Innlent

Leita af heitustu uppsprettu vatns á Seltjarnanesi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Leit að heitu vatni er hafin á Seltjarnarnesi en bora á þrjá tilraunaholur skammt frá Gróttu. Sérfræðingur segir Seltirninga spara talsverðarfjárhæðir á að halda úti sinni eigin hitaveitu.

Gangi allt að óskum í tilraunaborunum við Byggg­arðstanga á Seltjarnarnesi þá verður í framtíðinni boruð 2000 metra djúp hola sem mun kosta um 400 milljónir króna. Vonir stranda til að finna einu heitustu uppsprettu vatns á Seltjarnarnesi.

„Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Axel Björnsson sem hefur veitt ráðgjöf við verkið. „Það voru boraðar nokkrar rannsóknarholur á sínum tíma og fjórar af þeim eru nú nýttar fyrir hitaveituna.“

Starfrækt hefur verið hitaveita á Seltjarnarnesi um áratugaskeið sem Axel segir að hafi reynst mikið gæfuspor fyrir Seltirninga.

„Ætli kostnaðurinn fyrir neytendur sé ekki u.þ.b. helmingurinn af því sem hann er í Reykjavík,“ segir Axel. „Þessi hitaveita fullnægir öllum þörfum Seltjarnarness eins og er en í framtíðinni má búast við aukinni þörf. Það verður eitthvað byggt upp hér á næstunni. Þetta er í raun og veru ekkert annað en fyrirhyggja.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×