Bandarísku flugfélögin Delta og U.S. Air hafa frestað flugum til ísraelsku borgarinnar Tel Aviv eftir að eldflaug lenti nærri Ben Guiron-flugvelli fyrr í dag.
Að sögn AP segir að vél Delta frá New York var á flugi yfir austanvert Miðjarðarhafi þegar ákveðið var að snúa henni við og lenda í París. 300 manns voru um borð í vélinni.
Flugfélög og flugfarþegar eru margir sérstaklega uggandi vegna atburða síðustu viku þar sem MH17 vél Malaysia Airlines var skotin niður þegar hún flaug yfir austurhluta Úkraínu á leið sinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur.
Flugfélög fresta flugferðum til Tel Aviv
Atli Ísleifsson skrifar
