Enski boltinn

Balotelli klár í slaginn gegn Tottenham

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mario Balotelli á æfingu Liverpoo.
Mario Balotelli á æfingu Liverpoo. vísir/getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði á blaðamannafundi í morgun að Mario Balotelli væri í klár í slaginn fyrir leikinn gegn Tottenham um helgina og þar gæti hann spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið.

Balotelli gekk í raðir Liverpool frá AC Milan á mánudaginn, en Liverpool borgaði 16 milljónir punda fyrir framherjann sem áður hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni með Manchester City.

Hann var í stúkunni á sínum gamla heimavelli á mánudagskvöldið þegar Liverpool tapaði, 3-1, fyrir Englandsmeisturum City, en nú er hann kominn af stað með Liverpool og er klár í leikinn á sunnudaginn.

„Hann verður klár fyrir helgina. Hann er búinn að spila þrisvar sinnum 45 mínútur á undirbúningstímabilinu og er því ekki í sínu besta formi, en hann lítur vel út,“ sagði Rodgers.

„Við erum búnir að skoða hann vel. Sjúkraliðið og íþróttafræðingarnir eru að vinna með hann og hann er í virkilega góðu standi. Hann getur spilað um helgina,“ sagði Brendan Rodgers.


Tengdar fréttir

Balotelli genginn í raðir Liverpool

Liverpool staðfesti rétt í þessu að félagið hefði gengið frá kaupunum á framherjanum Mario Balotelli frá AC Milan.

Balotelli má ekki við því að mistakast

Mino Raiola umboðsmaður Mario Balotelli sem er við það að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Liverpool segir að ítalski framherjanum megi ekki mistakast í Bítlaborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×