Akur kaupir 30% hlut í Fáfni Offshore Haraldur Guðmundsson skrifar 8. desember 2014 07:00 Fyrsta skip Fáfnis Offshore, Polarsyssel, kostaði sjö milljarða króna og er dýrasta skip Íslandssögunnar. Mynd/Hayvard Framtakssjóðurinn Akur hefur keypt 30 prósenta hlut í Fáfni Offshore og er nú stærsti einstaki hluthafi fyrirtækisins. Með því er hlutafé aukið um 1.260 milljónir króna hjá Fáfni sem sérhæfir sig í þjónustu við olíu- og gasborpalla auk annarra verkefna á norðlægum slóðum. „Þessi hlutafjáraukning er ekki eyrnamerkt neinu ákveðnu verkefni heldur fer hún í að efla frekari sókn félagsins,“ segir Jóhannes Hauksson, framkvæmdastjóri framtakssjóðsins.Jóhannes HaukssonAkur er í eigu þrettán lífeyrissjóða, Íslandsbanka og VÍS. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti eigandi Akurs með 19,9 prósenta hlut. Þar á eftir kemur Gildi – lífeyrissjóður með 15 prósent. Íslandsbanki á 14 prósenta hlut en aðrir hluthafar tíu prósent eða minna. „Þetta er mjög jákvætt og hluti af frekari framþróun og uppbyggingu félagsins en það er búið að fjárfesta í tveimur skipum,“ segir Hermann Már Þórisson, stjórnarformaður Fáfnis Offshore. Fyrsta skip fyrirtækisins, Polarsyssel sem var sjósett í Tyrklandi í mars síðastliðnum, er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn og kostaði rúma sjö milljarða króna. Um mánuði síðar undirritaði Fáfnir tíu ára þjónustusamning við norska ríkið vegna verkefna við Svalbarða sem er metinn á um sex milljarða. Fyrirtækið hefur einnig keypt annað og stærra skip, sem nú er í smíðum, og gerði nýverið samning við Gazprom um að þjónusta olíuborpall rússneska fyrirtækisins í Pechora-hafi. Framtakssjóðurinn Akur var stofnaður í september í fyrra en fjárfestingargeta sjóðsins er upp á 7,3 milljarða króna. Hugmyndin um að fjárfesta í Fáfni kom að sögn Jóhannesar fyrst upp í febrúar síðastliðnum. „Við tókum endanlega ákvörðun í ágúst, með ákveðnum fyrirvörum, en kaupin gengu í gegn í lok nóvember. Við erum því nýkomnir um borð en okkur þykir þetta spennandi verkefni því Fáfnir starfar í bransa sem er þróaður á alþjóðavísu en er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á Íslandi,“ segir Jóhannes. Tengdar fréttir Dýrasta skip Íslandssögunnar sjósett í gær Skipið er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn í norðurhöfum, ekki síst til birgðaflutninga til og frá olíuborpöllum, er með þyrlupall og 850 fermetra þilfar. 2. mars 2014 15:51 Polarsyssel í stað Týs við Svalbarða Skip Fáfnis Offshore, Polarsyssel, hefur nú leyst af varðskipið Tý í eftirlits- og björgunarstörfum við Svalbarða. 23. september 2014 11:45 Fáfnir Offshore hefur samið við Gazprom Fáfnir Offshore hefur gengið frá samningi við Gazprom, stærsta fyrirtæki Rússlands og stærsta jarðgasvinnslufyrirtæki heims. 22. nóvember 2014 07:00 Kaupir stórskip knúið rafhlöðum Fáfnir Offshore hefur undirritað smíðasamning um smíði þjónustuskips fyrir olíuiðnaðinn, en skipið er annað í röð skipa félagsins. Fjárfestingin er þegar 14 milljarðar en viljayfirlýsing er um smíði þriðja skipsins. Skipin eru tækniundur og knúin til jafns af olíu og rafmagni. 23. apríl 2014 14:33 Fáfnir með sex milljarða samning á Svalbarða Varðskipið Týr er komið til Svalbarða til eftirlits- og björgunarstarfa við eyjarnar. Tíu ára þjónustusamningur Fáfnis Offshore við sýslumann Svalbarða skilar sex milljarða króna gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. 19. maí 2014 19:15 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Framtakssjóðurinn Akur hefur keypt 30 prósenta hlut í Fáfni Offshore og er nú stærsti einstaki hluthafi fyrirtækisins. Með því er hlutafé aukið um 1.260 milljónir króna hjá Fáfni sem sérhæfir sig í þjónustu við olíu- og gasborpalla auk annarra verkefna á norðlægum slóðum. „Þessi hlutafjáraukning er ekki eyrnamerkt neinu ákveðnu verkefni heldur fer hún í að efla frekari sókn félagsins,“ segir Jóhannes Hauksson, framkvæmdastjóri framtakssjóðsins.Jóhannes HaukssonAkur er í eigu þrettán lífeyrissjóða, Íslandsbanka og VÍS. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti eigandi Akurs með 19,9 prósenta hlut. Þar á eftir kemur Gildi – lífeyrissjóður með 15 prósent. Íslandsbanki á 14 prósenta hlut en aðrir hluthafar tíu prósent eða minna. „Þetta er mjög jákvætt og hluti af frekari framþróun og uppbyggingu félagsins en það er búið að fjárfesta í tveimur skipum,“ segir Hermann Már Þórisson, stjórnarformaður Fáfnis Offshore. Fyrsta skip fyrirtækisins, Polarsyssel sem var sjósett í Tyrklandi í mars síðastliðnum, er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn og kostaði rúma sjö milljarða króna. Um mánuði síðar undirritaði Fáfnir tíu ára þjónustusamning við norska ríkið vegna verkefna við Svalbarða sem er metinn á um sex milljarða. Fyrirtækið hefur einnig keypt annað og stærra skip, sem nú er í smíðum, og gerði nýverið samning við Gazprom um að þjónusta olíuborpall rússneska fyrirtækisins í Pechora-hafi. Framtakssjóðurinn Akur var stofnaður í september í fyrra en fjárfestingargeta sjóðsins er upp á 7,3 milljarða króna. Hugmyndin um að fjárfesta í Fáfni kom að sögn Jóhannesar fyrst upp í febrúar síðastliðnum. „Við tókum endanlega ákvörðun í ágúst, með ákveðnum fyrirvörum, en kaupin gengu í gegn í lok nóvember. Við erum því nýkomnir um borð en okkur þykir þetta spennandi verkefni því Fáfnir starfar í bransa sem er þróaður á alþjóðavísu en er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á Íslandi,“ segir Jóhannes.
Tengdar fréttir Dýrasta skip Íslandssögunnar sjósett í gær Skipið er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn í norðurhöfum, ekki síst til birgðaflutninga til og frá olíuborpöllum, er með þyrlupall og 850 fermetra þilfar. 2. mars 2014 15:51 Polarsyssel í stað Týs við Svalbarða Skip Fáfnis Offshore, Polarsyssel, hefur nú leyst af varðskipið Tý í eftirlits- og björgunarstörfum við Svalbarða. 23. september 2014 11:45 Fáfnir Offshore hefur samið við Gazprom Fáfnir Offshore hefur gengið frá samningi við Gazprom, stærsta fyrirtæki Rússlands og stærsta jarðgasvinnslufyrirtæki heims. 22. nóvember 2014 07:00 Kaupir stórskip knúið rafhlöðum Fáfnir Offshore hefur undirritað smíðasamning um smíði þjónustuskips fyrir olíuiðnaðinn, en skipið er annað í röð skipa félagsins. Fjárfestingin er þegar 14 milljarðar en viljayfirlýsing er um smíði þriðja skipsins. Skipin eru tækniundur og knúin til jafns af olíu og rafmagni. 23. apríl 2014 14:33 Fáfnir með sex milljarða samning á Svalbarða Varðskipið Týr er komið til Svalbarða til eftirlits- og björgunarstarfa við eyjarnar. Tíu ára þjónustusamningur Fáfnis Offshore við sýslumann Svalbarða skilar sex milljarða króna gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. 19. maí 2014 19:15 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Dýrasta skip Íslandssögunnar sjósett í gær Skipið er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn í norðurhöfum, ekki síst til birgðaflutninga til og frá olíuborpöllum, er með þyrlupall og 850 fermetra þilfar. 2. mars 2014 15:51
Polarsyssel í stað Týs við Svalbarða Skip Fáfnis Offshore, Polarsyssel, hefur nú leyst af varðskipið Tý í eftirlits- og björgunarstörfum við Svalbarða. 23. september 2014 11:45
Fáfnir Offshore hefur samið við Gazprom Fáfnir Offshore hefur gengið frá samningi við Gazprom, stærsta fyrirtæki Rússlands og stærsta jarðgasvinnslufyrirtæki heims. 22. nóvember 2014 07:00
Kaupir stórskip knúið rafhlöðum Fáfnir Offshore hefur undirritað smíðasamning um smíði þjónustuskips fyrir olíuiðnaðinn, en skipið er annað í röð skipa félagsins. Fjárfestingin er þegar 14 milljarðar en viljayfirlýsing er um smíði þriðja skipsins. Skipin eru tækniundur og knúin til jafns af olíu og rafmagni. 23. apríl 2014 14:33
Fáfnir með sex milljarða samning á Svalbarða Varðskipið Týr er komið til Svalbarða til eftirlits- og björgunarstarfa við eyjarnar. Tíu ára þjónustusamningur Fáfnis Offshore við sýslumann Svalbarða skilar sex milljarða króna gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. 19. maí 2014 19:15