Þetta elska Íslendingar: Laugardagsdjamm, lakkrís og lati hugsjónamaðurinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. desember 2014 11:00 Lífið á Vísi hefur undanfarnar vikur tekið saman sumt af því sem Íslendingum finnst best með hjálp valinkunnra álitsgjafa. Ýmislegt hefur verið kannað, allt frá því hvaða nammi er best undir tönn til þess hvaða sundlaug er notalegast að baða sig í. Íslendingar elska sinn lakkrís og nóg af honum, þeir fíla að leyfa lötum Helga Björns koma sér í jólaskapið og finnst fátt betra en að gúffa í sig núðlum. Vísir tók saman það sem Íslendingar elska.Besta sundlaugin1. sæti:Vesturbæjarlaug „Vesturbær Reykjavíkur er eitthvert notalegasta bæjarstæði landsins og þar er líka að finna bestu sundlaugina. Vesturbæjarlaugin er ótrúlega sjarmerandi, mátulega lítil og þægileg. Gufan heimsfræg, ekki síst hjá samkynhneigðum, og heitu pottarnir eru þeir bestu sem völ er á þegar maður þarf að láta amstur dagsins líða úr sér. Samt þyrfti helst að bæta við einum þagnarpotti þar sem samræður eru bannaðar vegna þess að bullið sem vellur upp úr sumum fastagestum er klikkaðra en það sem heyrist í símatíma Útvarps Sögu.“2. sæti:Sundlaugin á Hofsósi3. sæti: Sundlaug SeltjarnarnessBesti skyndibitastaðurinn1.sæti:Noodle Station „Þótt mér finnist þeir vera búnir að hækka verðið sitt aðeins of mikið breytir það því ekki að þetta er eitt af því allra besta sem ég fæ. Enginn biðtími, fæ mér kjúklingasúpu og „extra spicy“ og það er einhver „x factor“ í bragðinu sem lætur mann langa í meira og meira. Ég er orðinn sjúklega svangur núna.“ „Afgreiðslan er svo hröð að það tekur því ekki að drepa á bílnum, þjónustan er frábær – brosin ósvikin, verðið gott og súpurnar sjóðandi heitar og sjúklega góðar.“2. sæti:Hamborgarabúllan3. sæti:KFC4.-6.sæti:Bæjarins bestu4.-6. sæti:Eldofninn4.-6. sæti:RoadhouseFallegasta byggingin1. sæti:Harpa „Ég á erfitt með að segja frá fallegustu byggingunni að mínu mati án þess að fá smá samviskubit. Mikið hefur verið rætt um byggingu þessa og þá oftar en ekki í neikvæðum tón, þá sérstaklega þegar litið er til kostnaðar og þess ástands sem ríkti í þjóðfélaginu þegar hún var byggð. Þessi bygging er að sjálfsögðu Harpan í Reykjavík. Stórglæsileg bygging sem kemur til með að þjóna listum og menningu um ókomna tíð. Ef þér finnst hún ljót þá ertu bara ekki að horfa á hana rétt.“ „Það kom bara ein bygging upp í hugann strax og það er Harpa. Stórkostlegt listaverk sem að auki hýsir fordómalaust allar tegundir tónlistar. Er búinn að fara á alls konar tónleika allt frá argasta pönki og niður í klassík. Svo er líka gott að borða þar.“ „Fallegasta bygging á Íslandi er án nokkurs vafa Harpa. Mér er alveg sama hvað fólki finnst um hvernig að byggingunni var staðið og kostnaðarhliðina. Þetta er fallegasta bygging Íslandssögunnar og við eigum að vera stolt af henni Hörpu okkar.“2. sæti:Hallgrímskirkja3. sæti:Sundhöll ReykjavíkurBesta ísbúðin1. sæti:Brynjuís „Ég borða aldrei ís, enda er hann dísætur, fitandi og meinóhollur, nema þegar ég er á Akureyri og þá kemur Brynja drottning vitaskuld ein til greina. Ísinn þar er ferskur og svalandi, uppskriftin er æðisleg. Og svo er nostalgían kringum Brynju-ísinn vitaskuld óviðjafnanleg og til háborinnar fyrirmyndar… fyrir okkur Akureyringa.“2. sæti:Valdís3. sæti:Ísbúð Vesturbæjar4. sæti:Paradís5. sæti:Yo YoBesta íslenska jólalagið1. sæti:Ef ég nenni Helgi Björnsson „Fólk elskar það eða hatar. Angurvær flutningur Helga kveikir í mér og ég er sjúklega meðvirk með þessum lata og fátæka manni sem textinn er um. Textinn er annars algjört rugl en þetta kemur mér alltaf í jólaskap. Mitt uppáhalds íslenska jólalag, Klárt mál!“2. sæti:Þú komst með jólin til mín3. sæti:Jólahjól4.-6. sæti:Jólin alls staðar4.-6. sæti:Snjókorn falla4.-6. sæti:Ég hlakka svo tilBesti dagurinn til að djamma1. sæti:Laugardagur „Laugardagur er skíturinn! Fleira fólk, fleiri vinir lausir því þeir eiga frí á sunnudögum þannig að þá er meira stuð. Þá er maður vel útsofinn og hefur tíma til að undirbúa kvöldið. Fínt að skella sér í miðbæinn og græja föt fyrir djammið. Svo er ekkert betra en að starta kvöldinu með einum eða tveimur kokteilum, dinnerpartíi í góðra vina hópi og enda svo á Irish Coffee áður en haldið er út í nóttina. Svo hefur maður allan sunnudaginn til að liggja fyrir framan sjónvarpið og ná upp fyrri styrk.“ „Á föstudögum vil ég frekar taka því rólega og slaka á eftir vinnuvikuna, laugardagur er því skemmtilegri til skemmtunar. Hvað virka daga varðar þá læt ég þá vera.“2. sæti:Mánudagur, þriðjudagur og miðvikudagur3. sæti:Fimmtudagur4. sæti:Föstudagur5. sæti:SunnudagurBesta nammið1. sæti:Þristur „Það er eitthvað við þessa blöndu (lakkrís, karamella og súkkulaði) sem gleður bragðlaukana mína út í hið óendanlega. Þetta er líka eina nammið sem gerir kaffi virkilega gott. Það segir manni bara hversu rosalega gott þetta nammi er.“2.-3. sæti:Síríus-súkkulaði með hnetum og rúsínum2.-3. sæti:Fylltar lakkrísreimar4.-5. sæti:Sterkar djúpur4.-5. sæti:DraumurBesti Mackintosh-molinn:1. sæti:Bleiki molinn „Ég get ekki lýst þeirri örvæntingu sem fyllir mitt hjarta þegar ég gramsa í Mackintosh-skálunum í jólaboðunum og bleiku molarnir eru búnir! Þeir klárast alltaf fyrst! Það sannar að þeir eru bestir!“2. sæti: Fjólublái molinn3. sæti:Græni þríhyrningurinn4. sæti:Brúni molinn5. sæti:Rauði molinnBesta íslenska ástarlagið1. sæti:Tvær stjörnur Megas „Tvær stjörnur er einfaldlega einn fallegasti íslenski texti sem hefur verið saminn. Hver einasta setning er svo rík og mögnuð að ég fæ gæsahúð af að lesa hann. Þetta er líka ekki bara ástarlag, það tekur á ást, lífinu, söknuði, sorg, minningum og einhvers konar uppgjöri og sátt við liðinn tíma… og allt í örfáum erindum. Alveg stórkostlegt!“2. sæti:Skólaball3. sæti: Þú átt mig ein4. sæti:Með þér5. sæti:Þú fullkomnar mig Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Lífið á Vísi hefur undanfarnar vikur tekið saman sumt af því sem Íslendingum finnst best með hjálp valinkunnra álitsgjafa. Ýmislegt hefur verið kannað, allt frá því hvaða nammi er best undir tönn til þess hvaða sundlaug er notalegast að baða sig í. Íslendingar elska sinn lakkrís og nóg af honum, þeir fíla að leyfa lötum Helga Björns koma sér í jólaskapið og finnst fátt betra en að gúffa í sig núðlum. Vísir tók saman það sem Íslendingar elska.Besta sundlaugin1. sæti:Vesturbæjarlaug „Vesturbær Reykjavíkur er eitthvert notalegasta bæjarstæði landsins og þar er líka að finna bestu sundlaugina. Vesturbæjarlaugin er ótrúlega sjarmerandi, mátulega lítil og þægileg. Gufan heimsfræg, ekki síst hjá samkynhneigðum, og heitu pottarnir eru þeir bestu sem völ er á þegar maður þarf að láta amstur dagsins líða úr sér. Samt þyrfti helst að bæta við einum þagnarpotti þar sem samræður eru bannaðar vegna þess að bullið sem vellur upp úr sumum fastagestum er klikkaðra en það sem heyrist í símatíma Útvarps Sögu.“2. sæti:Sundlaugin á Hofsósi3. sæti: Sundlaug SeltjarnarnessBesti skyndibitastaðurinn1.sæti:Noodle Station „Þótt mér finnist þeir vera búnir að hækka verðið sitt aðeins of mikið breytir það því ekki að þetta er eitt af því allra besta sem ég fæ. Enginn biðtími, fæ mér kjúklingasúpu og „extra spicy“ og það er einhver „x factor“ í bragðinu sem lætur mann langa í meira og meira. Ég er orðinn sjúklega svangur núna.“ „Afgreiðslan er svo hröð að það tekur því ekki að drepa á bílnum, þjónustan er frábær – brosin ósvikin, verðið gott og súpurnar sjóðandi heitar og sjúklega góðar.“2. sæti:Hamborgarabúllan3. sæti:KFC4.-6.sæti:Bæjarins bestu4.-6. sæti:Eldofninn4.-6. sæti:RoadhouseFallegasta byggingin1. sæti:Harpa „Ég á erfitt með að segja frá fallegustu byggingunni að mínu mati án þess að fá smá samviskubit. Mikið hefur verið rætt um byggingu þessa og þá oftar en ekki í neikvæðum tón, þá sérstaklega þegar litið er til kostnaðar og þess ástands sem ríkti í þjóðfélaginu þegar hún var byggð. Þessi bygging er að sjálfsögðu Harpan í Reykjavík. Stórglæsileg bygging sem kemur til með að þjóna listum og menningu um ókomna tíð. Ef þér finnst hún ljót þá ertu bara ekki að horfa á hana rétt.“ „Það kom bara ein bygging upp í hugann strax og það er Harpa. Stórkostlegt listaverk sem að auki hýsir fordómalaust allar tegundir tónlistar. Er búinn að fara á alls konar tónleika allt frá argasta pönki og niður í klassík. Svo er líka gott að borða þar.“ „Fallegasta bygging á Íslandi er án nokkurs vafa Harpa. Mér er alveg sama hvað fólki finnst um hvernig að byggingunni var staðið og kostnaðarhliðina. Þetta er fallegasta bygging Íslandssögunnar og við eigum að vera stolt af henni Hörpu okkar.“2. sæti:Hallgrímskirkja3. sæti:Sundhöll ReykjavíkurBesta ísbúðin1. sæti:Brynjuís „Ég borða aldrei ís, enda er hann dísætur, fitandi og meinóhollur, nema þegar ég er á Akureyri og þá kemur Brynja drottning vitaskuld ein til greina. Ísinn þar er ferskur og svalandi, uppskriftin er æðisleg. Og svo er nostalgían kringum Brynju-ísinn vitaskuld óviðjafnanleg og til háborinnar fyrirmyndar… fyrir okkur Akureyringa.“2. sæti:Valdís3. sæti:Ísbúð Vesturbæjar4. sæti:Paradís5. sæti:Yo YoBesta íslenska jólalagið1. sæti:Ef ég nenni Helgi Björnsson „Fólk elskar það eða hatar. Angurvær flutningur Helga kveikir í mér og ég er sjúklega meðvirk með þessum lata og fátæka manni sem textinn er um. Textinn er annars algjört rugl en þetta kemur mér alltaf í jólaskap. Mitt uppáhalds íslenska jólalag, Klárt mál!“2. sæti:Þú komst með jólin til mín3. sæti:Jólahjól4.-6. sæti:Jólin alls staðar4.-6. sæti:Snjókorn falla4.-6. sæti:Ég hlakka svo tilBesti dagurinn til að djamma1. sæti:Laugardagur „Laugardagur er skíturinn! Fleira fólk, fleiri vinir lausir því þeir eiga frí á sunnudögum þannig að þá er meira stuð. Þá er maður vel útsofinn og hefur tíma til að undirbúa kvöldið. Fínt að skella sér í miðbæinn og græja föt fyrir djammið. Svo er ekkert betra en að starta kvöldinu með einum eða tveimur kokteilum, dinnerpartíi í góðra vina hópi og enda svo á Irish Coffee áður en haldið er út í nóttina. Svo hefur maður allan sunnudaginn til að liggja fyrir framan sjónvarpið og ná upp fyrri styrk.“ „Á föstudögum vil ég frekar taka því rólega og slaka á eftir vinnuvikuna, laugardagur er því skemmtilegri til skemmtunar. Hvað virka daga varðar þá læt ég þá vera.“2. sæti:Mánudagur, þriðjudagur og miðvikudagur3. sæti:Fimmtudagur4. sæti:Föstudagur5. sæti:SunnudagurBesta nammið1. sæti:Þristur „Það er eitthvað við þessa blöndu (lakkrís, karamella og súkkulaði) sem gleður bragðlaukana mína út í hið óendanlega. Þetta er líka eina nammið sem gerir kaffi virkilega gott. Það segir manni bara hversu rosalega gott þetta nammi er.“2.-3. sæti:Síríus-súkkulaði með hnetum og rúsínum2.-3. sæti:Fylltar lakkrísreimar4.-5. sæti:Sterkar djúpur4.-5. sæti:DraumurBesti Mackintosh-molinn:1. sæti:Bleiki molinn „Ég get ekki lýst þeirri örvæntingu sem fyllir mitt hjarta þegar ég gramsa í Mackintosh-skálunum í jólaboðunum og bleiku molarnir eru búnir! Þeir klárast alltaf fyrst! Það sannar að þeir eru bestir!“2. sæti: Fjólublái molinn3. sæti:Græni þríhyrningurinn4. sæti:Brúni molinn5. sæti:Rauði molinnBesta íslenska ástarlagið1. sæti:Tvær stjörnur Megas „Tvær stjörnur er einfaldlega einn fallegasti íslenski texti sem hefur verið saminn. Hver einasta setning er svo rík og mögnuð að ég fæ gæsahúð af að lesa hann. Þetta er líka ekki bara ástarlag, það tekur á ást, lífinu, söknuði, sorg, minningum og einhvers konar uppgjöri og sátt við liðinn tíma… og allt í örfáum erindum. Alveg stórkostlegt!“2. sæti:Skólaball3. sæti: Þú átt mig ein4. sæti:Með þér5. sæti:Þú fullkomnar mig
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“