Þórsarar hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í Pepsi-deildinni og eru stigalausir eins og Fylkismenn. Í báðum leikjunum hefur liðið leikið án ChukwudiChijindu og það munar mikið um bandaríska framherjann.
Chukwudi Chijindu skoraði 10 mörk í 18 deildarleikjum Þórsliðsins í Pepsi-deildinni síðasta sumar og Þórsliðið fékk 22 af 24 stigum sínum í þessum 18 leikjum.
Þórsliðið hefur nú spilað sex leiki án Chuck í Pepsi-deildinni tvö síðustu sumur og aðeins náð í samtals tvö stig í þeim. Liðið hefur ennfremur aðeins náð í samtals þrjú stig í þeim níu leikjum þar sem Chuk hefur ekki verið í byrjunarliðinu hjá Páli Viðari Gíslasyni.
Chukwudi Chijindu skoraði ekki aðeins þessi tíu mörk því hann átti einnig þátt í undirbúningi fimm marka til viðbótar.
Tölfræðin sýnir það svart á hvítu að Þórsarar þurfa á Chuck að halda og enn eitt dæmið um það að hann skoraði í öllum sex sigurleikjum liðsins síðasta sumar.
Þór án Chukwudi Chijindu í Pepsi-deildinni 2013-14:
2013
Breiðablik (úti) 1-4 tap
KR (heima) 1-3 tap
Valur (úti) 2-2 jafntefli
Fram (heima) 1-1 jafntefli
2014
Keflavík (úti) 1-3 tap
Fjölnir (heima) 1-2 tap
Samantekt:
6 leikir án Chuck
0 sigrar - 2 jafntefli - 4 töp
2 stig í húsi
Markatalan: -8 (7-15)
