Bókin er miklu betri en ég Friðrika Benónýsdóttir skrifar 6. desember 2014 13:00 Vísir/stefán Ég er mjög þakklát, tvær tilnefningar í sömu vikunni, maður á örugglega ekki eftir að upplifa það aftur,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir þegar henni er óskað til hamingju með velgengni Hafnfirðingabrandarans, sem tilnefnd er bæði til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna. Hún er raunar ekki óvön verðlaunum því fyrri bók hennar, Flugan sem stöðvaði stríðið, var valin úr fjölda handrita og fékk Íslensku barnabókaverðlaunin 2011. „Það er náttúrulega handritasamkeppni, svo það er dálítið öðru vísi,“ segir Bryndís. „Það voru bestu fréttir sem ég hef fengið í lífinu, held ég, því þá vissi ég að bókin myndi koma út, sem er alltaf mesti sigurinn í þessum bransa.“ Söguhetja Hafnfirðingabrandarans heitir Klara sem er í 10. bekk í Víðistaðaskóla árið 1999 og bókin er flokkuð sem unglingabók, var það alltaf markmiðið að skrifa bækur fyrir börn og unglinga? „Nei, í tilfelli Hafnfirðingabrandarans þá langaði mig til þess að það yrði mikill húmor í bókinni og hann lá best hjá aðalsöguhetju sem er unglingur. Þannig varð þessi fimmtán ára Klara að sögumanni og það er rödd hennar sem lýsir öllu sem hún sér og tilfinningunum sem hún finnur fyrir. Það er svo margt í lífi unglings sem er á mörkum þess að vera barn og fullorðinn sem er bæði fyndið og sorglegt, erfitt og skemmtilegt. Hún er líka dálítið sjálfhverf sem mér finnst gera hana svolítið skemmtilega.“ Bjóst þú í Hafnarfirði þegar þú varst fimmtán ára? „Já, ég er Hafnfirðingur og hef búið þar alla tíð þangað til núna nýlega. Ég get samt ekki sagt að þessi saga sé sjálfsævisöguleg. Bókin er svo rosalega viðburðarík, líf mitt hefur alls ekki verið svona viðburðaríkt. Ég reyndar, eins og góð kona sagði um árið, misskildi sjálfa mig. Ég lagði upp með bók sem hét 2000 vandinn, af því mér fannst það svo flottur titill, og sú bók átti að fjalla um vandamál sem líta út fyrir að vera stór, alveg eins og 2000 vandinn var þegar flugvélar áttu að hrapa og allar tölvur áttu að verða kolklikkaðar og springa í loft upp en svo gerðist ekki neitt. Mig langaði að skrifa bók um einhvern sem væri rosalega kvíðinn og blési upp vandamál sem væru ekki um neitt. Þetta var sem sagt ástæða þess að ég byrjaði að skrifa bók sem gerist í desember 1999 þegar verið er að undirbúa áramótin og 2000 vandann en síðan kom bara allt önnur saga sem nær ekki einu sinni fram yfir áramótin heldur lýkur á aðfangadag 1999. Það var svo mikið í gangi hjá Klöru í desember að hún komst ekki að áramótunum.“ Verður það þá ekki bara næsta bók? „Ég er nú ekkert með það í bígerð, en það hefur náttúrulega verið rosalega hvetjandi að fá þessar tilnefningar. Ég finn alveg að ég er allavega líklegri til að halda áfram með þessa sögu eftir þær.“ Höfundar barna- og unglingabóka kvarta stundum yfir þessari flokkun og segja að góðar bækur séu fyrir alla aldurshópa, hver er þín skoðun á því? „Allir sem skrifa fyrir börn og unglinga vilja auðvitað að bækurnar þeirra rati til sinna enda eru allar góðar sögur fyrir alla aldurshópa og þróunin er sú að það er verið að fara þvert á þessi mörk. Næsta skref er væntanlega að brjóta niður þessa múra sem flokkunin veldur. Ég hef lagt áherslu á það að Hafnfirðingabrandarinn sé bók fyrir unglinga og alla sem hafa verið unglingar, eru það ekki nokkurn veginn allir? Annars veit ég ekkert meira en aðrir um þetta og mér finnst bókin vera miklu betri en ég. Hún veit meira en ég vegna þess að ég kom að henni aftur og aftur, þannig að hún er í rauninni ekki skrifuð bara af mér heldur af her af mér. Mér í gær og mér í fyrradag og mér fyrir ári í alls konar skapi, með alls konar tilfinningar. Þess vegna held ég að bækur verði alltaf betri en höfundar þeirra.“ Íslensku bókmenntaverðlaunin Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Ég er mjög þakklát, tvær tilnefningar í sömu vikunni, maður á örugglega ekki eftir að upplifa það aftur,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir þegar henni er óskað til hamingju með velgengni Hafnfirðingabrandarans, sem tilnefnd er bæði til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna. Hún er raunar ekki óvön verðlaunum því fyrri bók hennar, Flugan sem stöðvaði stríðið, var valin úr fjölda handrita og fékk Íslensku barnabókaverðlaunin 2011. „Það er náttúrulega handritasamkeppni, svo það er dálítið öðru vísi,“ segir Bryndís. „Það voru bestu fréttir sem ég hef fengið í lífinu, held ég, því þá vissi ég að bókin myndi koma út, sem er alltaf mesti sigurinn í þessum bransa.“ Söguhetja Hafnfirðingabrandarans heitir Klara sem er í 10. bekk í Víðistaðaskóla árið 1999 og bókin er flokkuð sem unglingabók, var það alltaf markmiðið að skrifa bækur fyrir börn og unglinga? „Nei, í tilfelli Hafnfirðingabrandarans þá langaði mig til þess að það yrði mikill húmor í bókinni og hann lá best hjá aðalsöguhetju sem er unglingur. Þannig varð þessi fimmtán ára Klara að sögumanni og það er rödd hennar sem lýsir öllu sem hún sér og tilfinningunum sem hún finnur fyrir. Það er svo margt í lífi unglings sem er á mörkum þess að vera barn og fullorðinn sem er bæði fyndið og sorglegt, erfitt og skemmtilegt. Hún er líka dálítið sjálfhverf sem mér finnst gera hana svolítið skemmtilega.“ Bjóst þú í Hafnarfirði þegar þú varst fimmtán ára? „Já, ég er Hafnfirðingur og hef búið þar alla tíð þangað til núna nýlega. Ég get samt ekki sagt að þessi saga sé sjálfsævisöguleg. Bókin er svo rosalega viðburðarík, líf mitt hefur alls ekki verið svona viðburðaríkt. Ég reyndar, eins og góð kona sagði um árið, misskildi sjálfa mig. Ég lagði upp með bók sem hét 2000 vandinn, af því mér fannst það svo flottur titill, og sú bók átti að fjalla um vandamál sem líta út fyrir að vera stór, alveg eins og 2000 vandinn var þegar flugvélar áttu að hrapa og allar tölvur áttu að verða kolklikkaðar og springa í loft upp en svo gerðist ekki neitt. Mig langaði að skrifa bók um einhvern sem væri rosalega kvíðinn og blési upp vandamál sem væru ekki um neitt. Þetta var sem sagt ástæða þess að ég byrjaði að skrifa bók sem gerist í desember 1999 þegar verið er að undirbúa áramótin og 2000 vandann en síðan kom bara allt önnur saga sem nær ekki einu sinni fram yfir áramótin heldur lýkur á aðfangadag 1999. Það var svo mikið í gangi hjá Klöru í desember að hún komst ekki að áramótunum.“ Verður það þá ekki bara næsta bók? „Ég er nú ekkert með það í bígerð, en það hefur náttúrulega verið rosalega hvetjandi að fá þessar tilnefningar. Ég finn alveg að ég er allavega líklegri til að halda áfram með þessa sögu eftir þær.“ Höfundar barna- og unglingabóka kvarta stundum yfir þessari flokkun og segja að góðar bækur séu fyrir alla aldurshópa, hver er þín skoðun á því? „Allir sem skrifa fyrir börn og unglinga vilja auðvitað að bækurnar þeirra rati til sinna enda eru allar góðar sögur fyrir alla aldurshópa og þróunin er sú að það er verið að fara þvert á þessi mörk. Næsta skref er væntanlega að brjóta niður þessa múra sem flokkunin veldur. Ég hef lagt áherslu á það að Hafnfirðingabrandarinn sé bók fyrir unglinga og alla sem hafa verið unglingar, eru það ekki nokkurn veginn allir? Annars veit ég ekkert meira en aðrir um þetta og mér finnst bókin vera miklu betri en ég. Hún veit meira en ég vegna þess að ég kom að henni aftur og aftur, þannig að hún er í rauninni ekki skrifuð bara af mér heldur af her af mér. Mér í gær og mér í fyrradag og mér fyrir ári í alls konar skapi, með alls konar tilfinningar. Þess vegna held ég að bækur verði alltaf betri en höfundar þeirra.“
Íslensku bókmenntaverðlaunin Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira