Mótfallinn styttingu náms Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 18. ágúst 2014 22:08 Breytingar í farvatninu MR stefnir að því að bjóða nemendum úr níunda bekk grunnskóla að hefja nám við skólann að fengnu samþykki menntamálaráðherra. Fréttablaðið/GVA Rektor Menntaskólans í Reykjavík (MR) er mótfallinn því að öllum framhaldsskólum landsins sé gert að stytta nám til stúdentsprófs í þrjú ár. „Við viljum hafa kerfið opið og sveigjanlegt, að það séu ekki allir skólar steyptir í sama mót,“ segir Yngvi Pétursson, rektor MR. Rektor segir að sé unnið að nýrri fjögurra ára námsskrá því skólinn stefni að því að bjóða nemendum úr níunda bekk grunnskóla að hefja nám við skólann að fengnu samþykki menntamálaráðherra. „Við erum að vinna að því núna að fá samþykki ráðherrans,“ segir Yngvi og bendir á að MR hafi á árunum 2007 og 2008 verið með tilraunaverkefni sem fólst í að bjóða nemendum úr níunda bekk grunnskólans skólavist í MR. Þetta hafi verið nemendur sem hafi verið búnir að ljúka hluta af námi tíunda bekkjar og MR hafi brúað það sem upp á vantaði. „Þessum nemendum gekk undantekningalaust vel í skólanum og með þessa reynslu í farteskinu sjáum við ekkert því til fyrirstöðu nú að taka inn yngri nemendur en við gerum nú,“ segir Yngvi.Yngvi Pétursson rektor Menntaskólans í Reykjavík er mótfallinn því að menntaskólanám sé stytt en hann vill aukinn sveigjanleika.Jón Már Héðinsson, rektor Menntaskólans á Akureyri, segir skólann vera að vinna að gerð nýrrar námsskrár svo hægt verði að bjóða upp á nám til stúdentsprófs á þremur árum frá og með næsta skólaári. „Við erum að endurskoða námsskrána. Það verk hófst raunar á síðasta skólaári en tafðist vegna verkfalls framhaldsskólakennara,“ segir Jón Már. Hann segir að sér lítist vel á að geta boðið upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs í stað fjögurra. „Þetta þarf ekki að vera snúið. Þetta reynir fyrst og fremst á að menn hugsi út fyrir rammann,“ segir Jón Már. Síðasti árgangurinn sem er að hefja nám í framhaldsskólum í haust kemur að stærstum hluta til með að ljúka stúdentsprófi á fjórum árum. Á næsta ári er gert ráð fyrir að flestir þeir sem innrita sig í framhaldsskóla ljúki því á þremur árum.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur lagt mikla áherslu á styttingu náms til stúdentsprófs og raunar hefur ekki þurft ráðherraskipun því með tilkomu áfangakerfisins í framhaldsskólum hefur þeim fjölgað til muna sem ljúka námi á styttri tíma en fjórum árum. Af þeim sem innrituðust árið 2007 í framhaldsskóla luku 23 prósent þeirra sem fóru í áfangaskóla námi á skemmri tíma en fjórum árum. Að sögn Ólafs H. Sigurjónssonar, formanns Skólameistarafélagsins, hefur nemendum sem hafa lokið stúdentsprófi á skemmri tíma en fjórum árum farið fjölgandi. Ólafur segir að stytting námsins kalli á breytingar á grunnskipulagi skólanna, áföngum til stúdentsprófs fækki en honum líst vel á fyrirhugaðar breytingar. „Mér líst vel á að námið verði stytt í þrjú ár. Þegar það verður orðið að veruleika þá á þeim nemendum eftir að fjölga talsvert sem útskrifast á tveimur árum,“ segir Ólafur. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Rektor Menntaskólans í Reykjavík (MR) er mótfallinn því að öllum framhaldsskólum landsins sé gert að stytta nám til stúdentsprófs í þrjú ár. „Við viljum hafa kerfið opið og sveigjanlegt, að það séu ekki allir skólar steyptir í sama mót,“ segir Yngvi Pétursson, rektor MR. Rektor segir að sé unnið að nýrri fjögurra ára námsskrá því skólinn stefni að því að bjóða nemendum úr níunda bekk grunnskóla að hefja nám við skólann að fengnu samþykki menntamálaráðherra. „Við erum að vinna að því núna að fá samþykki ráðherrans,“ segir Yngvi og bendir á að MR hafi á árunum 2007 og 2008 verið með tilraunaverkefni sem fólst í að bjóða nemendum úr níunda bekk grunnskólans skólavist í MR. Þetta hafi verið nemendur sem hafi verið búnir að ljúka hluta af námi tíunda bekkjar og MR hafi brúað það sem upp á vantaði. „Þessum nemendum gekk undantekningalaust vel í skólanum og með þessa reynslu í farteskinu sjáum við ekkert því til fyrirstöðu nú að taka inn yngri nemendur en við gerum nú,“ segir Yngvi.Yngvi Pétursson rektor Menntaskólans í Reykjavík er mótfallinn því að menntaskólanám sé stytt en hann vill aukinn sveigjanleika.Jón Már Héðinsson, rektor Menntaskólans á Akureyri, segir skólann vera að vinna að gerð nýrrar námsskrár svo hægt verði að bjóða upp á nám til stúdentsprófs á þremur árum frá og með næsta skólaári. „Við erum að endurskoða námsskrána. Það verk hófst raunar á síðasta skólaári en tafðist vegna verkfalls framhaldsskólakennara,“ segir Jón Már. Hann segir að sér lítist vel á að geta boðið upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs í stað fjögurra. „Þetta þarf ekki að vera snúið. Þetta reynir fyrst og fremst á að menn hugsi út fyrir rammann,“ segir Jón Már. Síðasti árgangurinn sem er að hefja nám í framhaldsskólum í haust kemur að stærstum hluta til með að ljúka stúdentsprófi á fjórum árum. Á næsta ári er gert ráð fyrir að flestir þeir sem innrita sig í framhaldsskóla ljúki því á þremur árum.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur lagt mikla áherslu á styttingu náms til stúdentsprófs og raunar hefur ekki þurft ráðherraskipun því með tilkomu áfangakerfisins í framhaldsskólum hefur þeim fjölgað til muna sem ljúka námi á styttri tíma en fjórum árum. Af þeim sem innrituðust árið 2007 í framhaldsskóla luku 23 prósent þeirra sem fóru í áfangaskóla námi á skemmri tíma en fjórum árum. Að sögn Ólafs H. Sigurjónssonar, formanns Skólameistarafélagsins, hefur nemendum sem hafa lokið stúdentsprófi á skemmri tíma en fjórum árum farið fjölgandi. Ólafur segir að stytting námsins kalli á breytingar á grunnskipulagi skólanna, áföngum til stúdentsprófs fækki en honum líst vel á fyrirhugaðar breytingar. „Mér líst vel á að námið verði stytt í þrjú ár. Þegar það verður orðið að veruleika þá á þeim nemendum eftir að fjölga talsvert sem útskrifast á tveimur árum,“ segir Ólafur.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira