Ísraelar boða hertar árásir á Gaza Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2014 20:00 Forsætisráðherra Ísraels boðar harðari árásir á Gaza þar til Hamas-liðar láta af flugskeytaárásum á suðurhluta Ísraels. Hátt í fjörtíu manns hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna undanfarna daga, þeirra á meðal konur og börn. Ísraelsmenn héldu áfram lofárásum sínum á Gaza í nótt eftir harðar árásir í gær og í dag hafa þeir skotið tæplega fimmtíu eldflaugum á Gazaborg og byggðirnar þar í kring. Herinn segist hafa um fjögur hundruð skotmörk í siktinu á Gaza, stöðvar hernaðararms Hamas samtakanna og jarðgöng sem grafinn hafa verið til að komast á milli staða og yfir landamærin til Egyptalands. Flugskeytin lenda þó oft á íbúðabyggð og hefur fjöldi heimila verið sprengdur í loft upp. Undanfarna daga hafa að minnsta kosti 35 manns fallið á Gaza, um helmingur þeirra óbreyttir borgarar, þar af fjórar konur og þrjú börn. Hundruð manna hafa særst og hafa neyðarmóttökur í borginni vart undan að taka á móti særðu fólki. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels segir að hert verði á árásunum þar til Hamasliðar láti af flugskeytaárásum sínum á suðurhluta Ísraels. Ekkert mannfall hefur orðið vegna þeirra árása, enda eru flugskeyti Hamas mun vanþróaðri en háþróuð vopn Ísraelsmanna. Þá hafa Ísraelsmenn náð að skjóta niður mörg af flugskeytum Hamas, m.a. við Tel Aviv og Jerúsalem. Um 40 þúsund manna varalið ísrelska hersins er í viðbragðsstöðu til innrásar á Gaza, en Ísraelsmenn hafa áður sýnt að þeir eru til alls líklegir telji þeir sér ógnað. Það gæti því enn átt eftir að hitna í kolunum á Gaza með tilheyrandi mannfalli. Gasa Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Forsætisráðherra Ísraels boðar harðari árásir á Gaza þar til Hamas-liðar láta af flugskeytaárásum á suðurhluta Ísraels. Hátt í fjörtíu manns hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna undanfarna daga, þeirra á meðal konur og börn. Ísraelsmenn héldu áfram lofárásum sínum á Gaza í nótt eftir harðar árásir í gær og í dag hafa þeir skotið tæplega fimmtíu eldflaugum á Gazaborg og byggðirnar þar í kring. Herinn segist hafa um fjögur hundruð skotmörk í siktinu á Gaza, stöðvar hernaðararms Hamas samtakanna og jarðgöng sem grafinn hafa verið til að komast á milli staða og yfir landamærin til Egyptalands. Flugskeytin lenda þó oft á íbúðabyggð og hefur fjöldi heimila verið sprengdur í loft upp. Undanfarna daga hafa að minnsta kosti 35 manns fallið á Gaza, um helmingur þeirra óbreyttir borgarar, þar af fjórar konur og þrjú börn. Hundruð manna hafa særst og hafa neyðarmóttökur í borginni vart undan að taka á móti særðu fólki. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels segir að hert verði á árásunum þar til Hamasliðar láti af flugskeytaárásum sínum á suðurhluta Ísraels. Ekkert mannfall hefur orðið vegna þeirra árása, enda eru flugskeyti Hamas mun vanþróaðri en háþróuð vopn Ísraelsmanna. Þá hafa Ísraelsmenn náð að skjóta niður mörg af flugskeytum Hamas, m.a. við Tel Aviv og Jerúsalem. Um 40 þúsund manna varalið ísrelska hersins er í viðbragðsstöðu til innrásar á Gaza, en Ísraelsmenn hafa áður sýnt að þeir eru til alls líklegir telji þeir sér ógnað. Það gæti því enn átt eftir að hitna í kolunum á Gaza með tilheyrandi mannfalli.
Gasa Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira