Systurnar Katrín Maríella og Áslaug Íris Friðjónsdætur ætla að selja festar úr nýju hálsmenalínu sinn í pop-up versluninni KIOSK um helgina.
Fyrri lína systranna, City Collection, fékk mikla athygli fyrir óhefðbundið efnisval og áberandi litasamsetningu en línan fékk meðal annars umfjöllun í bandaríska tímaritinu Seventeen í síðustu viku.
Þær systur ætla að sýna og selja festar úr báðum línunum um helgina en festar úr nýju línunni verða í takmörkuðu upplagi. Það er því um að gera fyrir spennta aðdáendur Twin Within að skella sér í KIOSK um helgina en opið verður á laugardag frá kl. 11-17 og á sunnudag frá 13-16.
Tíska og hönnun