Lengist um fjóra kílómetra á dag 27. ágúst 2014 07:00 Brúarjökull og Kverkfjöll í fjarska. Dyngjujökull með kvíslar Jökulsár á Fjöllum fram undan. Dyngjufjöll næst í mynd og Öskjuvatn. Fréttablaðið/GVA Jarðskjálftahrinan í Vatnajökli og framrás bergganganna í jöklinum norðvestanverðum er einn markverðasti jarðvísindalegi atburður sem vísindamenn og almenningur á Íslandi hafa orðið vitni að. Aldrei áður hefur neitt viðlíka verið skráð með nútímatækni. Þetta er sýn Ágústar Guðmundssonar, prófessors við jarðvísindadeild Lundúnaháskóla, Royal Holloway, á atburðarás síðustu daga í Vatnajökli, en hann hefur um áratugaskeið m.a. rannsakað bergganga sérstaklega og myndun þeirra í eldra bergi á Íslandi. „Þetta er afar stór atburður og mun varpa ljósi á kraftana á bak við það þegar landið er að gliðna í sundur á þessu svæði. Undir jöklinum er talinn vera möttulstrókur, og hvergi á Íslandi er meira af kviku undir,“ segir Ágúst og bendir á að jarðhræringarnar séu innan allstórs landsvæðis þar sem stærstu eldgos Íslandssögunnar hafa komið upp. Hann segir stórt eldgos mögulegt, þótt lítið gos eða að jarðskjálftahrinan deyi út sé miklum mun líklegra.Á rætur í iðrum jarðar Ágúst segir að berggangurinn sé mjög stór; svokallaður megingangur sem myndast utan við megineldstöðvarnar. Sumir eiga rætur sínar að rekja til kvikuhólfa undir eldstöðvunum en svo er ekki um bergganginn sem núna hefur skriðið að meðaltali fram um fjóra kílómetra á sólarhring síðustu tíu daga. „Þessi er að koma af miklu meira dýpi, eða úr kvikuþró undir niðri sem liggur á 15 til 20 kílómetra dýpi, líkt og undir flestum eldstöðvakerfunum á Íslandi. Slíkar þrær eru miklu stærri en kvikuhólf. Berggangurinn er svo stór að hann stjórnar öllu spennusviðinu, eða kröftunum, á þessu svæði. Það er svo mikill þrýstingur inni í honum að hann hefur áhrif á eldstöðvarnar í kring,“ segir Ágúst og bætir við að það markverðasta við stöðu mála í augnablikinu er greinileg framrás berggangsins í átt til megineldstöðvarinnar Öskju/Dyngjufjalla. „Ef gangurinn heldur áfram í nokkra kílómetra í sömu stefnu, sem við vitum ekki hvort hann gerir, mætir spennusvið berggangsins spennusviði Öskju, eldstöðvarinnar sjálfrar og kvikuhólfsins þar undir, sem hefur áhrif nokkra kílómetra út frá sér. Þá er spurningin hvort berggangurinn fari undir Öskju sjálfa,“ segir Ágúst sem telur alltof mikið af kviku þegar í bergganginum til að hann geti komið frá Bárðarbungumegineldstöðinni. Það rökstyður að hún komi úr kvikuþró á meira dýpi þar sem margfalt meiri og heitari kvika safnast saman. Hann tekur þó fram að langflestir berggangar, hvar sem þá er að finna í heiminum, ná aldrei yfirborði. „En lykilatriðið er að þegar broddurinn á bergganginum er kominn um átta kílómetra frá öskjunni sjálfri, sem er jafngildi breiddarinnar á henni, þá fer berggangurinn að finna fyrir spennusviðinu þar, sem getur leitt til þess að hann hlaupi inn í kvikuhólfið undir Öskju,“ segir Ágúst sem játar því að slíkt geti komið af stað eldgosi í þessu fornfræga eldfjalli.Ekkert líkt Kröflu Líkindi við atburðarásina í upphafi Kröfluelda 1975 hafa verið nefnd á síðustu dögum. Ágúst er hins vegar sannfærður um að annað sé hér uppi á teningnum. „Ég sé ekki að neitt svipað því sé að gerast, og tel þetta allt öðruvísi atburð. Í Kröflu var túlkunin sú að þar hafi kvika komið upp í lítið hólf, og svo áfram í litlum göngum út úr Kröfluhólfinu til norðurs og suðurs. Þarna tel ég að gangurinn sjálfur sé ráðandi, ekki kvikuhólfið, sem gæti verið meginmunurinn á þessu tvennu,“ segir Ágúst. Gögn vísindamanna frá því í gær sýna að skjálftavirknin er enn mikil. Mest virkni er við enda gangsins norður úr Dyngjujökli, sem nú er kominn um tíu kílómetra norður fyrir jökulsporðinn. Berggangurinn undir Dyngjujökli er nú talinn um 40 kílómetra langur. Líkanreikningar, byggðir á GPS-mælingum, benda til þess að rúmmálsaukningin bara síðasta sólarhringinn sé um 50 milljónir rúmmetrar. Það magn slagar hátt í 500 rúmmetra á sekúndu eða næstum 1,5 sinnum meðalársrennsli Ölfusár, svo stærðirnar séu settar í samhengi. Ágúst telur reyndar að meira sé af kviku í bergganginum en 350 milljón rúmmetrar, eins og útreikningar hérna heima sýna. Jafnvel þrefalt meira, sem jafngildir allri þeirri kviku sem kom upp í Surtseyjargosinu á árunum 1963 til 1967 og Heklugosinu 1947, samtals. Að lokum er rétt að ítreka að Ágúst minnir á, eins og vísindamenn hér heima, að ólíkar sviðsmyndir sem dregnar eru upp séu mislíklegar en enga má afskrifa. Bárðarbunga Tengdar fréttir Kvikan gæti náð inn í Öskju og tendrað öflugt sprengigos Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir hættu á að kvikan frá Bárðarbungu nái inn í eldstöðvakerfi Öskju. 25. ágúst 2014 19:45 Tveir skjálftar yfir fimm stigum og einn stór nærri Öskju Meiri skjálftavirkni var á Bárðarbungusvæðinu í nótt en í fyrrinótt og mældust um 500 skjálftar frá miðnætti til klukkan sex í morgun. Þar af mældust tveir yfir fimm stig og fjölmargir skjálftar upp á tvö til þrjú stig mældust einnig. 27. ágúst 2014 07:05 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Sjá meira
Jarðskjálftahrinan í Vatnajökli og framrás bergganganna í jöklinum norðvestanverðum er einn markverðasti jarðvísindalegi atburður sem vísindamenn og almenningur á Íslandi hafa orðið vitni að. Aldrei áður hefur neitt viðlíka verið skráð með nútímatækni. Þetta er sýn Ágústar Guðmundssonar, prófessors við jarðvísindadeild Lundúnaháskóla, Royal Holloway, á atburðarás síðustu daga í Vatnajökli, en hann hefur um áratugaskeið m.a. rannsakað bergganga sérstaklega og myndun þeirra í eldra bergi á Íslandi. „Þetta er afar stór atburður og mun varpa ljósi á kraftana á bak við það þegar landið er að gliðna í sundur á þessu svæði. Undir jöklinum er talinn vera möttulstrókur, og hvergi á Íslandi er meira af kviku undir,“ segir Ágúst og bendir á að jarðhræringarnar séu innan allstórs landsvæðis þar sem stærstu eldgos Íslandssögunnar hafa komið upp. Hann segir stórt eldgos mögulegt, þótt lítið gos eða að jarðskjálftahrinan deyi út sé miklum mun líklegra.Á rætur í iðrum jarðar Ágúst segir að berggangurinn sé mjög stór; svokallaður megingangur sem myndast utan við megineldstöðvarnar. Sumir eiga rætur sínar að rekja til kvikuhólfa undir eldstöðvunum en svo er ekki um bergganginn sem núna hefur skriðið að meðaltali fram um fjóra kílómetra á sólarhring síðustu tíu daga. „Þessi er að koma af miklu meira dýpi, eða úr kvikuþró undir niðri sem liggur á 15 til 20 kílómetra dýpi, líkt og undir flestum eldstöðvakerfunum á Íslandi. Slíkar þrær eru miklu stærri en kvikuhólf. Berggangurinn er svo stór að hann stjórnar öllu spennusviðinu, eða kröftunum, á þessu svæði. Það er svo mikill þrýstingur inni í honum að hann hefur áhrif á eldstöðvarnar í kring,“ segir Ágúst og bætir við að það markverðasta við stöðu mála í augnablikinu er greinileg framrás berggangsins í átt til megineldstöðvarinnar Öskju/Dyngjufjalla. „Ef gangurinn heldur áfram í nokkra kílómetra í sömu stefnu, sem við vitum ekki hvort hann gerir, mætir spennusvið berggangsins spennusviði Öskju, eldstöðvarinnar sjálfrar og kvikuhólfsins þar undir, sem hefur áhrif nokkra kílómetra út frá sér. Þá er spurningin hvort berggangurinn fari undir Öskju sjálfa,“ segir Ágúst sem telur alltof mikið af kviku þegar í bergganginum til að hann geti komið frá Bárðarbungumegineldstöðinni. Það rökstyður að hún komi úr kvikuþró á meira dýpi þar sem margfalt meiri og heitari kvika safnast saman. Hann tekur þó fram að langflestir berggangar, hvar sem þá er að finna í heiminum, ná aldrei yfirborði. „En lykilatriðið er að þegar broddurinn á bergganginum er kominn um átta kílómetra frá öskjunni sjálfri, sem er jafngildi breiddarinnar á henni, þá fer berggangurinn að finna fyrir spennusviðinu þar, sem getur leitt til þess að hann hlaupi inn í kvikuhólfið undir Öskju,“ segir Ágúst sem játar því að slíkt geti komið af stað eldgosi í þessu fornfræga eldfjalli.Ekkert líkt Kröflu Líkindi við atburðarásina í upphafi Kröfluelda 1975 hafa verið nefnd á síðustu dögum. Ágúst er hins vegar sannfærður um að annað sé hér uppi á teningnum. „Ég sé ekki að neitt svipað því sé að gerast, og tel þetta allt öðruvísi atburð. Í Kröflu var túlkunin sú að þar hafi kvika komið upp í lítið hólf, og svo áfram í litlum göngum út úr Kröfluhólfinu til norðurs og suðurs. Þarna tel ég að gangurinn sjálfur sé ráðandi, ekki kvikuhólfið, sem gæti verið meginmunurinn á þessu tvennu,“ segir Ágúst. Gögn vísindamanna frá því í gær sýna að skjálftavirknin er enn mikil. Mest virkni er við enda gangsins norður úr Dyngjujökli, sem nú er kominn um tíu kílómetra norður fyrir jökulsporðinn. Berggangurinn undir Dyngjujökli er nú talinn um 40 kílómetra langur. Líkanreikningar, byggðir á GPS-mælingum, benda til þess að rúmmálsaukningin bara síðasta sólarhringinn sé um 50 milljónir rúmmetrar. Það magn slagar hátt í 500 rúmmetra á sekúndu eða næstum 1,5 sinnum meðalársrennsli Ölfusár, svo stærðirnar séu settar í samhengi. Ágúst telur reyndar að meira sé af kviku í bergganginum en 350 milljón rúmmetrar, eins og útreikningar hérna heima sýna. Jafnvel þrefalt meira, sem jafngildir allri þeirri kviku sem kom upp í Surtseyjargosinu á árunum 1963 til 1967 og Heklugosinu 1947, samtals. Að lokum er rétt að ítreka að Ágúst minnir á, eins og vísindamenn hér heima, að ólíkar sviðsmyndir sem dregnar eru upp séu mislíklegar en enga má afskrifa.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Kvikan gæti náð inn í Öskju og tendrað öflugt sprengigos Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir hættu á að kvikan frá Bárðarbungu nái inn í eldstöðvakerfi Öskju. 25. ágúst 2014 19:45 Tveir skjálftar yfir fimm stigum og einn stór nærri Öskju Meiri skjálftavirkni var á Bárðarbungusvæðinu í nótt en í fyrrinótt og mældust um 500 skjálftar frá miðnætti til klukkan sex í morgun. Þar af mældust tveir yfir fimm stig og fjölmargir skjálftar upp á tvö til þrjú stig mældust einnig. 27. ágúst 2014 07:05 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Sjá meira
Kvikan gæti náð inn í Öskju og tendrað öflugt sprengigos Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir hættu á að kvikan frá Bárðarbungu nái inn í eldstöðvakerfi Öskju. 25. ágúst 2014 19:45
Tveir skjálftar yfir fimm stigum og einn stór nærri Öskju Meiri skjálftavirkni var á Bárðarbungusvæðinu í nótt en í fyrrinótt og mældust um 500 skjálftar frá miðnætti til klukkan sex í morgun. Þar af mældust tveir yfir fimm stig og fjölmargir skjálftar upp á tvö til þrjú stig mældust einnig. 27. ágúst 2014 07:05