Tómas Heiðar sá eini í 50-50-90 klúbbnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2014 08:30 Tómas Heiðar er sjóðheitur með Þórsurum. Vísir/Vilhelm Tómas Heiðar Tómasson hefur spilað vel með Þorlákshafnar-Þórsurum í Dominos-deild karla í körfubolta á þessu tímabili og er þessa stundina meðal efstu manna í öllum þremur tölfræðiþáttunum yfir skotnýtingu. Tómas er heitasti skotmaður deildarinnar það sem af er leiktíðinni og tölfræðin sýnir það svart á hvítu. Tómas er nefnilega með bestu þriggja stiga skotnýtinguna, í öðru sæti yfir bestu vítanýtinguna og í þriðja sæti yfir bestu heildarskotnýtingu utan af velli. Tómas er líka einu meðlimurinn í 50-50-90 klúbbnum í fyrstu níu umferðum Dominos-deildar karla en þá er átt við þá sem ná 50 prósent heildarskotnýtingu, 50 prósent þriggja stiga skotnýtingu og 90 prósent vítanýtingu. Tómas Heiðar Tómasson er 23 ára gamall og sonur Tómasar Holton sem var um í tíma í hópi bestu leikstjórnanda deildarinnar þegar hann lék með Val. Tómas hefur nýtt 58,4 prósent allra skota sinna utan af velli en það eru bara þeir Michael Craion hjá KR (59,2 prósent) og Nemanja Sovic hjá Þór (58,6 prósent) sem hafa nýtt skotin sín betur af þeim sem hafa náð lágmörkunum. Tómas er með bestu þriggja stiga skotnýtinguna í deildinni en hann hefur sett niður 23 af 43 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 53,5 prósent þriggja stiga skotnýtingu. KR-ingurinn Pavel Ermolinskij (52 prósent) er eini annar leikmaður deildarinnar sem er yfir fimmtíu prósent nýtingu. Tómas er líka að ná þessari frábæru nýtingu þrátt fyrir að skjóta mikið en það eru aðeins fjórir leikmenn í deildinni sem hafa skorað fleiri þriggja stiga körfur en hann. Tómas er síðan í öðru sæti í vítanýtingu en þar hefur hann sett niður 22 af 23 skotum sínum sem þýðir 95,7 prósent nýtingu. Það er bara Keflvíkingurinn Damon Johnson (96,8 prósent, 30 af 31) sem skákar honum þar. Tómas hefur hitt úr fimmtíu prósent þriggja stiga skota sinna (eða betur) í sjö af fyrstu níu deildarleikjum Þórsliðsins og í þeim áttunda setti hann niður 40 prósent skota sinna sem enginn kvartar yfir. Það er bara þessi eini leikur á móti Snæfelli sem sker sig út en þar klikkaði Tómas á öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Ef Tómas fengi að stroka út þennan leik á móti Hólmurunum þá væri hann með 62,2 prósent þriggja stiga skotnýtingu í vetur. Það fer líka ekkert á milli mála að Þórsliðið þarf á þristunum hans að halda en Tómas er skora þrjá þrista að meðaltali og nýta 68 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna í fimm sigurleikjum Þórsliðsins í deildinni í vetur. Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Tómas Heiðar Tómasson hefur spilað vel með Þorlákshafnar-Þórsurum í Dominos-deild karla í körfubolta á þessu tímabili og er þessa stundina meðal efstu manna í öllum þremur tölfræðiþáttunum yfir skotnýtingu. Tómas er heitasti skotmaður deildarinnar það sem af er leiktíðinni og tölfræðin sýnir það svart á hvítu. Tómas er nefnilega með bestu þriggja stiga skotnýtinguna, í öðru sæti yfir bestu vítanýtinguna og í þriðja sæti yfir bestu heildarskotnýtingu utan af velli. Tómas er líka einu meðlimurinn í 50-50-90 klúbbnum í fyrstu níu umferðum Dominos-deildar karla en þá er átt við þá sem ná 50 prósent heildarskotnýtingu, 50 prósent þriggja stiga skotnýtingu og 90 prósent vítanýtingu. Tómas Heiðar Tómasson er 23 ára gamall og sonur Tómasar Holton sem var um í tíma í hópi bestu leikstjórnanda deildarinnar þegar hann lék með Val. Tómas hefur nýtt 58,4 prósent allra skota sinna utan af velli en það eru bara þeir Michael Craion hjá KR (59,2 prósent) og Nemanja Sovic hjá Þór (58,6 prósent) sem hafa nýtt skotin sín betur af þeim sem hafa náð lágmörkunum. Tómas er með bestu þriggja stiga skotnýtinguna í deildinni en hann hefur sett niður 23 af 43 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 53,5 prósent þriggja stiga skotnýtingu. KR-ingurinn Pavel Ermolinskij (52 prósent) er eini annar leikmaður deildarinnar sem er yfir fimmtíu prósent nýtingu. Tómas er líka að ná þessari frábæru nýtingu þrátt fyrir að skjóta mikið en það eru aðeins fjórir leikmenn í deildinni sem hafa skorað fleiri þriggja stiga körfur en hann. Tómas er síðan í öðru sæti í vítanýtingu en þar hefur hann sett niður 22 af 23 skotum sínum sem þýðir 95,7 prósent nýtingu. Það er bara Keflvíkingurinn Damon Johnson (96,8 prósent, 30 af 31) sem skákar honum þar. Tómas hefur hitt úr fimmtíu prósent þriggja stiga skota sinna (eða betur) í sjö af fyrstu níu deildarleikjum Þórsliðsins og í þeim áttunda setti hann niður 40 prósent skota sinna sem enginn kvartar yfir. Það er bara þessi eini leikur á móti Snæfelli sem sker sig út en þar klikkaði Tómas á öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Ef Tómas fengi að stroka út þennan leik á móti Hólmurunum þá væri hann með 62,2 prósent þriggja stiga skotnýtingu í vetur. Það fer líka ekkert á milli mála að Þórsliðið þarf á þristunum hans að halda en Tómas er skora þrjá þrista að meðaltali og nýta 68 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna í fimm sigurleikjum Þórsliðsins í deildinni í vetur.
Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum