Erlent

Sprenging í New York

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Að minnsta kosti tveir létust í sprengingu sem varð í fimm hæða byggingu í austurhluta Harlem í New York í dag með þeim afleiðingum að byggingin hrundi. CNN greinir frá.

Að minnsta kosti sextán slösuðust þar af fjórir alvarlega. Ungt barn er í lífshættu.

Mikill reykur umlykur nálæg hús og er allt tiltækt lið á svæðinu. Þá hefur nálægri lestarstöð verið lokað tímabundið.

Ekki er vitað hvað olli sprengingunni en íbúar fjölbýlisins segjast hafa fundið gaslykt í blokkinni vikum saman.

)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×