Frambjóðendum Framsóknar var bannað að segja hvað ætti að færa skuldir mikið niður Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. nóvember 2014 11:33 Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að frambjóðendum flokksins hafi verið bannað að nefna einhverja ákveðna tölu í kosningabaráttunni í tengslum við skuldaniðurfellingarloforð flokksins. Hann vísaði gagnrýni á að skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar væru mun lægri en lofað hafði verið á bug. Þetta sagði hann í umræðum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann og Svandís Svavarsdóttir ræddu pólitíkina. „Okkur var beinlínis óheimilt að tala um ákveðna prósentu leiðréttingu eins og hafði verið talað um 2009, þegar talað var um 20 prósent leiðréttingu. Síðan sagði ég eigum við ekki að nefna einhverja tölu núna en nei, við getum ekki gert það vegna þess að þetta er orðið svo flókið,“ sagði Frosti.Sjá einnig: Allt um skuldaniðurfærsluna á 90 sekúndum Framsóknarmenn hafa verið gagnrýndir fyrir að standa ekki við loforð um að veita 300 milljörðum til verkefnisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, tók virkan þátt í umræðum í kosningaþætti RÚV þar sem 300 milljarða talan var til grundvallar. Þá nefndi hann 240 milljarða sem dæmi í viðtali í Fréttablaðinu. Hann hefur hinsvegar neitað því að hafa lofað þeirri upphæð. Frosti fullyrti hinsvegar að engar tölur hefðu verið nefndar í aðdraganda kosninganna vegna skuldalækkunarinnar og sagði að það hefði ekki mátt vekja upp væntingar hjá fólki um ákveðna prósentutölu eða ákveðna lækkun þar sem það hefði svo margt breyst frá því að loforð um 20 prósenta skuldaniðurfellingu var lofað. Þá hafnaði hann einnig því að ríkissjóður fjármagni aðgerðirnar nú þvert á það sem lofað var. Vísaði hann til þess að aðgerðirnar væru fjármagnaðar með hækkun á bankaskatti og með því að fella burt undanþágu slitabúa föllnu bankanna frá skattinum. „Við afnámum þessa undanþágu, hækkuðum skatta á fjármálafyrirtækin, tökum peninga frá fjármálafyrirtækjum og færum til heimilanna,“ sagði hann en viðurkenndi að peningarnir ættu viðkomu í ríkissjóði. Fjármögnun aðgerðanna hefur verið sett í þetta samhengi af stjórnvöldum en fjármögnun aðgerðanna var flýtt. Til þess verða nýttir fjármunir sem meðal annars fengust í formi arðgreiðslna frá fjármálafyrirtækjum sem ríkið á hluti í og Seðlabankanum. Þar munar mest um tæplega 20 milljarða arðgreiðslu frá Landsbankanum. Hægt er að hlusta á umræður Frosta og Svandísar í spilaranum efst í fréttinni. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að frambjóðendum flokksins hafi verið bannað að nefna einhverja ákveðna tölu í kosningabaráttunni í tengslum við skuldaniðurfellingarloforð flokksins. Hann vísaði gagnrýni á að skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar væru mun lægri en lofað hafði verið á bug. Þetta sagði hann í umræðum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann og Svandís Svavarsdóttir ræddu pólitíkina. „Okkur var beinlínis óheimilt að tala um ákveðna prósentu leiðréttingu eins og hafði verið talað um 2009, þegar talað var um 20 prósent leiðréttingu. Síðan sagði ég eigum við ekki að nefna einhverja tölu núna en nei, við getum ekki gert það vegna þess að þetta er orðið svo flókið,“ sagði Frosti.Sjá einnig: Allt um skuldaniðurfærsluna á 90 sekúndum Framsóknarmenn hafa verið gagnrýndir fyrir að standa ekki við loforð um að veita 300 milljörðum til verkefnisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, tók virkan þátt í umræðum í kosningaþætti RÚV þar sem 300 milljarða talan var til grundvallar. Þá nefndi hann 240 milljarða sem dæmi í viðtali í Fréttablaðinu. Hann hefur hinsvegar neitað því að hafa lofað þeirri upphæð. Frosti fullyrti hinsvegar að engar tölur hefðu verið nefndar í aðdraganda kosninganna vegna skuldalækkunarinnar og sagði að það hefði ekki mátt vekja upp væntingar hjá fólki um ákveðna prósentutölu eða ákveðna lækkun þar sem það hefði svo margt breyst frá því að loforð um 20 prósenta skuldaniðurfellingu var lofað. Þá hafnaði hann einnig því að ríkissjóður fjármagni aðgerðirnar nú þvert á það sem lofað var. Vísaði hann til þess að aðgerðirnar væru fjármagnaðar með hækkun á bankaskatti og með því að fella burt undanþágu slitabúa föllnu bankanna frá skattinum. „Við afnámum þessa undanþágu, hækkuðum skatta á fjármálafyrirtækin, tökum peninga frá fjármálafyrirtækjum og færum til heimilanna,“ sagði hann en viðurkenndi að peningarnir ættu viðkomu í ríkissjóði. Fjármögnun aðgerðanna hefur verið sett í þetta samhengi af stjórnvöldum en fjármögnun aðgerðanna var flýtt. Til þess verða nýttir fjármunir sem meðal annars fengust í formi arðgreiðslna frá fjármálafyrirtækjum sem ríkið á hluti í og Seðlabankanum. Þar munar mest um tæplega 20 milljarða arðgreiðslu frá Landsbankanum. Hægt er að hlusta á umræður Frosta og Svandísar í spilaranum efst í fréttinni.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira