Körfubolti

Þessir hafa staðið sig best í úrslitaeinvígi KR og Grindavíkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Valli
Grindavík tekur á móti KR í kvöld í fjórða leiknum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild karla í körfubolta. KR verður Íslandsmeistari með sigri en Grindvíkingar geta tryggt sér oddaleik vinni þeir leikinn.

KR hefur unnið tvo af þremur leikjum seríunnar til þessa þar á meðal 29 stiga sigur í síðasta leik í DHL-höllinni. Grindavík vann hinsvegar þriggja stiga sigur þegar liðin mættust síðast í Röstinni í Grindavík í leik tvö.

Vísir hefur nú tekið saman frammistöðu leikmanna liðanna í fyrstu þremur leikjunum og reiknað út hvaða leikmenn hafa skarað framúr í ákveðnum tölfræðiþáttum.

KR-ingurinn Demond Watt Jr. er með langhæsta framlagið í einvíginu eða rúmlega tíu framlagsstigum meira að meðaltali í leik en næsti maður sem er Grindvíkingurinn Ómar Sævarsson.

Lewis Clinch Jr. hjá Grindavík hefur skorað flest stig í leik en þar munar ekki miklu á efstu þremur mönnum.  Clinch er með 17,7 stig í leik en næstir koma KR-ingarnir Demond Watt Jr. (17,3) og Martin Hermannsson (16,7).

Demond Watt Jr. er með langflest fráköst (15,7 leik) og Pavel Ermolinskij er með góða forystu í stoðendingum enda búinn að gefa sex stoðsendingum fleira en næsti maður í þessum þremur leikjum. Pavel er líka með flesta stolna bolta.

Það er jöfn barátta í vörðu skotunum þar sem þeir Demond Watt Jr., Ómar Örn Sævarsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson hafa allir varið átta skot í fyrstu þremur leikjunum.

Ómar Sævarsson hjá Grindavík er með bestu skotnýtinguna (75 prósent), Darri Hilmarsson hjá KR er með bestu þriggja stiga skotnýtinguna (64 prósent) og KR-ingurinn Martin Hermannsson er með bestu vítanýtinguna eða 89 prósent.

Leikur fjögur fer fram í Röstinni í Grindavík klukkan 19.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Hér fyrir neðan má síðan sjá efstu menn í úrslitaeinvíginu í helstu tölfræðiþáttunum.



Besta frammistaðan í fyrstu þremur leikjunum:

Hæsta framlag að meðaltali í leik

Demond Watt Jr., KR    32,3

Ómar Örn Sævarsson, Grindavík    22,3

Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík    18,3

Helgi Már Magnússon, KR    18,0

Darri Hilmarsson, KR    17,0

Martin Hermannsson, KR    14,3

Pavel Ermolinskij, KR    14,0

Ólafur Ólafsson, Grindavík    11,3

Lewis Clinch Jr., Grindavík    10,0

Vísir/Valli


Flest stig að meðaltali í leik

Lewis Clinch Jr., Grindavík    17,7

Demond Watt Jr., KR    17,3

Martin Hermannsson, KR    16,7

Helgi Már Magnússon, KR    14,7

Ómar Örn Sævarsson, Grindavík    13,7

Darri Hilmarsson, KR    13,3

Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík    12,3

Ólafur Ólafsson, Grindavík    10,3

Brynjar Þór Björnsson, KR    8,7

Pavel Ermolinskij, KR    8,3

Jóhann Árni Ólafsson, Grindavík    7,3

Flest fráköst að meðaltali í leik

Demond Watt Jr., KR    15,7

Ómar Örn Sævarsson, Grindavík    9,7

Pavel Ermolinskij, KR    8,0

Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík    7,3

Helgi Már Magnússon, KR    7,0

Darri Hilmarsson, KR    6,7

Ólafur Ólafsson, Grindavík    6,3

Lewis Clinch Jr., Grindavík    5,7

Jón Axel Guðmundsson, Grindavík    5,3

Magni Hafsteinsson, KR    5,0

Flest sóknarfráköst í heildina:

Demond Watt Jr., KR    14

Ómar Örn Sævarsson, Grindavík    10

Helgi Már Magnússon, KR    10

Darri Hilmarsson, KR    8

Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík    7

Jón Axel Guðmundsson, Grindavík    7

Magni Hafsteinsson, KR    6

Ólafur Ólafsson, Grindavík    5

Brynjar Þór Björnsson, KR    4

Pavel Ermolinskij, KR    3

Lewis Clinch Jr., Grindavík    3

Flestar stoðsendingar að meðaltali í leik

Pavel Ermolinskij, KR    6,7

Lewis Clinch Jr., Grindavík    4,7

Martin Hermannsson, KR    3,3

Jón Axel Guðmundsson, Grindavík    2,7

Jóhann Árni Ólafsson, Grindavík    2,7

Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík    2,3

Helgi Már Magnússon, KR    2,3

Flestir stolnir boltar að meðaltali í leik

Pavel Ermolinskij, KR    3,3

Darri Hilmarsson, KR    2,3

Demond Watt Jr., KR    2,0

Martin Hermannsson, KR    2,0

Ólafur Ólafsson, Grindavík    2,0

Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík    1,7

Magni Hafsteinsson, KR    1,7

Helgi Már Magnússon, KR    1,3

Flest varin skot að meðaltali í leik:

Demond Watt Jr., KR    2,7

Ómar Örn Sævarsson, Grindavík    2,7

Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík    2,7

Helgi Már Magnússon, KR    1,3

Ólafur Ólafsson, Grindavík    1,3

Darri Hilmarsson.Vísir/Stefán
Besta skotnýting (Lágmark 5 skotum hitt)

Ómar Örn Sævarsson, Grindavík    (15/20)    75,0 prósent

Demond Watt Jr., KR    (23/33)    69,7%

Darri Hilmarsson, KR    (15/26)    57,7%

Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík    (16/34)    47,1%

Helgi Már Magnússon, KR    (14/31)    45,2%

Martin Hermannsson, KR    (18/43)    41,9%

Ólafur Ólafsson, Grindavík    (12/32)    37,5%

Lewis Clinch Jr., Grindavík    (18/53)    34,0%

Besta 3ja stiga skotnýting (Lágmark 3 skotum hitt)

Darri Hilmarsson, KR    (9/14)    64,3 prósent

Martin Hermannsson, KR    (6/13)    46,2%

Daníel Guðni Guðmundsson, Grindavík    (3/8)    37,5%

Lewis Clinch Jr., Grindavík    (8/23)    34,8%

Helgi Már Magnússon, KR    (3/9)    33,3%

Ólafur Ólafsson, Grindavík    (5/18)    27,8%

Brynjar Þór Björnsson, KR    (3/15)    20,0%

Besta vítanýting (Lágmark 4 vítum hitt)

Martin Hermannsson, KR    (8/9)    88,9 prósent

Pavel Ermolinskij, KR    (10/12)    83,3%

Helgi Már Magnússon, KR    (13/16)    81,3%

Ómar Örn Sævarsson, Grindavík    (11/14)    78,6%

Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík    (5/7)    71,4%

Demond Watt Jr., KR    (6/10)    60,0%

Brynjar Þór Björnsson, KR    (7/12)    58,3%

Lewis Clinch Jr., Grindavík    9/17)    52,9%


Tengdar fréttir

Líflína Grindavíkur er í hendi Lewis

KR getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í Röstinni í kvöld. Benedikt Guðmundsson segir gæðin vissulega hjá KR og sigurlíkurnar þeim megin. Risahjarta og karakter Grindavíkur hafi fleytt liðinu langt en ekkert lið geti sigrað Vesturbæinga í fimm leikja hrinu.

Ólafur sleppur við bann og sekt

Aga- og úrskurðarnefnd gaf Grindvíkingnum Ólafi Ólafssyni aðeins áminningu vegna ummæla hans eftir þriðja leik KR og Grindavíkur í lokaúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×