Franskur ruglufugl Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 24. desember 2014 12:00 Salka segir nafn leikhópsins afleiðingu af hláturskasti rétt fyrir miðnætti. Vísir/Vilhelm „Þetta var einhver svona aulahúmor á elleftu stundu þegar við vorum að fylla út umsóknir og áttuðum okkur á að við vorum ekki með neitt nafn,“ segir Salka Guðmundsdóttir, sem stofnaði leikhópinn Soðið svið árið 2009 ásamt Aðalbjörgu Árnadóttur. „Það er svona með ákvarðanir sem maður tekur í hláturskasti rétt fyrir miðnætti, þær geta reynst afdrifaríkar,“ segir Salka og hlær. Um síðustu helgi hófust aftur sýningar á barnaleikritinu Hættuför í Huliðsdal en Salka skrifaði handritið að verkinu og því er leikstýrt af Hörpu Arnardóttur. Leikhópinn stofnuðu Salka og Aðalbjörg þegar þær voru nýkomnar úr námi en þær langaði til þess að skapa eigin verkefni. „Við Aðalbjörg vorum saman í unglingaleikhóp í Kramhúsinu hjá Hörpu. Við erum því að vinna með gamla „mentornum“ okkar.“ Hættuför í Huliðsdal fjallar um Eyju, ellefu ára stelpu sem er nýflutt út í sveit. Í herberginu hennar opnast töfrahlið og hún fer inn í Huliðsdal þar sem hún hittir fyrir margar sérkennilegar verur. Meðal þeirra er franski ruglufuglinn sem leikinn er af Esther Talíu Casey. „Ruglufuglinn er alveg ótrúlega skemmtilegur karakter sem Eyja hittir í Huliðsdal, Esther Talía leikur hann og fann sér einhvern innri franskan ruglufugl. Þetta er mjög sannfærandi allt saman og hann er í uppáhaldi hjá okkur öllum,“ segir hún. „Þegar við vorum að vinna verkið hittumst við nokkur úr leikhópnum og spjölluðum um það sem okkur fannst skemmtilegt þegar við vorum börn. Leiksýningar, bækur og sjónvarpsþætti,“ bætir hún við um hugmyndavinnuna. „Við erum með leikmynd sem leikararnir þurfa svolítið að æfa sig að hreyfa sig í, fólk þarf að ganga blindandi um sviðið vafið í silki og það hefur alveg dottið um koll og um hvert annað,“ segir Salka um æfingaferlið og bætir við: „Það sem var skemmtilegt í fyrra var hvað krakkarnir lifðu sig mikið inn í verkið, hrópuðu á aðalhetjuna og púuðu á vondu kallana. Það er svo skemmtilegt að finna viðbrögðin.“ Sýningar á Hættuför í Huliðsdal fara fram í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og hentar sýningin börnum frá fimm ára aldri. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Þetta var einhver svona aulahúmor á elleftu stundu þegar við vorum að fylla út umsóknir og áttuðum okkur á að við vorum ekki með neitt nafn,“ segir Salka Guðmundsdóttir, sem stofnaði leikhópinn Soðið svið árið 2009 ásamt Aðalbjörgu Árnadóttur. „Það er svona með ákvarðanir sem maður tekur í hláturskasti rétt fyrir miðnætti, þær geta reynst afdrifaríkar,“ segir Salka og hlær. Um síðustu helgi hófust aftur sýningar á barnaleikritinu Hættuför í Huliðsdal en Salka skrifaði handritið að verkinu og því er leikstýrt af Hörpu Arnardóttur. Leikhópinn stofnuðu Salka og Aðalbjörg þegar þær voru nýkomnar úr námi en þær langaði til þess að skapa eigin verkefni. „Við Aðalbjörg vorum saman í unglingaleikhóp í Kramhúsinu hjá Hörpu. Við erum því að vinna með gamla „mentornum“ okkar.“ Hættuför í Huliðsdal fjallar um Eyju, ellefu ára stelpu sem er nýflutt út í sveit. Í herberginu hennar opnast töfrahlið og hún fer inn í Huliðsdal þar sem hún hittir fyrir margar sérkennilegar verur. Meðal þeirra er franski ruglufuglinn sem leikinn er af Esther Talíu Casey. „Ruglufuglinn er alveg ótrúlega skemmtilegur karakter sem Eyja hittir í Huliðsdal, Esther Talía leikur hann og fann sér einhvern innri franskan ruglufugl. Þetta er mjög sannfærandi allt saman og hann er í uppáhaldi hjá okkur öllum,“ segir hún. „Þegar við vorum að vinna verkið hittumst við nokkur úr leikhópnum og spjölluðum um það sem okkur fannst skemmtilegt þegar við vorum börn. Leiksýningar, bækur og sjónvarpsþætti,“ bætir hún við um hugmyndavinnuna. „Við erum með leikmynd sem leikararnir þurfa svolítið að æfa sig að hreyfa sig í, fólk þarf að ganga blindandi um sviðið vafið í silki og það hefur alveg dottið um koll og um hvert annað,“ segir Salka um æfingaferlið og bætir við: „Það sem var skemmtilegt í fyrra var hvað krakkarnir lifðu sig mikið inn í verkið, hrópuðu á aðalhetjuna og púuðu á vondu kallana. Það er svo skemmtilegt að finna viðbrögðin.“ Sýningar á Hættuför í Huliðsdal fara fram í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og hentar sýningin börnum frá fimm ára aldri.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira