Lífið

Sigmundur birtir „selfie“

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Gömlu sjálfsmyndina má sjá til vinstri en nýlega mynd af forsætisráðherranum til hægri.
Gömlu sjálfsmyndina má sjá til vinstri en nýlega mynd af forsætisráðherranum til hægri.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti á Facebook síðu sinni í dag sjálfsmynd eða svokallaða „selfie“. Myndina segist hann hafa tekið þegar hann eignaðist stafræna myndavél fyrir um 4 - 5 árum síðan. „Krakkarnir virðast halda að þetta sé eitthvað nýtt," segir Sigmundur Davíð í færslunni en, þau vaða villu og svíma hvað það varðar - ef marka má forsætisráðherra. Hann hafi sjálfur stundað þetta og það fyrir um hálfum áratug síðan. 

Hann segir jafnframt frá því að alls staðar sé þessi hátturinn hafður á, sjálfsmyndir séu teknar við öll tilefni, meira að segja á leiðtogafundum.

Hressar umræður hafa spunnist undir myndinni af forsætisráðherranum. Þær beinast á brautir heilsusamlegs lífernis og þannig bendir Hákon nokkur Þorri á að ef aðeins séu fjögur ár síðan þessi mynd var tekin, ætti Sigmundur Davíð að huga að mataræðinu. Og Sara Kristjánsdóttir bætir við: „Flott mynd af þér... hvenær hafðirðu hugsað þér að svara áskoruninni frá mér. Þessi mynd ætti að vera þér til hvatningarGóðar íslenskar kartöflur og gott íslenskt bygg, nóg af rótargrænmeti og annað gott úr gróðurhúsum Íslands."



Færsluna má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×