Menning

Leysa orku úr læðingi

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Sigurður Magnússon, framleiðslustjóri Urta Islandica, að ganga frá græjum.
Sigurður Magnússon, framleiðslustjóri Urta Islandica, að ganga frá græjum. Mynd/Hlynur
„Sýningin samanstendur af myndlist, gjörningum, vöruhönnun, matvælaiðnaði og verslun,“ segir Hlynur F. Þormóðsson hjá Listasafni Akureyrar um sýningu sem verður opnuð í Ketilhúsinu á morgun klukkan 15.

Hann segir tilganginn þann að skoða samlegðaráhrif þessara ólíku sviða og þá orku sem losnar úr læðingi þegar skapandi greinar á borð við myndlist komast í tæri við fjármagn sem tengist viðskiptalífinu – og öfugt.

Enda heitir sýningin Urta Islandica ehf. – Skapandi greinar. Hún stendur til 21. september og verður opin alla daga nema mánudaga milli 10 og 17 til að byrja með.

Sýningarstjóri er Þóra Þórisdóttir myndlistar- og athafnakona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×