Blaðamenn DV harma orð Björns Leifssonar Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2014 16:22 Blaðamenn á DV segjast hafa þungar áhyggjur af framtíð fjölmiðilsins þar sem ekki liggi nákvæmlega fyrir hvaða aðilar eru á bak við uppkaup á hlutafé í félaginu. Vísir/Pjetur Blaðamenn á DV harma orð Björns Leifssonar, eiganda World Class um blaðið og ritstjóra þess. Í yfirlýsingu frá blaðamönnum segjast þeir undirstrika mikilvægi þess að fjölmiðillinn verði áfram frjáls og óháður og að ekki verði vegið að ritstjórnarlegu sjálfstæði þeirra þrátt fyrir yfirvofandi breytingar á eignarhaldi og stjórn útgáfufélagsins. „Blaðamenn á DV hafa þungar áhyggjur af framtíð fjölmiðilsins þar sem ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða aðilar eru á bak við uppkaup á hlutafé í félaginu. Blaðamenn á DV sendu frá sér yfirlýsingu um miðjan mánuðinn þar sem áhyggjum af ritstjórnarlegu sjálfstæði var lýst og eru þær áhyggjur áréttaðar enn frekar með þessari yfirlýsingu. Tilkynningin er meðal annars send út nú þar sem fyrir liggur að einn aðili, Björn Leifsson, sem keypt hefur hlutafé í DV á síðustu dögum, hefur gefið það út að tilgangurinn með kaupunum sé að hann vilji „taka þátt í að hefja blaðið að nýju til vegs og virðingar í samfélaginu“. Liður í þessari viðleitni Björns er að skipta um ritstjóra á DV og sagði hann orðrétt við fjölmiðla: „Ef ég get haft einhver áhrif á það að koma Reyni Traustasyni frá þá er það hið besta mál. Hann er stórhættulegur mannorðsmorðingi.“ Orð Björns benda til þess að hann sé ekki sáttur við núverandi ritstjórnarstefnu blaðsins og vilji hafa áhrif á hana í gegnum eignarhald sitt á útgáfufélaginu. Þá benda orð Björns til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins. Blaðamenn DV harma þessi ummæli Björns og mótmæla þeim. Í fyrsta lagi þykir okkur ekki við hæfi að nýir hluthafar í útgáfufélaginu gefi það út að þeir séu ósáttir við ritstjórnarstefnu blaðsins og vilji breyta henni í gegnum eigendavald sitt. Þau orð ein og sér gefa blaðamönnum tilefni til að óttast að vegið verði að sjálfstæði ritstjórnarinnar í kjölfar breytts eignarhalds. Í öðru lagi er ekki boðlegt að nýr hluthafi í DV ehf. fjárfesti í fjölmiðlinum til þess eins að losna við ritstjórann og gefi það út blákalt að það sé ein ástæða fjárfestingarinnar. Þau orð Björns gefa tilefni til að óttast að nýir hluthafar í DV komi ekki til með að virða ritstjórnarlegt sjálfstæði blaðamanna á fjölmiðlinum,“ segir í yfirlýsingunni. Tengdar fréttir Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14 Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Blaðamenn á DV harma orð Björns Leifssonar, eiganda World Class um blaðið og ritstjóra þess. Í yfirlýsingu frá blaðamönnum segjast þeir undirstrika mikilvægi þess að fjölmiðillinn verði áfram frjáls og óháður og að ekki verði vegið að ritstjórnarlegu sjálfstæði þeirra þrátt fyrir yfirvofandi breytingar á eignarhaldi og stjórn útgáfufélagsins. „Blaðamenn á DV hafa þungar áhyggjur af framtíð fjölmiðilsins þar sem ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða aðilar eru á bak við uppkaup á hlutafé í félaginu. Blaðamenn á DV sendu frá sér yfirlýsingu um miðjan mánuðinn þar sem áhyggjum af ritstjórnarlegu sjálfstæði var lýst og eru þær áhyggjur áréttaðar enn frekar með þessari yfirlýsingu. Tilkynningin er meðal annars send út nú þar sem fyrir liggur að einn aðili, Björn Leifsson, sem keypt hefur hlutafé í DV á síðustu dögum, hefur gefið það út að tilgangurinn með kaupunum sé að hann vilji „taka þátt í að hefja blaðið að nýju til vegs og virðingar í samfélaginu“. Liður í þessari viðleitni Björns er að skipta um ritstjóra á DV og sagði hann orðrétt við fjölmiðla: „Ef ég get haft einhver áhrif á það að koma Reyni Traustasyni frá þá er það hið besta mál. Hann er stórhættulegur mannorðsmorðingi.“ Orð Björns benda til þess að hann sé ekki sáttur við núverandi ritstjórnarstefnu blaðsins og vilji hafa áhrif á hana í gegnum eignarhald sitt á útgáfufélaginu. Þá benda orð Björns til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins. Blaðamenn DV harma þessi ummæli Björns og mótmæla þeim. Í fyrsta lagi þykir okkur ekki við hæfi að nýir hluthafar í útgáfufélaginu gefi það út að þeir séu ósáttir við ritstjórnarstefnu blaðsins og vilji breyta henni í gegnum eigendavald sitt. Þau orð ein og sér gefa blaðamönnum tilefni til að óttast að vegið verði að sjálfstæði ritstjórnarinnar í kjölfar breytts eignarhalds. Í öðru lagi er ekki boðlegt að nýr hluthafi í DV ehf. fjárfesti í fjölmiðlinum til þess eins að losna við ritstjórann og gefi það út blákalt að það sé ein ástæða fjárfestingarinnar. Þau orð Björns gefa tilefni til að óttast að nýir hluthafar í DV komi ekki til með að virða ritstjórnarlegt sjálfstæði blaðamanna á fjölmiðlinum,“ segir í yfirlýsingunni.
Tengdar fréttir Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14 Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14
Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“