Sprautunálar verði enn aðgengilegri Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. júlí 2014 09:00 Þórarinn Tyrfingsson segir að enn frekar megi auka aðgengi að sprautunálum. fréttablaðið/Anton Brink. Þórarinn Tyrfingsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs á Vogi, segir að á Íslandi sé ágætiskerfi fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga í samanburði við aðrar þjóðir. Það séu aftur á móti augljósir ágallar sem þurfi að laga. Þórarinn er einn þeirra sem eiga sæti í nefnd heilbrigðisráðherra um aukin réttindi vímuefnasjúklinga. Fréttablaðið greindi frá skipun nefndarinnar í gær. „Það eru ekki réttar áherslur í því hvernig er verið að eyða peningunum. Við erum að eyða miklum peningum í að halda fólki, sem hefur brotið vímuefnalöggjöfina, í langri fangelsisvist. Og eyða miklum peningum í rannsókn og refsingu í þeim málum, sem gefur ekki mikinn árangur þegar á heildina er litið. Við mættum verja þessum peningum á annan og skynsamlegri hátt,“ segir Þórarinn. Hann bendir á að mikill munur sé á því að hafa hlutina löglega og hafa þá refsiverða. „Við höfum nú lengi talað um að það ætti ekki að vera brot á hegningarlögum þegar menn væru að nota fíkniefni,“ segir hann. Þórarinn segir að það þurfi líka miklu meira fjármagn í skaðaminnkunaraðgerðir. „Stærsta og mesta skaðaminnkunarmeðferðin er viðhaldsmeðferð við ópíumfíkn sprautufíkla. Það þarf að fjármagna það. Það er mesta skaðaminnkunin og skiptir mestu. Síðan þurfum við að leggja meiri áherslu á að skima fyrir fylgikvillum hjá þeim sem eru í neyslu,“ segir hann. Þá bendir Þórarinn á að það þurfi að vera gott aðgengi að sprautubúnaði fyrir sprautusjúklinga. „Þá eru það nú tvær leiðir. Aðalleiðin, sem flestar þjóðir sem standa sig vel hafa farið, er að vera með aðgengi í gegnum lyfsölur eða almennar verslanir þar sem fólk getur bara labbað inn og náð í þennan búnað endurgjaldslítið eða endurgjaldslaust. Við höfum staðið okkur vel í þessu en þurfum að gera enn betur. Síðan að þetta sé aðgengilegt á þeim stöðum þar sem neyslan fer fram,“ segir hann. Þórarinn segir að þegar hugað sé að vímuefnasjúklingum sé of mikil áhersla lögð á útigangsfólk. Það sé alls ekki þannig að allir útigangsmenn séu á útigangi vegna vímuefnasjúkdóma, heldur oft vegna annarra heilasjúkdóma. „Og það þarf að líta til þess að vímuefnafíklar eru oft inni á heimilum og eru að ala upp börn. Þá kemur að réttindum barnanna til góðra uppeldisaðstæðna. Við megum gera miklu betur þarna og bjóða miklu betri fjölskylduþjónustu og vernd,“ segir Þórarinn. Hann segist hafa fylgst vel með því hvernig staða og stefna annarra þjóða í vímuefnamálum sé. Aðstæður séu einna bestar á Norðurlöndum, en einna verstar á flutningsleiðum frá framleiðendum til Evrópu. Til dæmis í Mið-Ameríku, Mexíkó og Afríku. Víða leggi menn áherslu á að draga úr refsistefnunni. „Því þekkingin og niðurstöður vísindarannsókna á því hvað virkar og hvað ekki hefur leitt til þess að menn eru sammála um það hvernig á að takast á við vandann og þess vegna er nú hávær þessi umræða um að harðar refsingar skili ekki miklum árangri.“ Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Þórarinn Tyrfingsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs á Vogi, segir að á Íslandi sé ágætiskerfi fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga í samanburði við aðrar þjóðir. Það séu aftur á móti augljósir ágallar sem þurfi að laga. Þórarinn er einn þeirra sem eiga sæti í nefnd heilbrigðisráðherra um aukin réttindi vímuefnasjúklinga. Fréttablaðið greindi frá skipun nefndarinnar í gær. „Það eru ekki réttar áherslur í því hvernig er verið að eyða peningunum. Við erum að eyða miklum peningum í að halda fólki, sem hefur brotið vímuefnalöggjöfina, í langri fangelsisvist. Og eyða miklum peningum í rannsókn og refsingu í þeim málum, sem gefur ekki mikinn árangur þegar á heildina er litið. Við mættum verja þessum peningum á annan og skynsamlegri hátt,“ segir Þórarinn. Hann bendir á að mikill munur sé á því að hafa hlutina löglega og hafa þá refsiverða. „Við höfum nú lengi talað um að það ætti ekki að vera brot á hegningarlögum þegar menn væru að nota fíkniefni,“ segir hann. Þórarinn segir að það þurfi líka miklu meira fjármagn í skaðaminnkunaraðgerðir. „Stærsta og mesta skaðaminnkunarmeðferðin er viðhaldsmeðferð við ópíumfíkn sprautufíkla. Það þarf að fjármagna það. Það er mesta skaðaminnkunin og skiptir mestu. Síðan þurfum við að leggja meiri áherslu á að skima fyrir fylgikvillum hjá þeim sem eru í neyslu,“ segir hann. Þá bendir Þórarinn á að það þurfi að vera gott aðgengi að sprautubúnaði fyrir sprautusjúklinga. „Þá eru það nú tvær leiðir. Aðalleiðin, sem flestar þjóðir sem standa sig vel hafa farið, er að vera með aðgengi í gegnum lyfsölur eða almennar verslanir þar sem fólk getur bara labbað inn og náð í þennan búnað endurgjaldslítið eða endurgjaldslaust. Við höfum staðið okkur vel í þessu en þurfum að gera enn betur. Síðan að þetta sé aðgengilegt á þeim stöðum þar sem neyslan fer fram,“ segir hann. Þórarinn segir að þegar hugað sé að vímuefnasjúklingum sé of mikil áhersla lögð á útigangsfólk. Það sé alls ekki þannig að allir útigangsmenn séu á útigangi vegna vímuefnasjúkdóma, heldur oft vegna annarra heilasjúkdóma. „Og það þarf að líta til þess að vímuefnafíklar eru oft inni á heimilum og eru að ala upp börn. Þá kemur að réttindum barnanna til góðra uppeldisaðstæðna. Við megum gera miklu betur þarna og bjóða miklu betri fjölskylduþjónustu og vernd,“ segir Þórarinn. Hann segist hafa fylgst vel með því hvernig staða og stefna annarra þjóða í vímuefnamálum sé. Aðstæður séu einna bestar á Norðurlöndum, en einna verstar á flutningsleiðum frá framleiðendum til Evrópu. Til dæmis í Mið-Ameríku, Mexíkó og Afríku. Víða leggi menn áherslu á að draga úr refsistefnunni. „Því þekkingin og niðurstöður vísindarannsókna á því hvað virkar og hvað ekki hefur leitt til þess að menn eru sammála um það hvernig á að takast á við vandann og þess vegna er nú hávær þessi umræða um að harðar refsingar skili ekki miklum árangri.“
Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira