Landið á hausnum ef Steingrímur J réði ferðinni Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2014 20:28 Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að landið væri á hausnum ef Steingrímur J. Sigfússon hefi náð sínu fram, en það hitnaði í kolunum þegar þingmenn ræddu brotthvarf útgerðarfélagsins Vísis frá þremur stöðum á landsbyggðinni. Kristján L. Möller sjöundi þingmaður Norðausturkjördæmis spurði forsætisráðherra, sem einnig er fyrsti þingmaður sama kjördæmis á Alþingi í dag, um hvað ríkisstjórnin og hann hyggðust gera vegna þess ástands sem væri að skapast í atvinnumálum á Húsavík og á Djúpavogi vegna brotthvarfs útgerðarfyrirtækisins Vísis frá byggðarlögunum. „Á Djúpavogi stendur þetta þannig að 4.000 tonna afli er að fara úr byggðarlaginu, úr vinnslu í fiskvinnsluhúsinu á þessum stað og fimmtíu manns eru að missa vinnuna,“ sagði Kristján. Svipuð staða væri uppi á Húsavík og á þingeyri og nú boðaði útgerðin stuðning við hreppaflutninga fólks til Grindavíkur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók undir með Kristjáni að staðan væri alvarleg á þessum stöðum og kallaði á sértækar aðgerðir ef ekki tækist að leysa úr málum og hann hefði greint sveitarstjórnarmönnum frá þessu og fylgdist með málum. „En stjórnmálamenn verða hins vegar að gefa sveitarstjórfólki á hverjum stað líka svigrúm til að vinna að lausn mála, í stað þess að skipa fólki að leysa þau á tiltekinn hátt,“ sagði forsætisráðherra. Þegar nokkuð var liðið á fyrirspurnina fauk bæði í forsætisráðherra og nokkra þingmenn. Forsætisráðherra sagði að sem betur fer hefði núverandi stjórn fallið frá áformum fyrri stjórnar um allt að 20 milljarða veiðigjald sem krefðist samþjöppunar hjá útgerðinni. „Þá þyrftu menn ekki að vera að velta fyrir sér stöðunni á tveimur stöðum, heldur stöðunni um allt land. Sem betur fer erum við enn í aðstöðu til þess að bregðast við vandanum á þessum tveimur stöðum vegna þess að kerfið er ennþá til þess fallið að leysa þessa stöðu. Það var komið í veg fyrir allsherjar hrun með því að koma í veg fyrir stefnu síðustu ríkisstjórnar,“ sagði forsætisráðherra undir nokkrum framíköllum úr þingsal. Þegar Sigmundur Davíð var síðan á leið úr ræðustóli í sæti sitt kallaði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna úr sama kjörtæmdi og forsætisráðherra að Sigmundi: „Er þetta það eina sem þú hefur að segja við fólkið á þessum stöðum?“ Forsætisráðherra sagði þá: Þú ætlaðir að setja .... en tókst ekki að klára setningu sína því Steingrímur kallaði að honum: „Haf þú þig austur, farðu austur og hittu fólkið.“ Sem Sigmundur Davíð svarði með kalli úr sæti sínu: „Landið væri á hausnum ef þú hefðir náð þínu fram.“ Af þessu loknu steig Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar í ræðustól. „Já virðulegur forseti, það er ástæða til að byrja á því að óska hæstvirtum forsætisráðherra gleðilegs sumars,“ sagði Helgi. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að landið væri á hausnum ef Steingrímur J. Sigfússon hefi náð sínu fram, en það hitnaði í kolunum þegar þingmenn ræddu brotthvarf útgerðarfélagsins Vísis frá þremur stöðum á landsbyggðinni. Kristján L. Möller sjöundi þingmaður Norðausturkjördæmis spurði forsætisráðherra, sem einnig er fyrsti þingmaður sama kjördæmis á Alþingi í dag, um hvað ríkisstjórnin og hann hyggðust gera vegna þess ástands sem væri að skapast í atvinnumálum á Húsavík og á Djúpavogi vegna brotthvarfs útgerðarfyrirtækisins Vísis frá byggðarlögunum. „Á Djúpavogi stendur þetta þannig að 4.000 tonna afli er að fara úr byggðarlaginu, úr vinnslu í fiskvinnsluhúsinu á þessum stað og fimmtíu manns eru að missa vinnuna,“ sagði Kristján. Svipuð staða væri uppi á Húsavík og á þingeyri og nú boðaði útgerðin stuðning við hreppaflutninga fólks til Grindavíkur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók undir með Kristjáni að staðan væri alvarleg á þessum stöðum og kallaði á sértækar aðgerðir ef ekki tækist að leysa úr málum og hann hefði greint sveitarstjórnarmönnum frá þessu og fylgdist með málum. „En stjórnmálamenn verða hins vegar að gefa sveitarstjórfólki á hverjum stað líka svigrúm til að vinna að lausn mála, í stað þess að skipa fólki að leysa þau á tiltekinn hátt,“ sagði forsætisráðherra. Þegar nokkuð var liðið á fyrirspurnina fauk bæði í forsætisráðherra og nokkra þingmenn. Forsætisráðherra sagði að sem betur fer hefði núverandi stjórn fallið frá áformum fyrri stjórnar um allt að 20 milljarða veiðigjald sem krefðist samþjöppunar hjá útgerðinni. „Þá þyrftu menn ekki að vera að velta fyrir sér stöðunni á tveimur stöðum, heldur stöðunni um allt land. Sem betur fer erum við enn í aðstöðu til þess að bregðast við vandanum á þessum tveimur stöðum vegna þess að kerfið er ennþá til þess fallið að leysa þessa stöðu. Það var komið í veg fyrir allsherjar hrun með því að koma í veg fyrir stefnu síðustu ríkisstjórnar,“ sagði forsætisráðherra undir nokkrum framíköllum úr þingsal. Þegar Sigmundur Davíð var síðan á leið úr ræðustóli í sæti sitt kallaði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna úr sama kjörtæmdi og forsætisráðherra að Sigmundi: „Er þetta það eina sem þú hefur að segja við fólkið á þessum stöðum?“ Forsætisráðherra sagði þá: Þú ætlaðir að setja .... en tókst ekki að klára setningu sína því Steingrímur kallaði að honum: „Haf þú þig austur, farðu austur og hittu fólkið.“ Sem Sigmundur Davíð svarði með kalli úr sæti sínu: „Landið væri á hausnum ef þú hefðir náð þínu fram.“ Af þessu loknu steig Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar í ræðustól. „Já virðulegur forseti, það er ástæða til að byrja á því að óska hæstvirtum forsætisráðherra gleðilegs sumars,“ sagði Helgi.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira