Sögulegar stundir á HM: Þegar sparkspekingar urðu orðlausir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2014 22:52 Stuðningsmenn Brasilíu orðlausir yfir leik kvöldsins. Vísir/AFP Fyrst var 1-0, svo 2-0, 3-0, 4-0 og svo var staðan orðin 5-0. Um allan heim klóraði fólk sér í kollinum. Orðleysið var algjört. Menn reyndu að slá á létta strengi á Twitter en hver brandarinn var öðrum verri. Það vissi enginn hvað hann átti að segja. Brasilíumenn á heimavelli lentir fimm mörkum undir og ekki hálftími liðinn af leiknum. Áður en yfir lauk urðu mörkin sjö og stærsta tap, já og sigur líka, í undanúrslitum á HM í sögunni staðreynd. Eftir á að hyggja voru spekingar sem áhugamenn með þetta allt á hreinu. „Þjóðverjar eru einfaldlega með miklu betra lið,“ sögðu og hugsuðu eflaust margir. En svona útreið? Ég fullyrði að enginn sparkspekingur í öllum heimsins sjónvarpsstúdíóum, krám eða heima í stofu spáði svona útreið. Um allan heim var fólk orðlaust og vandfundið annað eins augnablik og eftir 29. mínútur. Fólk horfði hvert á annað og hugsaði, „ha?“ Þótt úrslitin í kvöld séu mögulega þau ótrúlegustu í sögu keppninnar hefur fólk orðið orðlaust áður í sögu þessar mestu knattspyrnuveislu í heimi sem lýkur, því miður, á sunnudaginn. Hér verða raktar nokkrar sögulegar stundir á HM þar sem stuðningsmenn í stúkunni og/eða sjónvarpsáhugamenn trúðu ekki sínum eigin augum.Leikmaður liggur í valnum. Kunnugleg sjón í Santiago sumarið 1962.Vísir/GettyBaráttan í Santiago Fyrir viðureign Ítala og Chile á HM 1962, sem fram fór í höfuðborg síðarnefndu þjóðarinnar Santiago, höfðu blaðamenn frá Ítalíu farið ófögrum orðum um borgina. Tveimur árum fyrr hafði einn stærsti jarðskjálfti sem mælst hafði riðið yfir Suður-Ameríkulandið. Ekki er ljóst hve margir létust en tala látinna er talin á bilinu 2200-6000. Borgin hafði verið í mikilli enduruppbyggingu og tóku heimamenn þessa gagnrýni ítalskra miðla óstinnt upp. Dagblöð í Chile endurbirtu umfjöllun ítölsku blaðanna, stílfærðu sumar og þegar loks kom að leiknum var heldur betur byrjað að sjóða upp úr. „Þetta var í fyrsta skipti sem þjóðirnar mættust á fótboltavellinum og vonandi verður það hið síðasta,“ sagði breskur íþróttafréttamaður eftir leikinn. Fyrsta brotið í leiknum leit dagsins ljós eftir tólf sekúndur og var það bara byrjunin. Grófari leikur hefur ekki verið spilaður í sögu HM. Enginn sem horfir á myndbandið að neðan getur mótmælt því. Chile vann leikinn 2-0.Maradona í Mexíkó Aldrei hefur HM í knattspyrnu snúist jafnmikið um einn mann og þegar keppnin var haldin í Mexíkó 1986. Upphaflega átti reyndar að halda keppnina í Kólumbíu, þaðan sem Maradona fékk kókaínið sitt í seinni tíð, en vegna efnahagslegra erfiðleika var keppnin haldin í Mexíkó líkt og árið 1970. Argentínumenn fóru alla leið í keppninni þar sem Maradona var í leiðtogahlutverkinu. Með sinn ótrúlega vinstri fót og alla 166 sentimetrana bauð Maradona til sýningar sem lauk með banvænni stoðsendingu á Burruchaga í úrslitaleiknum á Azteca-vellinum. Markið þess síðarnefnda batt enda á endurkomu Vestur-Þjóðverja sem höfðu jafnað metin í 2-2 eftir að hafa lent 2-0 undir og vel liðið á síðari hálfleikinn. Maradona skoraði líka draumamark í undanúrslitunum gegn Belgum en það var í átta liða úrslitum gegn Englandi sem fólk átti ekki orð. Tvisvar. Tvö frægustu mörk í sögu HM voru nefnilega skoruð í einum og sama leiknum. Annað var eins ólöglegt og siðlaust og þau gerast. Það naut aðstoðar guðs að sögn Maradona. Hið rétta er að ef annað marka hans var fyrir náð einhvers guðs var það hið síðara. Peter Beardsley, Peter Reid, Terry Fenwick, Terry Butcher (tvisvar) og Peter Shilton gegndu hlutverki statista á meðan Maradona skokkaði framhjá þeim með guðdómlegum hætti. Hefði Maradona ekki skorað síðara markið hefði örugglega mun meira verið gert úr óheiðarleika hans í fyrra markinu. Ekki að það mark hafi ekki verið til umfjöllunar alla daga síðan. Umræðunni lýkur hins vegar oftar en ekki með orðunum.. „En hversu flott var seinna markið?“ Þar með er umræðunni lokið og flestum er sama þótt sárabótarmark Gary Lineker hafi tryggt honum markakóngstitilinn. Árið 1986 var Maradona kóngurinn en aðrir voru peð.Ósigrandi liðið tapaði Ungverjar höfðu ekki tapað leik í fjögur ár. Heimsbyggðin fékk létt áfall þegar þeir slátruðu Englendingum 6-3 á Wembley í nóvember 1953 og á vormánuðum 1954 lágu þeir ensku 7-1 í Búdapest. HM var framundan í Sviss og ljóst hvaða þjóð væri sigurstranglegust. Sömuleiðis var klárt hver myndi verða stjarna keppninnar. Ferenc Puscas var maðurinn sem átti að leiða Ungverja til sigurs og færa þjóð sinni Jules Rimet bikarinn. Markamaskínan Sandor Kocsis skoraði sjö mörk í leikjunum tveimur í riðlakeppninni. Suður-Kórea lá 9-0 gegn ungversku sveitinni og síðan var komið að Vestur-Þjóðverjum. Ungverjar komust í 8-1 áður en þeir þýsku minnkuðu muninn í 8-3. Loks fengu Ungverjar mótspyrnu í átta-liða úrslitum og undanúrslitum gegn Brasilíu og Úrúgvæ. Ungverjar stóðust þó pressuna og voru komnir í úrslitaleikinn. Þar var andstæðingurinn Vestur-Þjóðverjar sem voru vafalítið ekki búnir að gleyma 8-3 flengingunni tveimur vikum fyrr. Það mígrigndi í Bern þegar flautað var til leiks og allt virtist ganga eðlilega fyrir sig. Ungverjar komust í 2-0 eftir átta mínútur og eftirleikurinn formsatriði. Liðið hafði sem fyrr segir ekki tapað í fjögur ár en þá hafði landslið Vestur-Þýskalands ekki einu sinni verið myndað. Hið ótrúlega gerðist. Tvær sóknir á átta mínútna kafla og staðan var orðin 2-2. Ungverjar skutu í stöng og slá auk þess sem Turek í marki Þjóðverjanna varði eins og berserkur. Og hvað svo? Jú, Helmut Rahn hamraði boltann með vinstri fæti í mark Ungverja sex mínútum fyrir leikslok og tryggði Vestur-Þjóðverjum einhvern óvæntasta heimsmeistaratitil sögunnar. Auðvitað var boðið upp á dramatík í lokin þar sem mark Puscas var dæmt af og Turek sýndi glæsivörslur. Ekkert gekk hjá Ungverjum og Vestur-Þjóðverjar fögnuðu sínum fyrsta heimsmeistaratitli. Síðar leiddi rannsókn í háskólanum í Leipzig í ljós að leikmenn Vestur-Þjóðverja höfðu verið sprautaðir með amfetamíni fyrir leiki liðsins í Sviss.Kamerún skellti Argentínu HM á Ítalíu 1990 er fyrsta keppnin sem ég man eftir að hafa fylgst með. Keppnin var gagnrýnd fyrir grófan leik og markaleysi en átta ára pjakkur var með stjörnur í augunum og fylgdist með veislunni. Besta skemmtiatriðið í þeirri veislu voru strákarnir frá Kamerún í sínum grænu og rauðu búningum. Diego Maradona var mættur til Ítalíu með strákunum sínum í liði Argentínu. Opnunarleikurinn, sem á þeim tíma var fyrsti leikur ríkjandi heimsmeistara, var á San Siro gegn Kamerún. Lið sem samanstóð af leikmönnum í neðri deildum Frakklands og hinum 38 ára gamla Roger Milla á varamannabekknum. Þá vissi reyndar enginn hver Roger Milla var. Í dag þekkja hann allir. Sigur Bandaríkjanna á Englandi 1950, tap Ítala gegn Norður-Kóreu 1966 og 2-1 sigur Alsír gegn Vestur-Þýskalandi 1982 voru afar óvænt og söguleg úrslit. En það var eitthvað sérstakt við sigur hinna óþekktu Kamerúna gegn ríkjandi heimsmeisturum leiddum af besta leikmanni í heimi. Á 90 mínútum fékk heimsbyggðin trú á knattspyrnu frá Afríku. Þegar þarna var komið við sögu voru það tilþrif á borð við „aukaspyrnu“ varnarmanns Zaire gegn Brasilíu á HM 1974 sem fólk hugsaði um þegar knattspyrna frá Afríku var annars vegar. Já, og markverðir í buxum. Heimsbyggðin tók ástfóstri við Kamerúna. Kona í Bangladesh svipti sig lífi þegar Kamerúnar luku leik í átta liða úrslitum gegn Englandi. „Endalok Kamerúna á HM þýðir endalok lífs míns,“ voru skilaboð hinnar látnu. Vissulega voru Kamerúnar grófir og sigurmarkið klaufalegt. Skór flugu, tvö rauð spjöld fóru á loft en í lokin voru það þeir grænu og rauðu sem dönsuðu sambadansa úti um allan völl. Afrískur fótbolti var mættur á sjónarsviðið og hafa Nígería og Senegal í seinni tíð fetað í fótspor Kamerúna og heillað heimsbyggðina á HM. Enginn verður svikinn af því besta og versta úr viðureigninni sögulegu í myndbandinu hér að neðan. Tæklingarnar sem Claudio Caniggia fékk að finna fyrir er eitthvað sem allir verða að sjá að minnsta kosti einu sinni.Reglulegt orðleysi Þótt leikirnir fjórir að ofan hafi orðið fyrir vali greinarhöfundar hvað augnablik sem fengu sparkspekinga til að standa á öndinni varðar eru mun fleiri sem verðskulda umfjöllun. 10-1 rassskelling El Salvador gegn Unverjum 1982, barátta Zidane og Materazzi 2006, morðið á Andreas Escobar eftir heimkomuna til Kólumbíu 1994, V-Þjóðverjar lentir marki undir á heimavelli gegn Hollendingum 1974 án þess að hafa snert boltann, draugur Ronaldo í úrslitaleiknum í Frakklandi 1998 og dómgæslan í viðureign Suður-Kóreu gegn Ítalíu 2002. Manstu eftir fleiri mögnuðum augnablikum í sögu HM? Deildu þeim með okkur í ummælakerfinu hér að neðan. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Luiz: Við vildum bara gleðja þjóðina Leikmenn Brasilíu voru orðlausir eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld. 8. júlí 2014 23:06 Klose sló met Ronaldo Miroslav Klose er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu úrslitakeppni HM. 8. júlí 2014 20:50 Scolari bað brasilísku þjóðina afsökunar Brasilíski landsliðsþjálfarinn tók ábyrgð á tapinu gegn Þýskalandi í kvöld. 8. júlí 2014 22:41 Takk! Við elskum ykkur Þýskir fjölmiðlar ganga af göflunum eftir sigurinn á Brasilíu í kvöld. 8. júlí 2014 23:27 Aldrei fleiri tíst en nú Leikurinn er sögulegur á heimsvísu. 8. júlí 2014 21:39 Brasilíumenn niðurlægðir á heimavelli Þýskaland komst áfram í úrslitaleikinn á HM með ótrúlegum 7-1 sigri á Brasilíu í undanúrslitum. 8. júlí 2014 10:33 Brasilía grét | Myndir Leikmenn og stuðningsmenn Brasilíu voru óhuggandi eftir stórtapið gegn Þýskalandi í kvöld. 8. júlí 2014 22:13 Þýskaland hefur skorað flest mörk á HM Þýska landsliðið tók fram úr því brasilíska með 7-1 sigrinum í kvöld. 8. júlí 2014 22:50 Tap Brasilíu metjöfnun Ófá met féllu hjá brasilíska landsliðinu í kvöld. Kvöldið er eitt hið versta í knattspyrnusögu þessa fimmfalda heimsmeistara. 8. júlí 2014 22:34 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sjá meira
Fyrst var 1-0, svo 2-0, 3-0, 4-0 og svo var staðan orðin 5-0. Um allan heim klóraði fólk sér í kollinum. Orðleysið var algjört. Menn reyndu að slá á létta strengi á Twitter en hver brandarinn var öðrum verri. Það vissi enginn hvað hann átti að segja. Brasilíumenn á heimavelli lentir fimm mörkum undir og ekki hálftími liðinn af leiknum. Áður en yfir lauk urðu mörkin sjö og stærsta tap, já og sigur líka, í undanúrslitum á HM í sögunni staðreynd. Eftir á að hyggja voru spekingar sem áhugamenn með þetta allt á hreinu. „Þjóðverjar eru einfaldlega með miklu betra lið,“ sögðu og hugsuðu eflaust margir. En svona útreið? Ég fullyrði að enginn sparkspekingur í öllum heimsins sjónvarpsstúdíóum, krám eða heima í stofu spáði svona útreið. Um allan heim var fólk orðlaust og vandfundið annað eins augnablik og eftir 29. mínútur. Fólk horfði hvert á annað og hugsaði, „ha?“ Þótt úrslitin í kvöld séu mögulega þau ótrúlegustu í sögu keppninnar hefur fólk orðið orðlaust áður í sögu þessar mestu knattspyrnuveislu í heimi sem lýkur, því miður, á sunnudaginn. Hér verða raktar nokkrar sögulegar stundir á HM þar sem stuðningsmenn í stúkunni og/eða sjónvarpsáhugamenn trúðu ekki sínum eigin augum.Leikmaður liggur í valnum. Kunnugleg sjón í Santiago sumarið 1962.Vísir/GettyBaráttan í Santiago Fyrir viðureign Ítala og Chile á HM 1962, sem fram fór í höfuðborg síðarnefndu þjóðarinnar Santiago, höfðu blaðamenn frá Ítalíu farið ófögrum orðum um borgina. Tveimur árum fyrr hafði einn stærsti jarðskjálfti sem mælst hafði riðið yfir Suður-Ameríkulandið. Ekki er ljóst hve margir létust en tala látinna er talin á bilinu 2200-6000. Borgin hafði verið í mikilli enduruppbyggingu og tóku heimamenn þessa gagnrýni ítalskra miðla óstinnt upp. Dagblöð í Chile endurbirtu umfjöllun ítölsku blaðanna, stílfærðu sumar og þegar loks kom að leiknum var heldur betur byrjað að sjóða upp úr. „Þetta var í fyrsta skipti sem þjóðirnar mættust á fótboltavellinum og vonandi verður það hið síðasta,“ sagði breskur íþróttafréttamaður eftir leikinn. Fyrsta brotið í leiknum leit dagsins ljós eftir tólf sekúndur og var það bara byrjunin. Grófari leikur hefur ekki verið spilaður í sögu HM. Enginn sem horfir á myndbandið að neðan getur mótmælt því. Chile vann leikinn 2-0.Maradona í Mexíkó Aldrei hefur HM í knattspyrnu snúist jafnmikið um einn mann og þegar keppnin var haldin í Mexíkó 1986. Upphaflega átti reyndar að halda keppnina í Kólumbíu, þaðan sem Maradona fékk kókaínið sitt í seinni tíð, en vegna efnahagslegra erfiðleika var keppnin haldin í Mexíkó líkt og árið 1970. Argentínumenn fóru alla leið í keppninni þar sem Maradona var í leiðtogahlutverkinu. Með sinn ótrúlega vinstri fót og alla 166 sentimetrana bauð Maradona til sýningar sem lauk með banvænni stoðsendingu á Burruchaga í úrslitaleiknum á Azteca-vellinum. Markið þess síðarnefnda batt enda á endurkomu Vestur-Þjóðverja sem höfðu jafnað metin í 2-2 eftir að hafa lent 2-0 undir og vel liðið á síðari hálfleikinn. Maradona skoraði líka draumamark í undanúrslitunum gegn Belgum en það var í átta liða úrslitum gegn Englandi sem fólk átti ekki orð. Tvisvar. Tvö frægustu mörk í sögu HM voru nefnilega skoruð í einum og sama leiknum. Annað var eins ólöglegt og siðlaust og þau gerast. Það naut aðstoðar guðs að sögn Maradona. Hið rétta er að ef annað marka hans var fyrir náð einhvers guðs var það hið síðara. Peter Beardsley, Peter Reid, Terry Fenwick, Terry Butcher (tvisvar) og Peter Shilton gegndu hlutverki statista á meðan Maradona skokkaði framhjá þeim með guðdómlegum hætti. Hefði Maradona ekki skorað síðara markið hefði örugglega mun meira verið gert úr óheiðarleika hans í fyrra markinu. Ekki að það mark hafi ekki verið til umfjöllunar alla daga síðan. Umræðunni lýkur hins vegar oftar en ekki með orðunum.. „En hversu flott var seinna markið?“ Þar með er umræðunni lokið og flestum er sama þótt sárabótarmark Gary Lineker hafi tryggt honum markakóngstitilinn. Árið 1986 var Maradona kóngurinn en aðrir voru peð.Ósigrandi liðið tapaði Ungverjar höfðu ekki tapað leik í fjögur ár. Heimsbyggðin fékk létt áfall þegar þeir slátruðu Englendingum 6-3 á Wembley í nóvember 1953 og á vormánuðum 1954 lágu þeir ensku 7-1 í Búdapest. HM var framundan í Sviss og ljóst hvaða þjóð væri sigurstranglegust. Sömuleiðis var klárt hver myndi verða stjarna keppninnar. Ferenc Puscas var maðurinn sem átti að leiða Ungverja til sigurs og færa þjóð sinni Jules Rimet bikarinn. Markamaskínan Sandor Kocsis skoraði sjö mörk í leikjunum tveimur í riðlakeppninni. Suður-Kórea lá 9-0 gegn ungversku sveitinni og síðan var komið að Vestur-Þjóðverjum. Ungverjar komust í 8-1 áður en þeir þýsku minnkuðu muninn í 8-3. Loks fengu Ungverjar mótspyrnu í átta-liða úrslitum og undanúrslitum gegn Brasilíu og Úrúgvæ. Ungverjar stóðust þó pressuna og voru komnir í úrslitaleikinn. Þar var andstæðingurinn Vestur-Þjóðverjar sem voru vafalítið ekki búnir að gleyma 8-3 flengingunni tveimur vikum fyrr. Það mígrigndi í Bern þegar flautað var til leiks og allt virtist ganga eðlilega fyrir sig. Ungverjar komust í 2-0 eftir átta mínútur og eftirleikurinn formsatriði. Liðið hafði sem fyrr segir ekki tapað í fjögur ár en þá hafði landslið Vestur-Þýskalands ekki einu sinni verið myndað. Hið ótrúlega gerðist. Tvær sóknir á átta mínútna kafla og staðan var orðin 2-2. Ungverjar skutu í stöng og slá auk þess sem Turek í marki Þjóðverjanna varði eins og berserkur. Og hvað svo? Jú, Helmut Rahn hamraði boltann með vinstri fæti í mark Ungverja sex mínútum fyrir leikslok og tryggði Vestur-Þjóðverjum einhvern óvæntasta heimsmeistaratitil sögunnar. Auðvitað var boðið upp á dramatík í lokin þar sem mark Puscas var dæmt af og Turek sýndi glæsivörslur. Ekkert gekk hjá Ungverjum og Vestur-Þjóðverjar fögnuðu sínum fyrsta heimsmeistaratitli. Síðar leiddi rannsókn í háskólanum í Leipzig í ljós að leikmenn Vestur-Þjóðverja höfðu verið sprautaðir með amfetamíni fyrir leiki liðsins í Sviss.Kamerún skellti Argentínu HM á Ítalíu 1990 er fyrsta keppnin sem ég man eftir að hafa fylgst með. Keppnin var gagnrýnd fyrir grófan leik og markaleysi en átta ára pjakkur var með stjörnur í augunum og fylgdist með veislunni. Besta skemmtiatriðið í þeirri veislu voru strákarnir frá Kamerún í sínum grænu og rauðu búningum. Diego Maradona var mættur til Ítalíu með strákunum sínum í liði Argentínu. Opnunarleikurinn, sem á þeim tíma var fyrsti leikur ríkjandi heimsmeistara, var á San Siro gegn Kamerún. Lið sem samanstóð af leikmönnum í neðri deildum Frakklands og hinum 38 ára gamla Roger Milla á varamannabekknum. Þá vissi reyndar enginn hver Roger Milla var. Í dag þekkja hann allir. Sigur Bandaríkjanna á Englandi 1950, tap Ítala gegn Norður-Kóreu 1966 og 2-1 sigur Alsír gegn Vestur-Þýskalandi 1982 voru afar óvænt og söguleg úrslit. En það var eitthvað sérstakt við sigur hinna óþekktu Kamerúna gegn ríkjandi heimsmeisturum leiddum af besta leikmanni í heimi. Á 90 mínútum fékk heimsbyggðin trú á knattspyrnu frá Afríku. Þegar þarna var komið við sögu voru það tilþrif á borð við „aukaspyrnu“ varnarmanns Zaire gegn Brasilíu á HM 1974 sem fólk hugsaði um þegar knattspyrna frá Afríku var annars vegar. Já, og markverðir í buxum. Heimsbyggðin tók ástfóstri við Kamerúna. Kona í Bangladesh svipti sig lífi þegar Kamerúnar luku leik í átta liða úrslitum gegn Englandi. „Endalok Kamerúna á HM þýðir endalok lífs míns,“ voru skilaboð hinnar látnu. Vissulega voru Kamerúnar grófir og sigurmarkið klaufalegt. Skór flugu, tvö rauð spjöld fóru á loft en í lokin voru það þeir grænu og rauðu sem dönsuðu sambadansa úti um allan völl. Afrískur fótbolti var mættur á sjónarsviðið og hafa Nígería og Senegal í seinni tíð fetað í fótspor Kamerúna og heillað heimsbyggðina á HM. Enginn verður svikinn af því besta og versta úr viðureigninni sögulegu í myndbandinu hér að neðan. Tæklingarnar sem Claudio Caniggia fékk að finna fyrir er eitthvað sem allir verða að sjá að minnsta kosti einu sinni.Reglulegt orðleysi Þótt leikirnir fjórir að ofan hafi orðið fyrir vali greinarhöfundar hvað augnablik sem fengu sparkspekinga til að standa á öndinni varðar eru mun fleiri sem verðskulda umfjöllun. 10-1 rassskelling El Salvador gegn Unverjum 1982, barátta Zidane og Materazzi 2006, morðið á Andreas Escobar eftir heimkomuna til Kólumbíu 1994, V-Þjóðverjar lentir marki undir á heimavelli gegn Hollendingum 1974 án þess að hafa snert boltann, draugur Ronaldo í úrslitaleiknum í Frakklandi 1998 og dómgæslan í viðureign Suður-Kóreu gegn Ítalíu 2002. Manstu eftir fleiri mögnuðum augnablikum í sögu HM? Deildu þeim með okkur í ummælakerfinu hér að neðan.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Luiz: Við vildum bara gleðja þjóðina Leikmenn Brasilíu voru orðlausir eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld. 8. júlí 2014 23:06 Klose sló met Ronaldo Miroslav Klose er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu úrslitakeppni HM. 8. júlí 2014 20:50 Scolari bað brasilísku þjóðina afsökunar Brasilíski landsliðsþjálfarinn tók ábyrgð á tapinu gegn Þýskalandi í kvöld. 8. júlí 2014 22:41 Takk! Við elskum ykkur Þýskir fjölmiðlar ganga af göflunum eftir sigurinn á Brasilíu í kvöld. 8. júlí 2014 23:27 Aldrei fleiri tíst en nú Leikurinn er sögulegur á heimsvísu. 8. júlí 2014 21:39 Brasilíumenn niðurlægðir á heimavelli Þýskaland komst áfram í úrslitaleikinn á HM með ótrúlegum 7-1 sigri á Brasilíu í undanúrslitum. 8. júlí 2014 10:33 Brasilía grét | Myndir Leikmenn og stuðningsmenn Brasilíu voru óhuggandi eftir stórtapið gegn Þýskalandi í kvöld. 8. júlí 2014 22:13 Þýskaland hefur skorað flest mörk á HM Þýska landsliðið tók fram úr því brasilíska með 7-1 sigrinum í kvöld. 8. júlí 2014 22:50 Tap Brasilíu metjöfnun Ófá met féllu hjá brasilíska landsliðinu í kvöld. Kvöldið er eitt hið versta í knattspyrnusögu þessa fimmfalda heimsmeistara. 8. júlí 2014 22:34 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sjá meira
Luiz: Við vildum bara gleðja þjóðina Leikmenn Brasilíu voru orðlausir eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld. 8. júlí 2014 23:06
Klose sló met Ronaldo Miroslav Klose er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu úrslitakeppni HM. 8. júlí 2014 20:50
Scolari bað brasilísku þjóðina afsökunar Brasilíski landsliðsþjálfarinn tók ábyrgð á tapinu gegn Þýskalandi í kvöld. 8. júlí 2014 22:41
Takk! Við elskum ykkur Þýskir fjölmiðlar ganga af göflunum eftir sigurinn á Brasilíu í kvöld. 8. júlí 2014 23:27
Brasilíumenn niðurlægðir á heimavelli Þýskaland komst áfram í úrslitaleikinn á HM með ótrúlegum 7-1 sigri á Brasilíu í undanúrslitum. 8. júlí 2014 10:33
Brasilía grét | Myndir Leikmenn og stuðningsmenn Brasilíu voru óhuggandi eftir stórtapið gegn Þýskalandi í kvöld. 8. júlí 2014 22:13
Þýskaland hefur skorað flest mörk á HM Þýska landsliðið tók fram úr því brasilíska með 7-1 sigrinum í kvöld. 8. júlí 2014 22:50
Tap Brasilíu metjöfnun Ófá met féllu hjá brasilíska landsliðinu í kvöld. Kvöldið er eitt hið versta í knattspyrnusögu þessa fimmfalda heimsmeistara. 8. júlí 2014 22:34