Menning

Diddú og Guðrún Gísla gestir Jónasar

 Samstarf Diddúar og Jónasar hefur varað í fjölda ára.
Samstarf Diddúar og Jónasar hefur varað í fjölda ára. Fréttablaðið/GVA
Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona og Guðrún Gísladóttir leikkona verða gestir Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara á morgun, sunnudag í Salnum klukkan 20.

Þau halda fimmtu tónleikana í röðinni Við slaghörpuna í hálfa öld og eru þeir lokahnykkurinn á hinni rausnarlegu afmælishátíð Jónasar.

Diddú syngur, Guðrún flytur íslensku ljóðin og þýðingar Reynis Axelssonar á erlendu ljóðunum. Sjálfur situr Jónas við slaghörpuna.

Fyrri tónleikar raðarinnar hafa verið í hádeginu en þessir eru ívið lengri og verða því að kvöldi til, eða klukkan 20.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.