Blaðamenn DV harma orð Björns Leifssonar Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2014 16:22 Blaðamenn á DV segjast hafa þungar áhyggjur af framtíð fjölmiðilsins þar sem ekki liggi nákvæmlega fyrir hvaða aðilar eru á bak við uppkaup á hlutafé í félaginu. Vísir/Pjetur Blaðamenn á DV harma orð Björns Leifssonar, eiganda World Class um blaðið og ritstjóra þess. Í yfirlýsingu frá blaðamönnum segjast þeir undirstrika mikilvægi þess að fjölmiðillinn verði áfram frjáls og óháður og að ekki verði vegið að ritstjórnarlegu sjálfstæði þeirra þrátt fyrir yfirvofandi breytingar á eignarhaldi og stjórn útgáfufélagsins. „Blaðamenn á DV hafa þungar áhyggjur af framtíð fjölmiðilsins þar sem ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða aðilar eru á bak við uppkaup á hlutafé í félaginu. Blaðamenn á DV sendu frá sér yfirlýsingu um miðjan mánuðinn þar sem áhyggjum af ritstjórnarlegu sjálfstæði var lýst og eru þær áhyggjur áréttaðar enn frekar með þessari yfirlýsingu. Tilkynningin er meðal annars send út nú þar sem fyrir liggur að einn aðili, Björn Leifsson, sem keypt hefur hlutafé í DV á síðustu dögum, hefur gefið það út að tilgangurinn með kaupunum sé að hann vilji „taka þátt í að hefja blaðið að nýju til vegs og virðingar í samfélaginu“. Liður í þessari viðleitni Björns er að skipta um ritstjóra á DV og sagði hann orðrétt við fjölmiðla: „Ef ég get haft einhver áhrif á það að koma Reyni Traustasyni frá þá er það hið besta mál. Hann er stórhættulegur mannorðsmorðingi.“ Orð Björns benda til þess að hann sé ekki sáttur við núverandi ritstjórnarstefnu blaðsins og vilji hafa áhrif á hana í gegnum eignarhald sitt á útgáfufélaginu. Þá benda orð Björns til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins. Blaðamenn DV harma þessi ummæli Björns og mótmæla þeim. Í fyrsta lagi þykir okkur ekki við hæfi að nýir hluthafar í útgáfufélaginu gefi það út að þeir séu ósáttir við ritstjórnarstefnu blaðsins og vilji breyta henni í gegnum eigendavald sitt. Þau orð ein og sér gefa blaðamönnum tilefni til að óttast að vegið verði að sjálfstæði ritstjórnarinnar í kjölfar breytts eignarhalds. Í öðru lagi er ekki boðlegt að nýr hluthafi í DV ehf. fjárfesti í fjölmiðlinum til þess eins að losna við ritstjórann og gefi það út blákalt að það sé ein ástæða fjárfestingarinnar. Þau orð Björns gefa tilefni til að óttast að nýir hluthafar í DV komi ekki til með að virða ritstjórnarlegt sjálfstæði blaðamanna á fjölmiðlinum,“ segir í yfirlýsingunni. Tengdar fréttir Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14 Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira
Blaðamenn á DV harma orð Björns Leifssonar, eiganda World Class um blaðið og ritstjóra þess. Í yfirlýsingu frá blaðamönnum segjast þeir undirstrika mikilvægi þess að fjölmiðillinn verði áfram frjáls og óháður og að ekki verði vegið að ritstjórnarlegu sjálfstæði þeirra þrátt fyrir yfirvofandi breytingar á eignarhaldi og stjórn útgáfufélagsins. „Blaðamenn á DV hafa þungar áhyggjur af framtíð fjölmiðilsins þar sem ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða aðilar eru á bak við uppkaup á hlutafé í félaginu. Blaðamenn á DV sendu frá sér yfirlýsingu um miðjan mánuðinn þar sem áhyggjum af ritstjórnarlegu sjálfstæði var lýst og eru þær áhyggjur áréttaðar enn frekar með þessari yfirlýsingu. Tilkynningin er meðal annars send út nú þar sem fyrir liggur að einn aðili, Björn Leifsson, sem keypt hefur hlutafé í DV á síðustu dögum, hefur gefið það út að tilgangurinn með kaupunum sé að hann vilji „taka þátt í að hefja blaðið að nýju til vegs og virðingar í samfélaginu“. Liður í þessari viðleitni Björns er að skipta um ritstjóra á DV og sagði hann orðrétt við fjölmiðla: „Ef ég get haft einhver áhrif á það að koma Reyni Traustasyni frá þá er það hið besta mál. Hann er stórhættulegur mannorðsmorðingi.“ Orð Björns benda til þess að hann sé ekki sáttur við núverandi ritstjórnarstefnu blaðsins og vilji hafa áhrif á hana í gegnum eignarhald sitt á útgáfufélaginu. Þá benda orð Björns til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins. Blaðamenn DV harma þessi ummæli Björns og mótmæla þeim. Í fyrsta lagi þykir okkur ekki við hæfi að nýir hluthafar í útgáfufélaginu gefi það út að þeir séu ósáttir við ritstjórnarstefnu blaðsins og vilji breyta henni í gegnum eigendavald sitt. Þau orð ein og sér gefa blaðamönnum tilefni til að óttast að vegið verði að sjálfstæði ritstjórnarinnar í kjölfar breytts eignarhalds. Í öðru lagi er ekki boðlegt að nýr hluthafi í DV ehf. fjárfesti í fjölmiðlinum til þess eins að losna við ritstjórann og gefi það út blákalt að það sé ein ástæða fjárfestingarinnar. Þau orð Björns gefa tilefni til að óttast að nýir hluthafar í DV komi ekki til með að virða ritstjórnarlegt sjálfstæði blaðamanna á fjölmiðlinum,“ segir í yfirlýsingunni.
Tengdar fréttir Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14 Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira
Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14
Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27