Innlent

Sammæltust um að þrýsta á Rússa

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Obama var einn þeirra sem þrýstu á Rússa að draga sig út úr Úkraínudeilunni.
Obama var einn þeirra sem þrýstu á Rússa að draga sig út úr Úkraínudeilunni. Vísir / AFP
Leiðtogar Bandaríkjanna, Japans og Ástralíu voru sammála um að standa saman í kröfu sinni um að Rússar hættu afskiptum á Krímskaga. Leiðtogarnir funduðu þrír saman á G20 fundinum sem stóð nú um helgina í Brisbane í Ástralíu.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, og Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralía sögðu að loknum fundinum að þeir væru mótfallnir innlimun Krímskaga í Rússland og aðgerðum stjórnvalda sem draga úr stöðugleika í austur Úkraínu. Sögðust þeir einnig vera staðráðnir í að ná fram réttlæti gagnvart þeim sem bera ábyrgð á því að granda flugi MH17, sem skotin var niður yfir Úkraínu fyrr á árinu.

Vladimir Pútín hefur verið harðlega gagnrýndur á fundinum og hafa aðrir þjóðarleiðtogar sem þar eru samankomnir þrýst á hann að láta af stuðningi við uppreisnarmenn í Úkraínu. Átökin þar í landi hafa kostað fleiri en fjögur þúsund einstaklinga lífið á þessu ári.

Rússar neita að eiga þátt í átökunum í Úkraínu.


Tengdar fréttir

Vilja útrýma ebólu

Leiðtogar G20-ríkjanna hafa tekið höndum saman til að reyna stöðva útbreiðslu ebólufaraldursins. Einnig er markmiðið að útrýma sjúkdómnum.

Cameron krefur Putín um svör

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands segist ætla krefja Vladimir Putín, forseta Rússlands svara við því, hvers vegna Rússum virðist ómögulegt að virða vopnahléið í Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×