Enski boltinn

Rojo refsað fyrir að reyna komast til United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Argentínski varnarmaðurinn Marcos Rojo á yfir höfði sér refsingu hjá félagsliði sínu Sporting í Portúgal vegna hegðan sinnar undanfarna daga.

Rojo vill ólmur komast til Manchester United og skilaði inn félagaskiptabeiðni á dögunum til þess að flýta fyrir kaupunum.

Hann fær aftur á móti ekki að fara, heldur einungis skömm í hattinn líkt og liðsfélagi hans Islam Slimani sem er einnig lentur upp á kant við yfirmenn félagsins.

Sporting ætlar ekki að bugast undan pressu leikmannanna og hafa látið Rojo og Slimani vita að svona ófagmannleg hegðun verður ekki liðin.

„Báðir leikmenn tóku ákvörðun sem þeim verður refsað fyrir. Þeir verða samt ekki sendir í B-liðið,“ sagði Bruno de Carvalho, forseti félagsins, í viðtali við sjónvarpsstöð Sporting.

„Ekki nota fjölmiðlanna, verið fagmannlegir. Þessir leikmenn verða siðaðir til. Þeir fá ekki að spila á laugardaginn, en ef þeir vilja mega þeir horfa á leikinn heima hjá sér.“

Marcos Rojo var byrjunarliðsmaður í argentínska landsliðinu sem komst í úrslitaleik HM. Louis van Gaal leitar að hjálp í vörnina fyrir komandi tímabil, en Rojo er örvfættur og getur bæði leyst stöðu miðvarðar og vinstri bakvarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×