Tobba Marinós og Karl Sigurðsson eignuðust dóttur á sunnudagskvöld og er stúlkan fyrsta barn þeirra. Tobba var komin þó nokkuð fram yfir settan dag og var hún því sett af stað á sunnudagskvöld og kom stúlkan í heiminn rétt fyrir miðnætti.
Stúlkan var 16 merkur við fæðinguna og greinir Tobba frá því á Facebook síðu sinni að nú megi lífið sko byrja
Lífið á Vísi óskar hinum nýbökuðu foreldrum innilega til hamingju með frumburðinn.
Lífið