Magdeburg komið aftur á beinu brautina með Geir í brúnni Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. desember 2014 06:00 Geir Sveinsson stýrði Magdeburg til sigurs í átta leikjum í röð í þýsku 1. deildinni áður en deildin fór í langt og gott HM-frí. vísir/Getty „Maður getur ekki annað en verið ánægður – þetta hefur gengið svo ljómandi vel að undanförnu,“ segir Geir Sveinsson, þjálfari Magdeburg í þýsku 1. deildinni í handbolta, í viðtali við Fréttablaðið um gengi liðsins á fyrri hluta leiktíðar. Geir er að gera frábæra hluti með liðið sem hann tók við síðasta sumar þegar hann var fenginn frá A1 Bregenz í Austurríki, en þetta mikla Íslendingalið og forna stórveldi í þýska boltanum fór í HM-fríið í fjórða sæti deildarinnar. Það er með 31 stig, stigi minna en Flensburg sem er sæti ofar. „Það er mjög ánægjulegt að vera í fjórða sætinu þó það sé auðvitað hellingur eftir. Deildin er mjög jöfn og liðin hafa sýnt að allir geta unnið alla,“ segir Geir.vísir/gettyLítill hópur gerir vel Magdeburg er á miklum skriði í deildinni og er búið að vinna átta leiki í röð. Í síðasta leik fyrir hlé vann það gríðarlega sterkan þriggja marka útisigur á Frisch Auf! Göppingen, liðinu í fimmta sæti, og sleit sig þannig sjö stigum frá Göppingen og er þar með átta stigum á undan Melsungen sem er einu sæti frá Evrópusæti. „Liðið hefur verið að spilast betur og betur til og náð góðum takti. Þegar lið finna taktinn geta svona hlutir farið í gang, en það eru ýmsir aðrir hlutir sem spila inn í,“ segir Geir um sigurhrinuna og heldur áfram: „Við höfum verið tiltölulega lausir við meiðsli og haldið hópnum þétt saman. Hann er ekki stór – byggist á þrettán leikmönnum – en hann er sterkur og góður.“ Geir segir nú komið að miklum óvissuþætti sem HM í handbolta er, en deildin hefst ekki aftur fyrr en 15. febrúar og mikið getur gerst á tveimur mánuðum. „Ég er með átta landsliðsmenn af þessum þrettán þannig maður getur ekkert annað en vonað að þeir komi heilir til baka. Maður þekkir þetta sjálfur, þetta er auðvitað mikið álag. En ég verð líka að hugsa um þá fimm sem verða hérna. Þeir fá sitt frí fram í janúar og svo þarf ég að fylgjast með þeim sem eru á HM; hvað þeir spila mikið og hvernig álagið er á þeim,“ segir Geir.vísir/gettyKomnir á beinu brautina Magdeburg er stórveldi í þýskum handbolta og á að baki tólf Þýskalandsmeistaratitla og hefur þrisvar sinnum unnið Meistaradeildina. Síðast vann það deildina og Meistaradeildina 2001 og 2002 með Alfreð Gíslason í brúnni og Ólaf Stefánsson sem sinn besta mann. Það drottnaði yfir þýskum handbolta á níunda áratug síðustu aldar og vann deildina átta sinnum á ellefu ára tímabili frá 1980-1991. Undanfarin ár hafa verið liðinu erfið, en það hefur mjakast rólega ofar í töflunni á hverju ári. „Þetta er lið með mikla hefð, en það er alveg ljóst að síðustu tíu ár hafa verið klúbbnum erfið; þá sérstaklega fjárhagslega vegna aðstæðna sem sköpuðust á sínum tíma. En menn hafa verið að vinna sig út úr þessu smátt og smátt. Klúbburinn er kominn á beinu brautina og nú er hægt að einbeita sér að handboltanum,“ segir Geir. Þrátt fyrir að menn hafi nú betri tök á peningahliðinni þýðir það ekki að Geir geti valið úr leikmönnum til að bæta við hópinn. „Nei, alls ekki. Þetta er ýmsum römmum háð og ekkert endalaust til af fjármagni. Það heldur ekkert allt gefið með peningum. Maður vill aðallega fá týpur sem passa í hópinn. Þú getur verið fljótur að eyðileggja góðan hóp með leikmanni sem passar ekki í hópinn þótt hann sé góður í handbolta. En við fáum tvo nýja leikmenn allavega fyrir næsta tímabil og svo er að sjá hvort eitthvað bætist við það.“vísir/gettyEvrópa freistar Eins og staðan er núna í þýsku 1. deildinni er Magdeburg mun nær Meistaradeildarsæti en að missa af sæti í EHF-bikarnum. Það hefur komið sér þægilega fyrir í Evrópubaráttunni. „Það er freistandi að horfa til Evrópukeppni á næsta tímabili en væntingarnar geta verið fljótar að fara upp á við og líka andskoti fljótar niður á við þegar eitthvað breytist. Við lögðum ekkert sérstakt upp fyrir tímabilið nema að gera betur en í fyrra sem var sjöunda sæti,“ segir Geir. „Við ætlum okkur bara að vinna sem flesta leiki og allt fyrir ofan sjöunda sæti er jákvætt. Við þurfum bara að ná aftur upp þessum dampi eftir fríið og halda áfram að hala inn stig. Það eru alveg 30 stig eftir í pottinum.“ Handbolti Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Tottenham henti Man City úr keppni Enski boltinn Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Sport Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Handbolti Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Enski boltinn Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Enski boltinn „Gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Veszprem vann fyrsta leik Arons en lítið gengur hjá Magdeburg Elvar Örn og Arnar Freyr á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Uppgjörið: HK - ÍR 37-31| HK vann botnslaginn Sjá meira
„Maður getur ekki annað en verið ánægður – þetta hefur gengið svo ljómandi vel að undanförnu,“ segir Geir Sveinsson, þjálfari Magdeburg í þýsku 1. deildinni í handbolta, í viðtali við Fréttablaðið um gengi liðsins á fyrri hluta leiktíðar. Geir er að gera frábæra hluti með liðið sem hann tók við síðasta sumar þegar hann var fenginn frá A1 Bregenz í Austurríki, en þetta mikla Íslendingalið og forna stórveldi í þýska boltanum fór í HM-fríið í fjórða sæti deildarinnar. Það er með 31 stig, stigi minna en Flensburg sem er sæti ofar. „Það er mjög ánægjulegt að vera í fjórða sætinu þó það sé auðvitað hellingur eftir. Deildin er mjög jöfn og liðin hafa sýnt að allir geta unnið alla,“ segir Geir.vísir/gettyLítill hópur gerir vel Magdeburg er á miklum skriði í deildinni og er búið að vinna átta leiki í röð. Í síðasta leik fyrir hlé vann það gríðarlega sterkan þriggja marka útisigur á Frisch Auf! Göppingen, liðinu í fimmta sæti, og sleit sig þannig sjö stigum frá Göppingen og er þar með átta stigum á undan Melsungen sem er einu sæti frá Evrópusæti. „Liðið hefur verið að spilast betur og betur til og náð góðum takti. Þegar lið finna taktinn geta svona hlutir farið í gang, en það eru ýmsir aðrir hlutir sem spila inn í,“ segir Geir um sigurhrinuna og heldur áfram: „Við höfum verið tiltölulega lausir við meiðsli og haldið hópnum þétt saman. Hann er ekki stór – byggist á þrettán leikmönnum – en hann er sterkur og góður.“ Geir segir nú komið að miklum óvissuþætti sem HM í handbolta er, en deildin hefst ekki aftur fyrr en 15. febrúar og mikið getur gerst á tveimur mánuðum. „Ég er með átta landsliðsmenn af þessum þrettán þannig maður getur ekkert annað en vonað að þeir komi heilir til baka. Maður þekkir þetta sjálfur, þetta er auðvitað mikið álag. En ég verð líka að hugsa um þá fimm sem verða hérna. Þeir fá sitt frí fram í janúar og svo þarf ég að fylgjast með þeim sem eru á HM; hvað þeir spila mikið og hvernig álagið er á þeim,“ segir Geir.vísir/gettyKomnir á beinu brautina Magdeburg er stórveldi í þýskum handbolta og á að baki tólf Þýskalandsmeistaratitla og hefur þrisvar sinnum unnið Meistaradeildina. Síðast vann það deildina og Meistaradeildina 2001 og 2002 með Alfreð Gíslason í brúnni og Ólaf Stefánsson sem sinn besta mann. Það drottnaði yfir þýskum handbolta á níunda áratug síðustu aldar og vann deildina átta sinnum á ellefu ára tímabili frá 1980-1991. Undanfarin ár hafa verið liðinu erfið, en það hefur mjakast rólega ofar í töflunni á hverju ári. „Þetta er lið með mikla hefð, en það er alveg ljóst að síðustu tíu ár hafa verið klúbbnum erfið; þá sérstaklega fjárhagslega vegna aðstæðna sem sköpuðust á sínum tíma. En menn hafa verið að vinna sig út úr þessu smátt og smátt. Klúbburinn er kominn á beinu brautina og nú er hægt að einbeita sér að handboltanum,“ segir Geir. Þrátt fyrir að menn hafi nú betri tök á peningahliðinni þýðir það ekki að Geir geti valið úr leikmönnum til að bæta við hópinn. „Nei, alls ekki. Þetta er ýmsum römmum háð og ekkert endalaust til af fjármagni. Það heldur ekkert allt gefið með peningum. Maður vill aðallega fá týpur sem passa í hópinn. Þú getur verið fljótur að eyðileggja góðan hóp með leikmanni sem passar ekki í hópinn þótt hann sé góður í handbolta. En við fáum tvo nýja leikmenn allavega fyrir næsta tímabil og svo er að sjá hvort eitthvað bætist við það.“vísir/gettyEvrópa freistar Eins og staðan er núna í þýsku 1. deildinni er Magdeburg mun nær Meistaradeildarsæti en að missa af sæti í EHF-bikarnum. Það hefur komið sér þægilega fyrir í Evrópubaráttunni. „Það er freistandi að horfa til Evrópukeppni á næsta tímabili en væntingarnar geta verið fljótar að fara upp á við og líka andskoti fljótar niður á við þegar eitthvað breytist. Við lögðum ekkert sérstakt upp fyrir tímabilið nema að gera betur en í fyrra sem var sjöunda sæti,“ segir Geir. „Við ætlum okkur bara að vinna sem flesta leiki og allt fyrir ofan sjöunda sæti er jákvætt. Við þurfum bara að ná aftur upp þessum dampi eftir fríið og halda áfram að hala inn stig. Það eru alveg 30 stig eftir í pottinum.“
Handbolti Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Tottenham henti Man City úr keppni Enski boltinn Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Sport Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Handbolti Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Enski boltinn Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Enski boltinn „Gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Veszprem vann fyrsta leik Arons en lítið gengur hjá Magdeburg Elvar Örn og Arnar Freyr á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Uppgjörið: HK - ÍR 37-31| HK vann botnslaginn Sjá meira
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn