Stjórnarmaður DV: Fjandsamleg yfirtaka ekki í aðsigi Bjarki Ármannsson skrifar 15. ágúst 2014 16:26 Frá húsnæði DV við Tryggvagötu. Vísir/Pjetur Þorsteinn Guðnason, stjórnarmaður DV, telur að ásakanir um að fjandsamleg yfirtaka á miðlinum sé í aðsigi „furðulegar.“ Hann telur að starfsmannafélag DV, sem lýsti fyrr í dag yfir áhyggjum sínum af framtíð miðilsins vegna væringa um eignarhald félagsins, búi yfir röngum upplýsingum um eignarhald blaðsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu sem Þorsteinn sendi frá sér í dag. Hann segir ekkert annað standa til en að efla blaðið og tekur undir að mikilvægt sé að standa vörð um óháða og frjálsa fjölmiðlun. Yfirlýsingin í heild sinni er birt hér:Vegna fréttaflutnings undanfarinna daga og furðulegra ásakana um að í aðsigi sé fjandsamleg yfirtaka á DV, vil ég sem formaður á síðasta fundi stjórnar taka eftirfarandi fram:1. Allt tal um fjandsamlega yfirtöku er úr lausi lofti gripið. Ég gerðist stjórnarformaður DV meðal annars fyrir orð Reynis Traustasonar ritstjóra blaðsins og hef lagt til þess umtalsverða fjármuni sem hluthafi og lánveitandi. Upphaf þessa má rekja til þess að stjórnendur blaðsins töldu stefna í gjaldþrot og leituðu eftir fjármögnun og nýju hlutafé til að koma í veg fyrir slíkt. Við því var orðið og hafa umtalsverðir fjármunir verið settir í rekstur DV undanfarna mánuði og misseri.2. Um skeið hefur verið ljóst, að núverandi stjórn DV endurspeglaði ekki raunverulega eigendur fyrirtækisins. Ég lét þá skoðun í ljós á síðasta stjórnarfundi, sagði þáverandi stjórn óstarfhæfa og lagði til hluthafafund til að endurskipa í stjórn í samræmi við rétt eignarhlutföll og sleit svo fundi. Eftir að ég vék af fundinum var annar kosinn í minn stað sem stjórnarformaður. Lögmaður meirihlutaeigenda DV hefur komið því á framfæri við stjórn að engar meiriháttar ákvarðanir verði teknar fram að aðalfundi síðar í mánuðinum.3. Starfsmenn DV sendu frá sér yfirlýsingu í dag, þar sem þeir segjast óttast fjandsamlega yfirtöku. Ljóst er að þeim hafa verið gefnar rangar upplýsingar um eignarhald blaðsins. Ég get fullvissað starfsmenn blaðsins um að ekki stendur til neitt annað en að efla það á næstunni og að rekstur DV stendur styrkum fótum, m.a. fyrir tilstilli aðgerða sem hluthafar blaðsins hafa ráðist í á undanförnum misserum. Ég tek undir með starfsmönnum DV um mikilvægi þess að standa áfram vörð um óháða og frjálsa fjölmiðlun. Tengdar fréttir Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00 Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Þorsteinn Guðnason, stjórnarmaður DV, telur að ásakanir um að fjandsamleg yfirtaka á miðlinum sé í aðsigi „furðulegar.“ Hann telur að starfsmannafélag DV, sem lýsti fyrr í dag yfir áhyggjum sínum af framtíð miðilsins vegna væringa um eignarhald félagsins, búi yfir röngum upplýsingum um eignarhald blaðsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu sem Þorsteinn sendi frá sér í dag. Hann segir ekkert annað standa til en að efla blaðið og tekur undir að mikilvægt sé að standa vörð um óháða og frjálsa fjölmiðlun. Yfirlýsingin í heild sinni er birt hér:Vegna fréttaflutnings undanfarinna daga og furðulegra ásakana um að í aðsigi sé fjandsamleg yfirtaka á DV, vil ég sem formaður á síðasta fundi stjórnar taka eftirfarandi fram:1. Allt tal um fjandsamlega yfirtöku er úr lausi lofti gripið. Ég gerðist stjórnarformaður DV meðal annars fyrir orð Reynis Traustasonar ritstjóra blaðsins og hef lagt til þess umtalsverða fjármuni sem hluthafi og lánveitandi. Upphaf þessa má rekja til þess að stjórnendur blaðsins töldu stefna í gjaldþrot og leituðu eftir fjármögnun og nýju hlutafé til að koma í veg fyrir slíkt. Við því var orðið og hafa umtalsverðir fjármunir verið settir í rekstur DV undanfarna mánuði og misseri.2. Um skeið hefur verið ljóst, að núverandi stjórn DV endurspeglaði ekki raunverulega eigendur fyrirtækisins. Ég lét þá skoðun í ljós á síðasta stjórnarfundi, sagði þáverandi stjórn óstarfhæfa og lagði til hluthafafund til að endurskipa í stjórn í samræmi við rétt eignarhlutföll og sleit svo fundi. Eftir að ég vék af fundinum var annar kosinn í minn stað sem stjórnarformaður. Lögmaður meirihlutaeigenda DV hefur komið því á framfæri við stjórn að engar meiriháttar ákvarðanir verði teknar fram að aðalfundi síðar í mánuðinum.3. Starfsmenn DV sendu frá sér yfirlýsingu í dag, þar sem þeir segjast óttast fjandsamlega yfirtöku. Ljóst er að þeim hafa verið gefnar rangar upplýsingar um eignarhald blaðsins. Ég get fullvissað starfsmenn blaðsins um að ekki stendur til neitt annað en að efla það á næstunni og að rekstur DV stendur styrkum fótum, m.a. fyrir tilstilli aðgerða sem hluthafar blaðsins hafa ráðist í á undanförnum misserum. Ég tek undir með starfsmönnum DV um mikilvægi þess að standa áfram vörð um óháða og frjálsa fjölmiðlun.
Tengdar fréttir Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00 Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00
Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51