Sprautunálar verði enn aðgengilegri Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. júlí 2014 09:00 Þórarinn Tyrfingsson segir að enn frekar megi auka aðgengi að sprautunálum. fréttablaðið/Anton Brink. Þórarinn Tyrfingsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs á Vogi, segir að á Íslandi sé ágætiskerfi fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga í samanburði við aðrar þjóðir. Það séu aftur á móti augljósir ágallar sem þurfi að laga. Þórarinn er einn þeirra sem eiga sæti í nefnd heilbrigðisráðherra um aukin réttindi vímuefnasjúklinga. Fréttablaðið greindi frá skipun nefndarinnar í gær. „Það eru ekki réttar áherslur í því hvernig er verið að eyða peningunum. Við erum að eyða miklum peningum í að halda fólki, sem hefur brotið vímuefnalöggjöfina, í langri fangelsisvist. Og eyða miklum peningum í rannsókn og refsingu í þeim málum, sem gefur ekki mikinn árangur þegar á heildina er litið. Við mættum verja þessum peningum á annan og skynsamlegri hátt,“ segir Þórarinn. Hann bendir á að mikill munur sé á því að hafa hlutina löglega og hafa þá refsiverða. „Við höfum nú lengi talað um að það ætti ekki að vera brot á hegningarlögum þegar menn væru að nota fíkniefni,“ segir hann. Þórarinn segir að það þurfi líka miklu meira fjármagn í skaðaminnkunaraðgerðir. „Stærsta og mesta skaðaminnkunarmeðferðin er viðhaldsmeðferð við ópíumfíkn sprautufíkla. Það þarf að fjármagna það. Það er mesta skaðaminnkunin og skiptir mestu. Síðan þurfum við að leggja meiri áherslu á að skima fyrir fylgikvillum hjá þeim sem eru í neyslu,“ segir hann. Þá bendir Þórarinn á að það þurfi að vera gott aðgengi að sprautubúnaði fyrir sprautusjúklinga. „Þá eru það nú tvær leiðir. Aðalleiðin, sem flestar þjóðir sem standa sig vel hafa farið, er að vera með aðgengi í gegnum lyfsölur eða almennar verslanir þar sem fólk getur bara labbað inn og náð í þennan búnað endurgjaldslítið eða endurgjaldslaust. Við höfum staðið okkur vel í þessu en þurfum að gera enn betur. Síðan að þetta sé aðgengilegt á þeim stöðum þar sem neyslan fer fram,“ segir hann. Þórarinn segir að þegar hugað sé að vímuefnasjúklingum sé of mikil áhersla lögð á útigangsfólk. Það sé alls ekki þannig að allir útigangsmenn séu á útigangi vegna vímuefnasjúkdóma, heldur oft vegna annarra heilasjúkdóma. „Og það þarf að líta til þess að vímuefnafíklar eru oft inni á heimilum og eru að ala upp börn. Þá kemur að réttindum barnanna til góðra uppeldisaðstæðna. Við megum gera miklu betur þarna og bjóða miklu betri fjölskylduþjónustu og vernd,“ segir Þórarinn. Hann segist hafa fylgst vel með því hvernig staða og stefna annarra þjóða í vímuefnamálum sé. Aðstæður séu einna bestar á Norðurlöndum, en einna verstar á flutningsleiðum frá framleiðendum til Evrópu. Til dæmis í Mið-Ameríku, Mexíkó og Afríku. Víða leggi menn áherslu á að draga úr refsistefnunni. „Því þekkingin og niðurstöður vísindarannsókna á því hvað virkar og hvað ekki hefur leitt til þess að menn eru sammála um það hvernig á að takast á við vandann og þess vegna er nú hávær þessi umræða um að harðar refsingar skili ekki miklum árangri.“ Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Þórarinn Tyrfingsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs á Vogi, segir að á Íslandi sé ágætiskerfi fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga í samanburði við aðrar þjóðir. Það séu aftur á móti augljósir ágallar sem þurfi að laga. Þórarinn er einn þeirra sem eiga sæti í nefnd heilbrigðisráðherra um aukin réttindi vímuefnasjúklinga. Fréttablaðið greindi frá skipun nefndarinnar í gær. „Það eru ekki réttar áherslur í því hvernig er verið að eyða peningunum. Við erum að eyða miklum peningum í að halda fólki, sem hefur brotið vímuefnalöggjöfina, í langri fangelsisvist. Og eyða miklum peningum í rannsókn og refsingu í þeim málum, sem gefur ekki mikinn árangur þegar á heildina er litið. Við mættum verja þessum peningum á annan og skynsamlegri hátt,“ segir Þórarinn. Hann bendir á að mikill munur sé á því að hafa hlutina löglega og hafa þá refsiverða. „Við höfum nú lengi talað um að það ætti ekki að vera brot á hegningarlögum þegar menn væru að nota fíkniefni,“ segir hann. Þórarinn segir að það þurfi líka miklu meira fjármagn í skaðaminnkunaraðgerðir. „Stærsta og mesta skaðaminnkunarmeðferðin er viðhaldsmeðferð við ópíumfíkn sprautufíkla. Það þarf að fjármagna það. Það er mesta skaðaminnkunin og skiptir mestu. Síðan þurfum við að leggja meiri áherslu á að skima fyrir fylgikvillum hjá þeim sem eru í neyslu,“ segir hann. Þá bendir Þórarinn á að það þurfi að vera gott aðgengi að sprautubúnaði fyrir sprautusjúklinga. „Þá eru það nú tvær leiðir. Aðalleiðin, sem flestar þjóðir sem standa sig vel hafa farið, er að vera með aðgengi í gegnum lyfsölur eða almennar verslanir þar sem fólk getur bara labbað inn og náð í þennan búnað endurgjaldslítið eða endurgjaldslaust. Við höfum staðið okkur vel í þessu en þurfum að gera enn betur. Síðan að þetta sé aðgengilegt á þeim stöðum þar sem neyslan fer fram,“ segir hann. Þórarinn segir að þegar hugað sé að vímuefnasjúklingum sé of mikil áhersla lögð á útigangsfólk. Það sé alls ekki þannig að allir útigangsmenn séu á útigangi vegna vímuefnasjúkdóma, heldur oft vegna annarra heilasjúkdóma. „Og það þarf að líta til þess að vímuefnafíklar eru oft inni á heimilum og eru að ala upp börn. Þá kemur að réttindum barnanna til góðra uppeldisaðstæðna. Við megum gera miklu betur þarna og bjóða miklu betri fjölskylduþjónustu og vernd,“ segir Þórarinn. Hann segist hafa fylgst vel með því hvernig staða og stefna annarra þjóða í vímuefnamálum sé. Aðstæður séu einna bestar á Norðurlöndum, en einna verstar á flutningsleiðum frá framleiðendum til Evrópu. Til dæmis í Mið-Ameríku, Mexíkó og Afríku. Víða leggi menn áherslu á að draga úr refsistefnunni. „Því þekkingin og niðurstöður vísindarannsókna á því hvað virkar og hvað ekki hefur leitt til þess að menn eru sammála um það hvernig á að takast á við vandann og þess vegna er nú hávær þessi umræða um að harðar refsingar skili ekki miklum árangri.“
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent