Lögreglan glímdi við nakinn mann á bílþaki - myndband Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. mars 2014 11:44 Hér má sjá lögregluna eiga við manninn í gær. Vísir/Skjáskot „Við komum keyrandi inn eftir Hringbrautinni og þá stendur maðurinn þarna nakinn á miðri götunni, hann gengur upp á bílinn minn og byrjar að hossast á þakinu,“ segir Hafdís Ólafsdóttir, sem lenti í óvenjulegri uppákomi í gærkvöldi þegar nakinn maður klifaðraði upp á bíl hennar. Atvikið gerðist á gatnamótum Hringbrautar og Ljósvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur á áttunda tímanum í gærkvöldi. „Hann stóð með hendur úti á miðri götunni og ég varð hreinlega að stoppa. Hann lagði hendurnar á húddið, klifraði upp á toppinn á bílnum, reif loftnetið af bílnum og byrjaði að sveifla því,“ útskýrir Hafdís. Hafdís segir umferð hafa stoppað og marga fylgst með atvikinu. „Við hringdum strax á lögregluna. Aðrir vegfarendur voru í viðbragðsstöðu og einn maður var kominn þarna að og sagði okkur að læsa öllum hurðum, sem við gerðum,“ segir Hafdís.Lögreglan fljót á vettvang „Mér skilst að fullt af fólki hafi einnig hringt í lögregluna. Lögreglumennirnir voru mjög fljótir að bregðast við, voru komnir þarna á innan við fimm mínútum,“ segir Hafdís. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá tvo lögreglumenn fjarlæga manninn af þaki bíls Hafdísar. Maðurinn sveiflar loftnetinu sem hann reif af bílnum í átt að lögreglumönnum. Lögreglan beitti pipargasi til að yfirbuga manninn sem er svo komið fyrir í framsæti bifreiðarinnar. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá svör hjá lögreglu um vinnubrögðin við handtökuna í gærkvöldi en engin svör fengið. Í almennri tilkynningu frá lögreglunni frá því í morgun kemur fram hún hafi svarað kalli um nakinn mann sem stöðvaði umferð á Hringbraut. Þegar lögregluna hafi borið að garði hafi komið í ljós að nokkrir bílar hefðu orðið fyrir skemmdum. Lögreglan mat sem svo að maðurinn sýndi henni mótþróa, handtók manninn og færði á lögreglustöð. Í kjölfarið hafi hann verið vistaður á viðeigandi stofnun eins og segir í tilkynningunni.Talaði erlent tungumál eða tungum Hafdís segir manninn hafa talað eitthvað erlent tungumál. „Ég skildi hann ekki. Hann var annaðhvort að tala erlent tungumál eða tala tungum,“ segir Hafdís. Bíll Hafdísar er skemmdur eftir uppákomuna. „Ég hélt fyrst að toppurinn hefði eingögnu orðið fyrir skemmdum, en svo kom í ljós að húddið er líka talsvert skemmt,“ útskýrir Hafdís. Hafdís hefur kært manninn til lögreglu vegna tjónsins. Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
„Við komum keyrandi inn eftir Hringbrautinni og þá stendur maðurinn þarna nakinn á miðri götunni, hann gengur upp á bílinn minn og byrjar að hossast á þakinu,“ segir Hafdís Ólafsdóttir, sem lenti í óvenjulegri uppákomi í gærkvöldi þegar nakinn maður klifaðraði upp á bíl hennar. Atvikið gerðist á gatnamótum Hringbrautar og Ljósvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur á áttunda tímanum í gærkvöldi. „Hann stóð með hendur úti á miðri götunni og ég varð hreinlega að stoppa. Hann lagði hendurnar á húddið, klifraði upp á toppinn á bílnum, reif loftnetið af bílnum og byrjaði að sveifla því,“ útskýrir Hafdís. Hafdís segir umferð hafa stoppað og marga fylgst með atvikinu. „Við hringdum strax á lögregluna. Aðrir vegfarendur voru í viðbragðsstöðu og einn maður var kominn þarna að og sagði okkur að læsa öllum hurðum, sem við gerðum,“ segir Hafdís.Lögreglan fljót á vettvang „Mér skilst að fullt af fólki hafi einnig hringt í lögregluna. Lögreglumennirnir voru mjög fljótir að bregðast við, voru komnir þarna á innan við fimm mínútum,“ segir Hafdís. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá tvo lögreglumenn fjarlæga manninn af þaki bíls Hafdísar. Maðurinn sveiflar loftnetinu sem hann reif af bílnum í átt að lögreglumönnum. Lögreglan beitti pipargasi til að yfirbuga manninn sem er svo komið fyrir í framsæti bifreiðarinnar. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá svör hjá lögreglu um vinnubrögðin við handtökuna í gærkvöldi en engin svör fengið. Í almennri tilkynningu frá lögreglunni frá því í morgun kemur fram hún hafi svarað kalli um nakinn mann sem stöðvaði umferð á Hringbraut. Þegar lögregluna hafi borið að garði hafi komið í ljós að nokkrir bílar hefðu orðið fyrir skemmdum. Lögreglan mat sem svo að maðurinn sýndi henni mótþróa, handtók manninn og færði á lögreglustöð. Í kjölfarið hafi hann verið vistaður á viðeigandi stofnun eins og segir í tilkynningunni.Talaði erlent tungumál eða tungum Hafdís segir manninn hafa talað eitthvað erlent tungumál. „Ég skildi hann ekki. Hann var annaðhvort að tala erlent tungumál eða tala tungum,“ segir Hafdís. Bíll Hafdísar er skemmdur eftir uppákomuna. „Ég hélt fyrst að toppurinn hefði eingögnu orðið fyrir skemmdum, en svo kom í ljós að húddið er líka talsvert skemmt,“ útskýrir Hafdís. Hafdís hefur kært manninn til lögreglu vegna tjónsins.
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira