Frábært að sjá frumkvöðul fylgja eftir góðri hugmynd alla leið í sölu Óli Kristján Ámannsson skrifar 27. desember 2014 07:00 Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Datamarket, sem nýverið var selt Qlik í Bandaríkjunum, varð fyrir valinu sem viðskiptamaður ársins hjá Markaðnum og salan á fyrirtækinu viðskipti ársins. Fréttablaðið/Vilhelm Sala Datamarket til Qlik Technologies í Bandaríkjunum sem gekk í gegn í október síðastliðnum var með nokkrum yfirburðum valin viðskipti ársins af dómnefnd Markaðarins og Stöðvar 2. Qlik er fyrirtæki skráð á markað Nasdaq í New York í Bandaríkjunum en er sænskt að uppruna og enn með starfsemi þar í landi. Í skýrslu Qlik til kauphallarinnar í New York kemur fram að kaupverðið á Datamarket hafi verið 11,8 milljónir Bandaríkjadala en geti hækkað um 1,7 milljónir dala í 13,5 milljónir, náist ákveðin markmið og áfangar í þróun sem lýst sé í kaupsamningi. Í krónum talið hleypur upphæðin frá um 1.440 milljónum til nálægt 1.660 milljóna króna, svona eftir því við hvaða gengi er miðað. Miðað við þær fjárhæðir gætu um 390 til 450 milljónir króna komið í hlut Hjálmars Gíslasonar, framkvæmdastjóra og stofnanda Datamarket. Hann stofnaði fyrirtækið árið 2008 og lagði þá upp með „tvær hendur tómar og eigið hyggjuvit“, eins og því hefur verið lýst. Þegar kom að sölu var hlutur Hjálmars í fyrirtækinu 27 prósent og var hann næststærsti hluthafinn.Viðræður hófust fyrir ári Stærsti hluthafinn var hins vegar fjárfestingarsjóðurinn Frumtak sem fór með 40 prósenta hlut og fær því í sinn hlut 580 til 660 milljónir króna. Þá átti fjárfestingarfélagið Investa 7,6 prósent (fær 110 til 125 milljónir), Meson Holding, fjárfestingarfélag Vilhjálms Þorsteinssonar, 5,7 prósent (82 til 95 milljónir), og Frosti Sigurjónsson alþingismaður rúm fjögur prósent (fær þá 57 til 67 milljónir króna). Þegar salan var kynnt greindi Hjálmar Gíslason frá því að þjónusta fyrirtækisins hér á landi myndi ekki breytast og að fjárfest yrði í frekari þróun hér. „Við kynntumst þessu fyrirtæki, Qlik Technologies, fyrir um það bil ári síðan,“ sagði hann í viðtali við Stöð 2 1. nóvember síðastliðinn. „Þeir höfðu áhuga á tækni sem við höfðum byggt upp. Við höfum allt þetta ár verið í þessum viðræðum sem leiddu til þessarar sölu.“Hvatning fyrir aðra Einn dómnefndarmanna sagði söluna á Datamarket til Qlik sýna hvaða gríðarlegu verðmæti liggi í íslensku hugviti og þeim krafti sem búi í vel menntuðu fólki sem vinni að því hörðum höndum að virkja hugvit sitt og skapa verðmæt hugverk sem séu eftirsótt jafnt hér heima sem erlendis. Annar sagði „svo sem“ hægt að velja söluna á Datamarket sem bestu viðskiptin. „1.440 milljónir er gott söluverð fyrir fyrirtæki sem velti 180 milljón krónum á síðasta ári og skilaði tapi,“ sagði sá. Annar dómnefndarmaður sagðist hafa daðrað við að nefna sem bestu viðskipti ársins endurtekin met í fjölda ferðamanna til landsins og stóraukna kortaveltu erlendra ferðamanna. „En ég ætla samt að tilnefna kaup upplýsingatæknifyrirtækisins Qlik á öllu hlutafé í Datamarket. Það er stórkostlegur árangur fyrir stofnendur fyrirtækisins og hvatning fyrir íslensk sprotafyrirtæki og frumkvöðla.“ Enn einn benti á að stofnendur Datamarket hefðu byggt upp fyrirtæki sitt við erfiðar aðstæður og í gjaldeyrishöftum eftir hrun og hefðu selt með góðum hagnaði. „Um leið hefur Datamarket gegnt mikilvægu samfélagslegu hlutverki á Íslandi við að gera flókin tölfræðileg gögn aðgengileg og skiljanleg fyrir almenning.“Með hugvit og úthald að vopni Jafn eftirtektarverður árangur frumkvöðuls með fyrirtæki sitt vekur athygli enda fór það svo að Hjálmar Gíslason var líka valinn viðskiptamaður ársins af dómnefnd Markaðarins og Stöðvar 2 og er tekinn tali í miðopnu blaðsins. „Frábært að sjá frumkvöðul fylgja eftir góðri hugmynd alla leið í exit með stæl,“ sagði einn. „Hjálmar Gíslason ákvað í upphafi hrunsins að stofna sprotafyrirtæki sem ynni gagnlegar upplýsingar úr gögnum sem myndast innan fyrirtækja. Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt og fékk Vaxtarsprotann 2014,“ segir annar og bendir á að eigendur Datamarket hafi hagnast vel við söluna til stórfyrirtækis á alþjóðavettvangi sem velt hafi sem nemi 58 milljörðum króna á síðasta ári. „Hjálmar er nörd af guðs náð og hefur með hugvit og úthald að vopni náð að byggja upp á Íslandi fyrirtæki með sérstöðu á alþjóðavettvangi.“Merki Qlik technologies inc.Hvers konar fyrirtæki er Qlik?Sérhæfing Qlik liggur í að matreiða gögn þannig að auðvelt sé að vinna með þau og nota til ákvarðanatöku, að því er fram kemur á vef fyrirtækisins. Qlik var stofnað í Lundi í Svíþjóð árið 1993 og ætlaði sér þá að hjálpa fyrirtækjum, stórum (jafnvel risum á heimsvísu) sem smáum, að leysa vandamál. Félagið segir að núna reiði um 33 þúsund viðskiptavinir í yfir hundrað löndum sig á þjónustu þess.„Við höfum verið í fararbroddi í að leita leiða til að breyta gögnum yfir í nytsamar upplýsingar,“ segir í kynningarefni Qlik og vísað til þess að hugbúnaður félagsins, Qlik View, sé leiðandi á meðal gagnaúrvinnslutækja fyrir fyrirtæki. Lagt sé upp úr því að búnaðurinn sé notendavænn, úrvinnsla gagna víðtæk og sjónræn og til staðar á margvíslegum tækjum og auðveldi fólki þannig að vinna saman að verkefnum.Félagið hefur verið skráð í kauphallarkerfi Nasdaq frá árinu 2010. En þótt höfuðstöðvarnar séu í Bandaríkjunum þá sagði Hjálmar Gíslason í tilkynningu um söluna á Datamarket að Qlik héldi norrænum einkennum sínum og að engin skörun væri þar á fyrirtækjamenningu.2. og 3. sæti í Bestu viðskiptum ársins2 - Sala Hagamels á hlut í Högum Fjárfestarnir Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson seldu í febrúar hlut sinn í Högum, sem þeir áttu í gegnum félagið Hagamel, fyrir rúmlega 3,2 milljarða króna. Söluverð hlutarins var um fjórfalt kaupverð hans. Í Kjarnanum voru þeir félagar með þessu sagðir hafa innleyst mesta hagnað einkafjárfesta eftir bankahrun, en Hagar voru jafnframt fyrsta fyrirtækið sem skráð var í Kauphöllina eftir hrun. Rökstuðningur: „Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson seldu í febrúar 77 milljónir hluta í Högum á genginu 42. Þeir höfðu keypt hlutina í sama mánuði þremur árum áður á genginu 10. Markaðsverðmæti hlutarins sem þeir seldu var um 3,2 milljarðar króna en markaðsverð hlutarins var 770 milljónir þegar hann var keyptur. Þeir Árni og Hallbjörn fjórfölduðu því fjárfestingu sína.“3 - Samkomulag Landsbankans og slitastjórnar LBI um lánalengingu Samkomulag um lengingu á skilmálum skuldabréfa Landsbankans sem gefin voru út í október 2009 sem náðist í byrjun desembermánaðar er sagt fyrsta skrefið í afnámi fjármagnshafta. Samkomulagið felur í sér breytingar á greiðsluferli skuldabréfa að jafnvirði 226 milljarða króna og lengingu þeirra frá október 2018 til október 2026.Rökstuðningur: „Þarna var um að ræða gríðarlega mikilvægt skref í léttingu hafta – þó að höftum verði aldrei algjörlega aflétt með íslensku krónuna. Þetta samkomulag kemst á listann því sennilega er ekkert eitt sem er eins skaðlegt viðskiptalífinu og höftin.“ „Afborganir bankans til þrotabús gamla Landsbankans eru stór hluti af heildarendurgreiðslum erlendra lána þjóðarbúsins næstu árin. Með samkomulaginu virðist sem endurgreiðsluferill erlendra skulda sé í heild orðinn vel viðráðanlegur.“Annað sem var nefnt:Ferðaþjónustan á Íslandi í heild sinni „Ferðaþjónustan á Íslandi í heild sinni á rétt á því að verma toppsætið enda værum við Íslendingar í mjög slæmri stöðu ef vöxtur hennar og gjaldeyrissköpun væri ekki það sem hún er. Vaxtarverkirnir eru þó nokkrir og svört atvinnustarfsemi og gróðabrask skaða um stund ímynd ferðaþjónustunnar. En fagmennskan fer vaxandi og framtíðin er björt ef rétt er haldið á spilum.“Sala á kvóta og skipi Stálskipa „Hjónin í Stálskipum ákváðu að bregða búi fyrir aldurs sakir þegar þau seldu kvóta og skip fyrir um tíu milljarða króna. Söluhagnaður var gríðarlegur. Þau einbeita sér nú að fjárfestingum í fasteignum og rekstri innanlands.“Sala Framtakssjóðsins á Icelandair „Kaup Framtakssjóðs Íslands í Icelandair voru mikið gagnrýnd á sínum tíma og margir drógu framtíðarmöguleika félagsins í efa. Framtakssjóðurinn seldi síðasta hlut sinn í félaginu á árinu og var hagnaður af þessum viðskiptum ríflega 11 milljarðar.“Kaup Straums á fimmtungshlut í MP banka „Kaup Straums á lykilhlut í MP voru gerð í óþökk margra hluthafa MP banka. Þótt enn sé of snemmt að álykta um ágæti viðskiptanna virðist sem að Straumur hafi fengið bréfin langt undir innra virði hlutafjár MP banka. Straumur er óþægilegur meðeigandi sem mun þrýsta á nauðsynlega hagræðingu og aukna arðsemi innan íslenska bankakerfisins.“Salan á Promens „Segi það með blendnum hug þó. Þetta var líklega fín ávöxtun fyrir eigendurna, þ.e. Framtakssjóðinn og Landsbankann, en af yfirlýsingum stjórnenda félagsins að ráða hefðu þeir þó frekar kosið að ná að fjármagna félagið til frekari vaxtar, en reyndist það erfitt eða illmögulegt vegna fjármagnshafta.“Verðtryggð húsnæðislán „Hagfelld verðbólguþróun og leiðréttingarpakki stjórnvalda á leiðinni.“ Fréttir ársins 2014 Tengdar fréttir Ógagnsætt söluferli sagt valda Landsbankanum orðsporshnekki Flestir álitsgjafa Markaðarins hnutu um sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Leynd og ógagnsætt söluferli er sagt skaða bankann. Þá hvílir yfir skuggi samráðssektar sem lögð var á fyrirtæki á greiðslukortamarkaði. 27. desember 2014 07:00 Gjaldeyrishöftin töfðu söluferli Datamarket um fjóra mánuði Qlik, sem nýverið festi kaup á Datamarket, hyggur á umtalsverða fjárfestingu og eflingu starfsemi Datamarket hér á landi. Hjálmar Gíslason, stofnandi Datamarket og framkvæmdastjóri, stýrir samþættingu hugbúnaðar fyrirtækjanna sem fyrir dyrum stendur. 27. desember 2014 07:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Sala Datamarket til Qlik Technologies í Bandaríkjunum sem gekk í gegn í október síðastliðnum var með nokkrum yfirburðum valin viðskipti ársins af dómnefnd Markaðarins og Stöðvar 2. Qlik er fyrirtæki skráð á markað Nasdaq í New York í Bandaríkjunum en er sænskt að uppruna og enn með starfsemi þar í landi. Í skýrslu Qlik til kauphallarinnar í New York kemur fram að kaupverðið á Datamarket hafi verið 11,8 milljónir Bandaríkjadala en geti hækkað um 1,7 milljónir dala í 13,5 milljónir, náist ákveðin markmið og áfangar í þróun sem lýst sé í kaupsamningi. Í krónum talið hleypur upphæðin frá um 1.440 milljónum til nálægt 1.660 milljóna króna, svona eftir því við hvaða gengi er miðað. Miðað við þær fjárhæðir gætu um 390 til 450 milljónir króna komið í hlut Hjálmars Gíslasonar, framkvæmdastjóra og stofnanda Datamarket. Hann stofnaði fyrirtækið árið 2008 og lagði þá upp með „tvær hendur tómar og eigið hyggjuvit“, eins og því hefur verið lýst. Þegar kom að sölu var hlutur Hjálmars í fyrirtækinu 27 prósent og var hann næststærsti hluthafinn.Viðræður hófust fyrir ári Stærsti hluthafinn var hins vegar fjárfestingarsjóðurinn Frumtak sem fór með 40 prósenta hlut og fær því í sinn hlut 580 til 660 milljónir króna. Þá átti fjárfestingarfélagið Investa 7,6 prósent (fær 110 til 125 milljónir), Meson Holding, fjárfestingarfélag Vilhjálms Þorsteinssonar, 5,7 prósent (82 til 95 milljónir), og Frosti Sigurjónsson alþingismaður rúm fjögur prósent (fær þá 57 til 67 milljónir króna). Þegar salan var kynnt greindi Hjálmar Gíslason frá því að þjónusta fyrirtækisins hér á landi myndi ekki breytast og að fjárfest yrði í frekari þróun hér. „Við kynntumst þessu fyrirtæki, Qlik Technologies, fyrir um það bil ári síðan,“ sagði hann í viðtali við Stöð 2 1. nóvember síðastliðinn. „Þeir höfðu áhuga á tækni sem við höfðum byggt upp. Við höfum allt þetta ár verið í þessum viðræðum sem leiddu til þessarar sölu.“Hvatning fyrir aðra Einn dómnefndarmanna sagði söluna á Datamarket til Qlik sýna hvaða gríðarlegu verðmæti liggi í íslensku hugviti og þeim krafti sem búi í vel menntuðu fólki sem vinni að því hörðum höndum að virkja hugvit sitt og skapa verðmæt hugverk sem séu eftirsótt jafnt hér heima sem erlendis. Annar sagði „svo sem“ hægt að velja söluna á Datamarket sem bestu viðskiptin. „1.440 milljónir er gott söluverð fyrir fyrirtæki sem velti 180 milljón krónum á síðasta ári og skilaði tapi,“ sagði sá. Annar dómnefndarmaður sagðist hafa daðrað við að nefna sem bestu viðskipti ársins endurtekin met í fjölda ferðamanna til landsins og stóraukna kortaveltu erlendra ferðamanna. „En ég ætla samt að tilnefna kaup upplýsingatæknifyrirtækisins Qlik á öllu hlutafé í Datamarket. Það er stórkostlegur árangur fyrir stofnendur fyrirtækisins og hvatning fyrir íslensk sprotafyrirtæki og frumkvöðla.“ Enn einn benti á að stofnendur Datamarket hefðu byggt upp fyrirtæki sitt við erfiðar aðstæður og í gjaldeyrishöftum eftir hrun og hefðu selt með góðum hagnaði. „Um leið hefur Datamarket gegnt mikilvægu samfélagslegu hlutverki á Íslandi við að gera flókin tölfræðileg gögn aðgengileg og skiljanleg fyrir almenning.“Með hugvit og úthald að vopni Jafn eftirtektarverður árangur frumkvöðuls með fyrirtæki sitt vekur athygli enda fór það svo að Hjálmar Gíslason var líka valinn viðskiptamaður ársins af dómnefnd Markaðarins og Stöðvar 2 og er tekinn tali í miðopnu blaðsins. „Frábært að sjá frumkvöðul fylgja eftir góðri hugmynd alla leið í exit með stæl,“ sagði einn. „Hjálmar Gíslason ákvað í upphafi hrunsins að stofna sprotafyrirtæki sem ynni gagnlegar upplýsingar úr gögnum sem myndast innan fyrirtækja. Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt og fékk Vaxtarsprotann 2014,“ segir annar og bendir á að eigendur Datamarket hafi hagnast vel við söluna til stórfyrirtækis á alþjóðavettvangi sem velt hafi sem nemi 58 milljörðum króna á síðasta ári. „Hjálmar er nörd af guðs náð og hefur með hugvit og úthald að vopni náð að byggja upp á Íslandi fyrirtæki með sérstöðu á alþjóðavettvangi.“Merki Qlik technologies inc.Hvers konar fyrirtæki er Qlik?Sérhæfing Qlik liggur í að matreiða gögn þannig að auðvelt sé að vinna með þau og nota til ákvarðanatöku, að því er fram kemur á vef fyrirtækisins. Qlik var stofnað í Lundi í Svíþjóð árið 1993 og ætlaði sér þá að hjálpa fyrirtækjum, stórum (jafnvel risum á heimsvísu) sem smáum, að leysa vandamál. Félagið segir að núna reiði um 33 þúsund viðskiptavinir í yfir hundrað löndum sig á þjónustu þess.„Við höfum verið í fararbroddi í að leita leiða til að breyta gögnum yfir í nytsamar upplýsingar,“ segir í kynningarefni Qlik og vísað til þess að hugbúnaður félagsins, Qlik View, sé leiðandi á meðal gagnaúrvinnslutækja fyrir fyrirtæki. Lagt sé upp úr því að búnaðurinn sé notendavænn, úrvinnsla gagna víðtæk og sjónræn og til staðar á margvíslegum tækjum og auðveldi fólki þannig að vinna saman að verkefnum.Félagið hefur verið skráð í kauphallarkerfi Nasdaq frá árinu 2010. En þótt höfuðstöðvarnar séu í Bandaríkjunum þá sagði Hjálmar Gíslason í tilkynningu um söluna á Datamarket að Qlik héldi norrænum einkennum sínum og að engin skörun væri þar á fyrirtækjamenningu.2. og 3. sæti í Bestu viðskiptum ársins2 - Sala Hagamels á hlut í Högum Fjárfestarnir Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson seldu í febrúar hlut sinn í Högum, sem þeir áttu í gegnum félagið Hagamel, fyrir rúmlega 3,2 milljarða króna. Söluverð hlutarins var um fjórfalt kaupverð hans. Í Kjarnanum voru þeir félagar með þessu sagðir hafa innleyst mesta hagnað einkafjárfesta eftir bankahrun, en Hagar voru jafnframt fyrsta fyrirtækið sem skráð var í Kauphöllina eftir hrun. Rökstuðningur: „Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson seldu í febrúar 77 milljónir hluta í Högum á genginu 42. Þeir höfðu keypt hlutina í sama mánuði þremur árum áður á genginu 10. Markaðsverðmæti hlutarins sem þeir seldu var um 3,2 milljarðar króna en markaðsverð hlutarins var 770 milljónir þegar hann var keyptur. Þeir Árni og Hallbjörn fjórfölduðu því fjárfestingu sína.“3 - Samkomulag Landsbankans og slitastjórnar LBI um lánalengingu Samkomulag um lengingu á skilmálum skuldabréfa Landsbankans sem gefin voru út í október 2009 sem náðist í byrjun desembermánaðar er sagt fyrsta skrefið í afnámi fjármagnshafta. Samkomulagið felur í sér breytingar á greiðsluferli skuldabréfa að jafnvirði 226 milljarða króna og lengingu þeirra frá október 2018 til október 2026.Rökstuðningur: „Þarna var um að ræða gríðarlega mikilvægt skref í léttingu hafta – þó að höftum verði aldrei algjörlega aflétt með íslensku krónuna. Þetta samkomulag kemst á listann því sennilega er ekkert eitt sem er eins skaðlegt viðskiptalífinu og höftin.“ „Afborganir bankans til þrotabús gamla Landsbankans eru stór hluti af heildarendurgreiðslum erlendra lána þjóðarbúsins næstu árin. Með samkomulaginu virðist sem endurgreiðsluferill erlendra skulda sé í heild orðinn vel viðráðanlegur.“Annað sem var nefnt:Ferðaþjónustan á Íslandi í heild sinni „Ferðaþjónustan á Íslandi í heild sinni á rétt á því að verma toppsætið enda værum við Íslendingar í mjög slæmri stöðu ef vöxtur hennar og gjaldeyrissköpun væri ekki það sem hún er. Vaxtarverkirnir eru þó nokkrir og svört atvinnustarfsemi og gróðabrask skaða um stund ímynd ferðaþjónustunnar. En fagmennskan fer vaxandi og framtíðin er björt ef rétt er haldið á spilum.“Sala á kvóta og skipi Stálskipa „Hjónin í Stálskipum ákváðu að bregða búi fyrir aldurs sakir þegar þau seldu kvóta og skip fyrir um tíu milljarða króna. Söluhagnaður var gríðarlegur. Þau einbeita sér nú að fjárfestingum í fasteignum og rekstri innanlands.“Sala Framtakssjóðsins á Icelandair „Kaup Framtakssjóðs Íslands í Icelandair voru mikið gagnrýnd á sínum tíma og margir drógu framtíðarmöguleika félagsins í efa. Framtakssjóðurinn seldi síðasta hlut sinn í félaginu á árinu og var hagnaður af þessum viðskiptum ríflega 11 milljarðar.“Kaup Straums á fimmtungshlut í MP banka „Kaup Straums á lykilhlut í MP voru gerð í óþökk margra hluthafa MP banka. Þótt enn sé of snemmt að álykta um ágæti viðskiptanna virðist sem að Straumur hafi fengið bréfin langt undir innra virði hlutafjár MP banka. Straumur er óþægilegur meðeigandi sem mun þrýsta á nauðsynlega hagræðingu og aukna arðsemi innan íslenska bankakerfisins.“Salan á Promens „Segi það með blendnum hug þó. Þetta var líklega fín ávöxtun fyrir eigendurna, þ.e. Framtakssjóðinn og Landsbankann, en af yfirlýsingum stjórnenda félagsins að ráða hefðu þeir þó frekar kosið að ná að fjármagna félagið til frekari vaxtar, en reyndist það erfitt eða illmögulegt vegna fjármagnshafta.“Verðtryggð húsnæðislán „Hagfelld verðbólguþróun og leiðréttingarpakki stjórnvalda á leiðinni.“
Fréttir ársins 2014 Tengdar fréttir Ógagnsætt söluferli sagt valda Landsbankanum orðsporshnekki Flestir álitsgjafa Markaðarins hnutu um sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Leynd og ógagnsætt söluferli er sagt skaða bankann. Þá hvílir yfir skuggi samráðssektar sem lögð var á fyrirtæki á greiðslukortamarkaði. 27. desember 2014 07:00 Gjaldeyrishöftin töfðu söluferli Datamarket um fjóra mánuði Qlik, sem nýverið festi kaup á Datamarket, hyggur á umtalsverða fjárfestingu og eflingu starfsemi Datamarket hér á landi. Hjálmar Gíslason, stofnandi Datamarket og framkvæmdastjóri, stýrir samþættingu hugbúnaðar fyrirtækjanna sem fyrir dyrum stendur. 27. desember 2014 07:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Ógagnsætt söluferli sagt valda Landsbankanum orðsporshnekki Flestir álitsgjafa Markaðarins hnutu um sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Leynd og ógagnsætt söluferli er sagt skaða bankann. Þá hvílir yfir skuggi samráðssektar sem lögð var á fyrirtæki á greiðslukortamarkaði. 27. desember 2014 07:00
Gjaldeyrishöftin töfðu söluferli Datamarket um fjóra mánuði Qlik, sem nýverið festi kaup á Datamarket, hyggur á umtalsverða fjárfestingu og eflingu starfsemi Datamarket hér á landi. Hjálmar Gíslason, stofnandi Datamarket og framkvæmdastjóri, stýrir samþættingu hugbúnaðar fyrirtækjanna sem fyrir dyrum stendur. 27. desember 2014 07:00