Menning

Jón Kalman og Bergsveinn í úrtaki

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Bergsveinn Birgisson
Bergsveinn Birgisson
Bækurnar Harmur englanna eftir Jón Kalman Stefánsson og Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson eru tilnefndar til International Impac Dublin-bókmenntaverðlaunanna sem veitt verða 17. júní á næsta ári.



Bækurnar eru í fyrsta úrtaki til verðlaunanna en 142 bækur komast í þennan fyrsta flokk. Styttri listinn, þær bækur sem keppa um verðlaunin, verður kynntur í apríl.



Verðlaunin eru veitt fyrir enskar bækur og bækur í enskri þýðingu og meðal annarra nafna á listanum má sjá Náðarstund Hönnuh Kent og Life after life eftir Kate Atkinson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×