Fótbolti

Kólumbískur lögmaður kærir FIFA

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Eitt af vitnum Aurelio Jimenez, James Rodríguez, leikmaður kólumbíska landsliðsins.
Eitt af vitnum Aurelio Jimenez, James Rodríguez, leikmaður kólumbíska landsliðsins. Vísir/Getty
Aurelio Jimenez, kólumbískur lögmaður hefur höfðað mál á hendur alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, vegna slakrar dómgæslu á Heimsmeistaramótinu og krefst hann 800 milljóna punda í skaðabætur.

Jimenez var ósáttur með dómara leiksins í leik Brasilíu og Kólumbíu í 8-liða úrslitunum en hann þurfti að leitast læknishjálpar eftir leikinn vegna óreglulegs hjartsláttar.

Jimenez staðfesti í samtali við BBC að hann ætlaði að höfða málið og að hann væri fullviss um að hann myndi vinna málið fyrir framan dómstólum en hann segist hafa vitnisburð meðal annars Pele, Maradona og James Rodríguez.

„Ég ákvað að kæra knattspyrnusambandið fyrir kólumbískum dómstólum þar sem það var augljóst á mótinu að það voru margir dómar vitlausir. Þetta hafði slæm áhrif á íbúa fjöldan allra landa, þar á meðal í Kólumbíu, Síle, Úrúgvæ, Englandi, Úrúgvæ, Mexíkó og Kosta Ríka.“

Að lokum tilkynnti Jimenez hvað peningurinn myndi fara í en hann segist ætla að gefa hann til þess að bæta lífsskilyrði kólumbískra barna. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×