Fótbolti

Cafu hent úr búningsklefa Brasilíumanna

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Þegar fyrrverandi bakvörður brasilíska landsliðsins, Cafu, ætlaði að ræða við leikmenn brasilíska liðsins eftir 7-1 tap gegn Þýskalandi var honum hent út úr búningsklefanum. Þetta kemur fram á ESPN í Brasilíu.

Cafu sem er leikjahæsti leikmaðurinn í sögu brasilíska landsliðsins lék alls 142 leiki með liðinu á sextán ára tímabili. Var hann fyrirliði liðsins þegar Brasilía vann Heimsmeistaramótið síðast árið 2002.

„Ég ætlaði að aðstoða strákana og tala við þá, ég þekki það að detta út úr Heimsmeistaramóti en þá var mér hent út. Forseti knattspyrnusambandsins sagðist ekki vilja fá neina ókunnuga inn í búningsklefann,“ sagði Cafu.


Tengdar fréttir

Brasilía grét | Myndir

Leikmenn og stuðningsmenn Brasilíu voru óhuggandi eftir stórtapið gegn Þýskalandi í kvöld.

Tap Brasilíu metjöfnun

Ófá met féllu hjá brasilíska landsliðinu í kvöld. Kvöldið er eitt hið versta í knattspyrnusögu þessa fimmfalda heimsmeistara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×