ár en er nú mættur á stóra sviðið þar sem hann blómstrar. Hann er langmarkahæstur Stjörnunnar á tímabilinu með 77 mörk, 19 mörkum á undan næsta manni. Fyrir leikinn á móti Val skoraði hann 23 mörk í þremur leikjum gegn HK, Akureyri og Haukum; leiki sem Stjarnan safnaði fimm stigum, helming stiga liðsins í deildinni til þessa.Stefnan sett út Egill segir sjálfstraustið vera í fínu lagi eftir mörkin 17, en í rauninni var í botni fyrir leikinn gegn Val. „Ég er bara fullur sjálfstrausts og ætla að halda áfram,“ segir Egill sem setur stefnuna út. „Stefnan er að gera handboltann að lifibrauði og fara í atvinnumennsku til Þýskalands eða eitthvað.“ Stjörnumenn hafa tapað nokkrum leikjum í vetur með minnsta mun, en Egill segir liðið staðráðið í að halda sér uppi þótt það sé við botn deildarinnar. „Að sjálfsögðu ætlum við að gera það. Mér finnst við eiga fullt erindi í þessa deild og mér finnst við hafa sýnt það. Það vantar kannski pínulítið upp á reynsluna. Við erum búnir að tapa 4-5 leikjum með einu marki sem er að verða svolítið þreytt, en nú erum við byrjaðir að klára leiki.“ Lykilinn er þó ekki að hann skori áfram 17 mörk í leik. „Það þýðir ekkert að ég skori 17 mörk ef enginn annar skorar neitt,“ segir hann.Pabbi náði bara 16 Egill er sonur Magnúsar Sveins Sigurðssonar, fyrrverandi leikmanns Stjörnunnar og landsliðsmanns í handbolta. „Ég fór alltaf með pabba þegar hann var að spila þegar ég var lítill,“ segir Egill sem er handbolti í blóð borinn. En er hann orðinn betri en pabbinn? „Nei, ég held það nú ekki. Ekki enn.“ Magnús er eðlilega stoltur af stráknum sem er búinn að skora fleiri mörk í einum leik en hann gerði. „Ég held hann hafi náð að toppa mig. Ég þykist muna eftir 16 marka leik en ég náði ekki sautján mörkum. Hann er föðurbetrungur í þessu,“ segir Magnús. Pabbi hefur fulla trú á að strákurinn geti farið alla leið. „Ef hann heldur rétt á spilunum og notar næstu ár til að byggja sig upp þá getur hann náð langt. Hann er töluvert fjölhæfari en ég var, en ekki nægilega sterkur í varnarleiknum. Það er eitthvað sem kemur með árunum. Hver veit samt nema maður fái að sjá hann spila í Þýskalandi,“ segir Magnús Sveinn Sigurðsson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 26-23 | 17 mörk Egils dugðu skammt Valur lagði Stjörnuna 26-23 í Olís deild karla í handbolta í kvöld þrátt fyrir að 17 mörk Egils Magnússonar fyrir Stjörnuna. Valur var 13-12 yfir í hálfleik. 4. desember 2014 14:19 Sautján marka maðurinn: Allt sem ég gerði virtist virka "Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon stórskyttan unga í liði Stjörnunnar en hann skoraði 17 mörk í leiknum gegn Val. Það dugði ekki til fyrir Garðbæinga. 4. desember 2014 22:06 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
„Ég leit upp á stigatöfluna og sá ég var kominn með tíu mörk. Þá hélt ég bara áfram að skjóta,“ segir Egill Magnússon, stórskytta Stjörnunnar í Olís-deild karla, en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 17 mörk gegn besta liði deildarinnar, Val, á fimmtudaginn. Því miður fyrir Egil dugðu mörkin 17 skammt því Stjarnan tapaði leiknum, 26-23. Egill er 18 ára gamall og hefur spilað með Stjörnunni allan sinn stutta feril. Hann hefur verið öflugur fyrir Garðabæjarliðið í 1. deildinni undanfarin ár en er nú mættur á stóra sviðið þar sem hann blómstrar. Hann er langmarkahæstur Stjörnunnar á tímabilinu með 77 mörk, 19 mörkum á undan næsta manni. Fyrir leikinn á móti Val skoraði hann 23 mörk í þremur leikjum gegn HK, Akureyri og Haukum; leiki sem Stjarnan safnaði fimm stigum, helming stiga liðsins í deildinni til þessa.Stefnan sett út Egill segir sjálfstraustið vera í fínu lagi eftir mörkin 17, en í rauninni var í botni fyrir leikinn gegn Val. „Ég er bara fullur sjálfstrausts og ætla að halda áfram,“ segir Egill sem setur stefnuna út. „Stefnan er að gera handboltann að lifibrauði og fara í atvinnumennsku til Þýskalands eða eitthvað.“ Stjörnumenn hafa tapað nokkrum leikjum í vetur með minnsta mun, en Egill segir liðið staðráðið í að halda sér uppi þótt það sé við botn deildarinnar. „Að sjálfsögðu ætlum við að gera það. Mér finnst við eiga fullt erindi í þessa deild og mér finnst við hafa sýnt það. Það vantar kannski pínulítið upp á reynsluna. Við erum búnir að tapa 4-5 leikjum með einu marki sem er að verða svolítið þreytt, en nú erum við byrjaðir að klára leiki.“ Lykilinn er þó ekki að hann skori áfram 17 mörk í leik. „Það þýðir ekkert að ég skori 17 mörk ef enginn annar skorar neitt,“ segir hann.Pabbi náði bara 16 Egill er sonur Magnúsar Sveins Sigurðssonar, fyrrverandi leikmanns Stjörnunnar og landsliðsmanns í handbolta. „Ég fór alltaf með pabba þegar hann var að spila þegar ég var lítill,“ segir Egill sem er handbolti í blóð borinn. En er hann orðinn betri en pabbinn? „Nei, ég held það nú ekki. Ekki enn.“ Magnús er eðlilega stoltur af stráknum sem er búinn að skora fleiri mörk í einum leik en hann gerði. „Ég held hann hafi náð að toppa mig. Ég þykist muna eftir 16 marka leik en ég náði ekki sautján mörkum. Hann er föðurbetrungur í þessu,“ segir Magnús. Pabbi hefur fulla trú á að strákurinn geti farið alla leið. „Ef hann heldur rétt á spilunum og notar næstu ár til að byggja sig upp þá getur hann náð langt. Hann er töluvert fjölhæfari en ég var, en ekki nægilega sterkur í varnarleiknum. Það er eitthvað sem kemur með árunum. Hver veit samt nema maður fái að sjá hann spila í Þýskalandi,“ segir Magnús Sveinn Sigurðsson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 26-23 | 17 mörk Egils dugðu skammt Valur lagði Stjörnuna 26-23 í Olís deild karla í handbolta í kvöld þrátt fyrir að 17 mörk Egils Magnússonar fyrir Stjörnuna. Valur var 13-12 yfir í hálfleik. 4. desember 2014 14:19 Sautján marka maðurinn: Allt sem ég gerði virtist virka "Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon stórskyttan unga í liði Stjörnunnar en hann skoraði 17 mörk í leiknum gegn Val. Það dugði ekki til fyrir Garðbæinga. 4. desember 2014 22:06 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 26-23 | 17 mörk Egils dugðu skammt Valur lagði Stjörnuna 26-23 í Olís deild karla í handbolta í kvöld þrátt fyrir að 17 mörk Egils Magnússonar fyrir Stjörnuna. Valur var 13-12 yfir í hálfleik. 4. desember 2014 14:19
Sautján marka maðurinn: Allt sem ég gerði virtist virka "Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon stórskyttan unga í liði Stjörnunnar en hann skoraði 17 mörk í leiknum gegn Val. Það dugði ekki til fyrir Garðbæinga. 4. desember 2014 22:06
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða