Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2014 20:08 Flugmenn telja að engin ástæða yrði til að setja lög á aðgerðir þeirra gagnvart Icelandair eftir níu daga, enda myndu aðgerðir þeirra ekki loka á flugsamgöngur við landið. Flugvallarstarfsmenn sömdu á elleftu stundu í gærkvöldi en þá lá fyrir að lög yrðu sett á deilu þeirra á Alþingi í dag. Verkfall flugvallarstarfsmanna hefði stöðvað allt innanlandsflug og millilandaflug frá og með deginum í dag. Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir samninginn, sem er til þriggja ára, gefa um 15 prósent og viðurkennir að yfirvofandi lagasetning hafi sett þrýsting á samningamenn beggja megin borðs. Flugmenn hjá Icelandair samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að hefja aðgerðir gegn félaginu hinn 9. maí næst komandi, en aðgerðirnar eru blanda af yfirvinnubanni og skæruverkföllum. „Það sem við höfum tilkynnt þeim er að við ætlum að vera með þrjú 12 tíma verkföll frá kl. 6 til 18 dagana níunda, sextánda og tuttugugasta maí. Yfirvinubannið í gildi allan tímann. Síðan förum við í verkfall aftur 23ja og svo þrítugasta og þá eru það tveggja og fjögurra daga verkföll,“ segir Hafsteinn Pálsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmana (FÍA). Samningaviðræður hafa staðið yfir um nokkurn tíma og hvorki gengið né rekið í þeim.Eruð þið með þannig kröfur að ekki er hægt að ganga að þeim?„Nei, við teljum nú að svo sé ekki. En við höfum hins vegar sagt þeim að við höfnum þessari samræmdu launastefnu bæði SA og ASÍ. Við tilheyrum t.d. ekki ASÍ og teljum okkur enn þá hafa fullan samningsrétt og höfum tilkynnt þeim það,“ segir Hafsteinn. Ekki sé hægt að bera saman aðgerðir flugvallarstarfsmanna og flugmanna Icelandair sem hefjast hinn 9. maí hafi ekki samist. En auðvitað setji það þrýsting á samninga þegar styttist í aðgerðir sem þessar. „Starfsmenn Ísavia lokuðu landinu og öllum flugvöllum. Við erum eingöngu að semja við einn aðila af átján sem flýgur til og frá Keflavík. Þannig að landið helst opið og fólk getur ferðast, bara þá með einhverjum öðrum félögum á meðan;“ segir Hafsteinn. Næsti samningafundur flugmanna og samninganefndar Samtaka atvinnulífsins verður hjá ríkissáttasemjara á föstudag. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Sjá meira
Flugmenn telja að engin ástæða yrði til að setja lög á aðgerðir þeirra gagnvart Icelandair eftir níu daga, enda myndu aðgerðir þeirra ekki loka á flugsamgöngur við landið. Flugvallarstarfsmenn sömdu á elleftu stundu í gærkvöldi en þá lá fyrir að lög yrðu sett á deilu þeirra á Alþingi í dag. Verkfall flugvallarstarfsmanna hefði stöðvað allt innanlandsflug og millilandaflug frá og með deginum í dag. Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir samninginn, sem er til þriggja ára, gefa um 15 prósent og viðurkennir að yfirvofandi lagasetning hafi sett þrýsting á samningamenn beggja megin borðs. Flugmenn hjá Icelandair samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að hefja aðgerðir gegn félaginu hinn 9. maí næst komandi, en aðgerðirnar eru blanda af yfirvinnubanni og skæruverkföllum. „Það sem við höfum tilkynnt þeim er að við ætlum að vera með þrjú 12 tíma verkföll frá kl. 6 til 18 dagana níunda, sextánda og tuttugugasta maí. Yfirvinubannið í gildi allan tímann. Síðan förum við í verkfall aftur 23ja og svo þrítugasta og þá eru það tveggja og fjögurra daga verkföll,“ segir Hafsteinn Pálsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmana (FÍA). Samningaviðræður hafa staðið yfir um nokkurn tíma og hvorki gengið né rekið í þeim.Eruð þið með þannig kröfur að ekki er hægt að ganga að þeim?„Nei, við teljum nú að svo sé ekki. En við höfum hins vegar sagt þeim að við höfnum þessari samræmdu launastefnu bæði SA og ASÍ. Við tilheyrum t.d. ekki ASÍ og teljum okkur enn þá hafa fullan samningsrétt og höfum tilkynnt þeim það,“ segir Hafsteinn. Ekki sé hægt að bera saman aðgerðir flugvallarstarfsmanna og flugmanna Icelandair sem hefjast hinn 9. maí hafi ekki samist. En auðvitað setji það þrýsting á samninga þegar styttist í aðgerðir sem þessar. „Starfsmenn Ísavia lokuðu landinu og öllum flugvöllum. Við erum eingöngu að semja við einn aðila af átján sem flýgur til og frá Keflavík. Þannig að landið helst opið og fólk getur ferðast, bara þá með einhverjum öðrum félögum á meðan;“ segir Hafsteinn. Næsti samningafundur flugmanna og samninganefndar Samtaka atvinnulífsins verður hjá ríkissáttasemjara á föstudag.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Sjá meira