Gunnar Bragi utanríkisráðherra á leið til Úkraínu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 21. mars 2014 09:00 Gunnar Bragi Sveinsson Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra heldur til Úkraínu í dag þar sem hann verður í opinberri heimsókn fram á sunnudag. Mun hann eiga samtal við yfirvöld þar í landi um ástandið á Krímskaga. Fyrirhugað er að Gunnar eigi fund með Andrii Deshchytsia, utanríkisráðherra Úkraínu, ásamt því sem hann mun heimsækja úkraínska þingið þar sem hann hittir þingmenn landsins. Einnig er fyrirhugað að heimsækja Maidan-torgið í Kænugarði. „Við höfum fordæmt Rússa fyrir framferði þeirra en það er líka mikilvægt að ræða við úkraínsk stjórnvöld um hagsmuni íbúa landsins,“ sagði Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður Gunnars, í samtali við Fréttablaðið. Gunnar staðfesti í gær þvingunaraðgerðir gegn rússneskum og úkraínskum einstaklingum sem tengjast aðgerðum Rússa á Krímskaga. Um leið fordæmdi hann innlimun Rússlands á Krímskaga og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um ólögmæti atkvæðagreiðslunnar sem fór fram 16. mars um að svæðið skyldi verða hluti af Rússlandi. Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins segir að í ljósi þeirrar stöðu sem upp sé komin á Krímskaga hafi EFTA-ríkin ákveðið á þriðjudag að slá á frest frekari viðræðum við tollabandalag Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans um fríverslun. Með Gunnari í ferðinni eru, auk Sunnu, Urður Gunnarsdóttir fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Þá eru einnig tveir starfsmenn alþjóða- og öryggisskrifstofu ráðuneytisins með í för. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra heldur til Úkraínu í dag þar sem hann verður í opinberri heimsókn fram á sunnudag. Mun hann eiga samtal við yfirvöld þar í landi um ástandið á Krímskaga. Fyrirhugað er að Gunnar eigi fund með Andrii Deshchytsia, utanríkisráðherra Úkraínu, ásamt því sem hann mun heimsækja úkraínska þingið þar sem hann hittir þingmenn landsins. Einnig er fyrirhugað að heimsækja Maidan-torgið í Kænugarði. „Við höfum fordæmt Rússa fyrir framferði þeirra en það er líka mikilvægt að ræða við úkraínsk stjórnvöld um hagsmuni íbúa landsins,“ sagði Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður Gunnars, í samtali við Fréttablaðið. Gunnar staðfesti í gær þvingunaraðgerðir gegn rússneskum og úkraínskum einstaklingum sem tengjast aðgerðum Rússa á Krímskaga. Um leið fordæmdi hann innlimun Rússlands á Krímskaga og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um ólögmæti atkvæðagreiðslunnar sem fór fram 16. mars um að svæðið skyldi verða hluti af Rússlandi. Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins segir að í ljósi þeirrar stöðu sem upp sé komin á Krímskaga hafi EFTA-ríkin ákveðið á þriðjudag að slá á frest frekari viðræðum við tollabandalag Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans um fríverslun. Með Gunnari í ferðinni eru, auk Sunnu, Urður Gunnarsdóttir fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Þá eru einnig tveir starfsmenn alþjóða- og öryggisskrifstofu ráðuneytisins með í för.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira