Meiri skjálftavirkni var á Bárðarbungusvæðinu í nótt en í fyrrinótt og mældust um 500 skjálftar frá miðnætti til klukkan sex í morgun. Þar af mældust tveir yfir fimm stig og fjölmargir skjálftar upp á tvö til þrjú stig mældust einnig.
Rétt fyrir klukkan tvö mældist skjálfti upp á 4.5 rétt austan við Öskju. Einstaka smáskjálftar hafa sést þar fyrr í þessari viku. Virknin náði hámarki um tvö leytið og hefur haldist nokkurnveginn síðan. Ekki sjást þó merki um gosóróa.
Virknin var mest við enda berggangsins, þar sem kvikan heldur áfram að þokast til norðurs, eða í átt að Öskju.
Stóru skjálftarnir í Bárðarbungu eru túlkaðir sem afleiðing þrýstingsbreytinga, sem tengjast framrás kvikunnar.
Tveir skjálftar yfir fimm stigum og einn stór nærri Öskju
![](https://www.visir.is/i/055AA911EA900562C8608433C73E31022A98F127359D777A7D48E8D2442BC295_713x0.jpg)
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/4B185C86373C6AB4C39CAD8A09D359FDE6F7EAF21DED1971D8DBEBEEC437F66A_308x200.jpg)
Kvikan gæti náð inn í Öskju og tendrað öflugt sprengigos
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir hættu á að kvikan frá Bárðarbungu nái inn í eldstöðvakerfi Öskju.
![](https://www.visir.is/i/48C7FD4D3BB0A044F5D162CE7A8CEC8E4E2B5BDD37A57140D5C2E2D6A57C6476_308x200.jpg)
Lengist um fjóra kílómetra á dag
Síðustu tíu daga hefur berggangurinn undir Vatnajökli lengst um fjóra kílómetra á dag, að meðaltali. Sérfræðingur segir atburðinn einn þann markverðasta sem Íslendingar hafa orðið vitni að, en stærð berggangsins sé vanmetin og stefna hans beint á Öskju allrar athygli verð.