Erlent

Þjóðvarðlið kallað út í Missouri

Atli Ísleifsson skrifar
Mikil spenna hefur verið í Ferguson síðustu vikuna eftir að táningurinn Michael Brown var skotinn til bana af lögreglu þann 9. ágúst síðastliðinn.
Mikil spenna hefur verið í Ferguson síðustu vikuna eftir að táningurinn Michael Brown var skotinn til bana af lögreglu þann 9. ágúst síðastliðinn. Vísir/AFP
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa kallað út þjóðvarðlið til að fást við mótmælendur í Ferguson í Missouri. Rúm vika er nú liðin frá því táningurinn Michael Brown var skotinn til bana af lögreglu í borginni og hefur andrúmsloftið í borginni verið þrungið spennu æ síðan.

Ríkisstjórinn Jay Nixon gaf í gærkvöld út fyrirskipun um að kalla skyldi út þjóðvarðlið „til að koma á ró og verja íbúa Ferguson.“  Var ákvörðunin tekin skömmu eftir að lögreglu og mótmælendum lenti saman í nótt.

Mikil átök geisuðu í borginni í nótt þrátt fyrir að þar sé í gildi útgöngubann, aðra nóttina í röð. Lögregla beitti meðal annars táragasi í átökunum í nótt.

Í frétt BBC segir að mótmælendur hafi kastað bensínsprengjum og flöskum að lögreglu og komið upp götuvirkjum, en útgöngubann tók gildi á miðnætti að staðartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×