Gefur mömmu engan afslátt Kristjana Arnarsdóttir skrifar 15. júlí 2014 10:00 Allt frá því Arnar útskrifaðist frá LHÍ í fyrra hefur hann verið á kafi í verkefnum. Fréttablaðið/Daníel „Mér finnst alltaf gaman að heyra góðar sögur, hvort sem það er í leikhúsi eða á meðal vina, það er að segja ef það er góður sögumaður. Mig langaði sjálfan að segja áhugaverða sögu og úr varð þetta verk,“ segir leikarinn Arnar Dan Kristjánsson, sem frumsýnir verkið Landsliðið á línu í Tjarnarbíói á laugardaginn. Verkið fjallar um ungan dreng sem fer á sjó en verður fyrir barðinu á áhöfn sem hefur þróað með sér gróteskan húmor. Drengurinn tekur þessum húmor sem sannleika með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Arnari en hann útskrifaðist frá LHÍ í fyrra og fékk í kjölfarið samning hjá Borgarleikhúsinu. „Ég ætti í raun að vera í mjög góðu fríi og slaka á. Síðasta ár tók á og ég vann eins og brjálæðingur. En mig langaði ekki að láta staðar numið svo ég hafði samband við Guðmund Inga [Þorvaldsson], framkvæmdastjóra Tjarnarbíós, og honum leist vel á,“ segir Arnar, sem heldur á vit nýrra ævintýra í haust. „Ég verð ekki áfram í Borgarleikhúsinu næsta vetur. En ég tek því fagnandi, nú opnast nýjar dyr og önnur verkefni fá vængi.“ Landsliðið á Línu verður frumsýnt í Tjarnarbíó á laugardaginn og kostar miðinn 2000 krónur. Á því verða engar undantekningar. „Ég er bara ungur, lítill strákur að reyna að lifa af listinni. Mamma fær engan afslátt,“ segir Arnar og hlær Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Mér finnst alltaf gaman að heyra góðar sögur, hvort sem það er í leikhúsi eða á meðal vina, það er að segja ef það er góður sögumaður. Mig langaði sjálfan að segja áhugaverða sögu og úr varð þetta verk,“ segir leikarinn Arnar Dan Kristjánsson, sem frumsýnir verkið Landsliðið á línu í Tjarnarbíói á laugardaginn. Verkið fjallar um ungan dreng sem fer á sjó en verður fyrir barðinu á áhöfn sem hefur þróað með sér gróteskan húmor. Drengurinn tekur þessum húmor sem sannleika með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Arnari en hann útskrifaðist frá LHÍ í fyrra og fékk í kjölfarið samning hjá Borgarleikhúsinu. „Ég ætti í raun að vera í mjög góðu fríi og slaka á. Síðasta ár tók á og ég vann eins og brjálæðingur. En mig langaði ekki að láta staðar numið svo ég hafði samband við Guðmund Inga [Þorvaldsson], framkvæmdastjóra Tjarnarbíós, og honum leist vel á,“ segir Arnar, sem heldur á vit nýrra ævintýra í haust. „Ég verð ekki áfram í Borgarleikhúsinu næsta vetur. En ég tek því fagnandi, nú opnast nýjar dyr og önnur verkefni fá vængi.“ Landsliðið á Línu verður frumsýnt í Tjarnarbíó á laugardaginn og kostar miðinn 2000 krónur. Á því verða engar undantekningar. „Ég er bara ungur, lítill strákur að reyna að lifa af listinni. Mamma fær engan afslátt,“ segir Arnar og hlær
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira