Fótbolti

Maradona: Brasilía getur lært af okkur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Diego Maradona vann HM með Argentínu árið 1986.
Diego Maradona vann HM með Argentínu árið 1986. vísir/getty
Diego Maradona telur að leikmenn Brasilíu á HM í fótbolta geti lært sitthvað af argentínska liðinu sem komst í úrslitaleik heimsmeistaramótsins árið 1990 á Ítalíu.

Brassarnir mæta Þýskalandi í undanúrsiltum í kvöld en verða án tveggja sinna bestu manna; miðvarðarins ThiagoSilva og ofurstjörnunnar Neymars.

Í viðtali við Times of India rifjar Maradona upp úrslitaleikinn á Ítalíu þar sem Argentínumenn töpuðu fyrir Þjóðverjum, en þar var Argentína án nokurra sinna bestu leikmanna.

Claudio Caniggia og RicardoGiusti voru í banni. Við vorum án fjögurra leikmanna vegna leikbanna og meiðsla,“ segir Maradona.

„Þrátt fyrir það börðust við eins og ljón þegar mexíkóski dómarinn EdgardoCodesal sendi Perdo Monzon af velli á 65. mínútu þegar JürgenKlinsmann dýfði sér.“

„Við kláruðum leikinn níu inn á vellinum þegar GustavoDezotti var rekinn af velli. Þýskalandi vann á vítaspyrnu sem átti aldrei að dæma. Við töpuðum leiknum en börðumst eins og hetjur.“

„Menn verða að gefa allt sitt þegar þeir eru komnir í svona stöðu. Brasilísku leikmennirnir geta lært ýmislegt af okkur og sýnt og sýnt að þeir eru tilbúnir til að deyja á vellinum í Belo Horizonte,“ segir Maradona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×