Erlent

Ebólusmitaður kominn til Nebraska

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá einu af sjúkratjöldum Rauða krossins í Síerra Leóne.
Frá einu af sjúkratjöldum Rauða krossins í Síerra Leóne. Vísir/Getty
Bandaríski skurðlæknirinn sem smitaðist af ebóluveirunni þegar hann var við störf í Sierra Leone er kominn á sjúkrahús í Nebraska í Bandaríkjunum. Sjúkrahúsið hefur í tvígang tekið við ebólusmituðum einstaklingum og í bæði skiptin tókst að lækna þá. Þó er maðurinn, Martin Salia, sagður veikari en hinir tveir og óvíst er með batahorfur hans.

Salia er 44 ára og búsettur í Bandaríkjunum en hefur að undanförnu starfað í Freetown í Sierra Leone.

Talið er að um fimm þúsund manns hafi látist af ebólu veirunni það sem af er ári, flestir í Gíneu, Líberíu og Sierra Leone.






Tengdar fréttir

Hefja rannsóknir á meðferðum við ebólu

Læknar án landamæra hafa umsjón með fyrstu formlegu rannsóknunum á meðferð við ebólu. Enn er engin örugg lækning við sjúkdómnum til. Ein rannsóknanna felst í blóðgjöf til sjúkra frá áður smituðum einstaklingum.

Vilja útrýma ebólu

Leiðtogar G20-ríkjanna hafa tekið höndum saman til að reyna stöðva útbreiðslu ebólufaraldursins. Einnig er markmiðið að útrýma sjúkdómnum.

Óttast aukna tíðni mæðradauða

Góðgerðarsamtök óttast að ein af hverjum sjö konum muni deyja í barnsburði, eða jafnvel áður en þær eiga, í Síerra Leóne, Líberu og Gíneu.

Læknir læknaðist af ebólu

Craig Spencer greindist með veiruna þann 23. október síðastliðinn, einungis nokkrum dögum eftir að hafa komið frá Gíneu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×