Héldu "kúlinu“ eftir stóra tapið á móti Þýskalandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2014 07:00 Stelpurnar fagna hér marki á móti Noregi. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið í bronsleikinn í Algarve-bikarnum þrátt fyrir stóran skell í fyrsta leik. Íslensku stelpurnar hafa komið öflugar til baka og náðu öðru sætinu í sínum riðli eftir tvö dramatísk sigurmörk í lok leikja sinna á móti Noregi og Kína. Fram undan er leikur við Svíþjóð um þriðja sætið í dag en íslenska kvennalandsliðið hefur aðeins einu sinni náð betri árangri á þessu árlega móti bestu landsliða heims. „Það var slæm niðurstaða að tapa 5-0 en ég get alveg verið hreinskilinn og sagt að ég hafi verið pollrólegur eftir Þýskalandsleikinn. Það var svo margt jákvætt í leiknum af því sem við lögðum upp og við gátum tekið það með okkur,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands.Höfum öll trú á því sem við erum að gera „Ég vissi alveg að þetta gæti gerst en þetta var óþarflega stórt tap. Við héldum bara „kúlinu“ eins og við segjum og héldum áfram. Við höfum öll trú á því sem við erum að gera og það er það sem skiptir máli. Leikmennirnir eru á fleygiferð og ég er mjög ánægður með leikmennina,“ segir Freyr. Algarve-bikarinn hefur alltaf verið vettvangur til að gefa nýjum leikmönnum tækifærið en þó aldrei eins og nú. Þrír lykilleikmenn undanfarinna ára eru til dæmis ekki með því fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir er hætt, markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir er ófrísk og hættulegasti sóknarmaður liðsins, Hólmfríður Magnúsdóttir, er meidd. Að auki hefur Freyr gefið 21 af 23 leikmönnum tækifæri í byrjunarliðinu og tuttugu leikmenn hafa spilað í meira en 80 mínútur á mótinu. Margrét Lára er enn hluti af liðinu þrátt fyrir að vera í barneignarfríi.Margrét Lára í stöðugu sambandi „Margrét er búin að vera í stöðugu sambandi við mig allt mótið og sýnir okkur mikinn stuðning,“ segir Freyr en hann bauð Margréti Láru að vera eins mikið í kringum liðið og hún vildi. Hinar stjörnur liðsins sætta sig alveg við þessa „tilraunastarfsemi“ hjá Frey. „Ég upplifi engar stjörnur innan liðsins og ég ítreka það alltaf við þessa leikmenn sem eru hérna hjá okkur að við erum að skapa liðsheild. Íslenska landsliðið þarf á því að halda að vera með breiðari hóp heldur en við vorum með fyrir mótið,“ sagði Freyr og bætti við: „Það er ótrúlega mikilvægt að við séum búin að skapa heilbrigða og góða samkeppni um stöður. Leikmenn liðsins eiga að styðja hvern annan í þeirri baráttu.“ Freyr talaði um það fyrir mótið að úrslitin væru ekki aðalatriðið og það hefur því komið skemmtilega á óvart að liðið sé komið alla leið í leikinn um þriðja sætið sem fer fram kl. 11.00 í dag.Spilatími íslensku stelpnanna í Algarve-bikarnum 2014 Sara Björk Gunnarsdóttir 209 mínútur (2 í byrjunarliði) Hallbera Guðný Gísladóttir 205 (2) Dagný Brynjarsdóttir 184 (2) Harpa Þorsteinsdóttir 182 (2) Elísa Viðarsdóttir 181 (2) Glódís Perla Viggósdóttir 180 (2) Mist Edvardsdóttir 180 (2) Anna Björk Kristjánsdóttir 180 (2) Rakel Hönnudóttir 169 (2) Dóra María Lárusdóttir 168 (2) Katrín Ómarsdóttir 152 (2) Fanndís Friðriksdóttir 151 (1) Ásgerður S. Baldursdóttir 145 (2) Þóra Björg Helgadóttir 90 (1) Guðbjörg Gunnarsdóttir 90 (1) Sandra Sigurðardóttir 90 (1) Anna María Baldursdóttir 90 (1) Soffía A. Gunnarsdóttir 90 (1) Elín Metta Jensen 88 (1) Þórunn Helga Jónsdóttir 81 (1) Ólína G. Viðarsdóttir 55 (1) Katrín Ásbjörnsdóttir 10 (0) Guðmunda Brynja Óladóttir 0Besti árangur íslenska kvennalandsliðsins í Algarve-bikarnum2. sæti 2011 - 2-4 tap fyrir Bandaríkjunum í úrslitaleik3. eða 4. sæti 2014 - leikur um 3. sæti við Svíþjóð í dag6. sæti 1996 - tap í vítakepppni fyrir Rússlandi í leik um 5. sætið6. sæti 2009 - 1-2 tap fyrir Kína í leik um 5. sætið6. sæti 2012 - 1-3 tap fyrir Danmörku í leik um 5. sætið7. sæti 1997 - sigur í vítakeppni á móti Portúgal í leik um 7. sætið7. sæti 2008 4-1 sigur á Kína í leik um 7.sætið Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið í bronsleikinn í Algarve-bikarnum þrátt fyrir stóran skell í fyrsta leik. Íslensku stelpurnar hafa komið öflugar til baka og náðu öðru sætinu í sínum riðli eftir tvö dramatísk sigurmörk í lok leikja sinna á móti Noregi og Kína. Fram undan er leikur við Svíþjóð um þriðja sætið í dag en íslenska kvennalandsliðið hefur aðeins einu sinni náð betri árangri á þessu árlega móti bestu landsliða heims. „Það var slæm niðurstaða að tapa 5-0 en ég get alveg verið hreinskilinn og sagt að ég hafi verið pollrólegur eftir Þýskalandsleikinn. Það var svo margt jákvætt í leiknum af því sem við lögðum upp og við gátum tekið það með okkur,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands.Höfum öll trú á því sem við erum að gera „Ég vissi alveg að þetta gæti gerst en þetta var óþarflega stórt tap. Við héldum bara „kúlinu“ eins og við segjum og héldum áfram. Við höfum öll trú á því sem við erum að gera og það er það sem skiptir máli. Leikmennirnir eru á fleygiferð og ég er mjög ánægður með leikmennina,“ segir Freyr. Algarve-bikarinn hefur alltaf verið vettvangur til að gefa nýjum leikmönnum tækifærið en þó aldrei eins og nú. Þrír lykilleikmenn undanfarinna ára eru til dæmis ekki með því fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir er hætt, markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir er ófrísk og hættulegasti sóknarmaður liðsins, Hólmfríður Magnúsdóttir, er meidd. Að auki hefur Freyr gefið 21 af 23 leikmönnum tækifæri í byrjunarliðinu og tuttugu leikmenn hafa spilað í meira en 80 mínútur á mótinu. Margrét Lára er enn hluti af liðinu þrátt fyrir að vera í barneignarfríi.Margrét Lára í stöðugu sambandi „Margrét er búin að vera í stöðugu sambandi við mig allt mótið og sýnir okkur mikinn stuðning,“ segir Freyr en hann bauð Margréti Láru að vera eins mikið í kringum liðið og hún vildi. Hinar stjörnur liðsins sætta sig alveg við þessa „tilraunastarfsemi“ hjá Frey. „Ég upplifi engar stjörnur innan liðsins og ég ítreka það alltaf við þessa leikmenn sem eru hérna hjá okkur að við erum að skapa liðsheild. Íslenska landsliðið þarf á því að halda að vera með breiðari hóp heldur en við vorum með fyrir mótið,“ sagði Freyr og bætti við: „Það er ótrúlega mikilvægt að við séum búin að skapa heilbrigða og góða samkeppni um stöður. Leikmenn liðsins eiga að styðja hvern annan í þeirri baráttu.“ Freyr talaði um það fyrir mótið að úrslitin væru ekki aðalatriðið og það hefur því komið skemmtilega á óvart að liðið sé komið alla leið í leikinn um þriðja sætið sem fer fram kl. 11.00 í dag.Spilatími íslensku stelpnanna í Algarve-bikarnum 2014 Sara Björk Gunnarsdóttir 209 mínútur (2 í byrjunarliði) Hallbera Guðný Gísladóttir 205 (2) Dagný Brynjarsdóttir 184 (2) Harpa Þorsteinsdóttir 182 (2) Elísa Viðarsdóttir 181 (2) Glódís Perla Viggósdóttir 180 (2) Mist Edvardsdóttir 180 (2) Anna Björk Kristjánsdóttir 180 (2) Rakel Hönnudóttir 169 (2) Dóra María Lárusdóttir 168 (2) Katrín Ómarsdóttir 152 (2) Fanndís Friðriksdóttir 151 (1) Ásgerður S. Baldursdóttir 145 (2) Þóra Björg Helgadóttir 90 (1) Guðbjörg Gunnarsdóttir 90 (1) Sandra Sigurðardóttir 90 (1) Anna María Baldursdóttir 90 (1) Soffía A. Gunnarsdóttir 90 (1) Elín Metta Jensen 88 (1) Þórunn Helga Jónsdóttir 81 (1) Ólína G. Viðarsdóttir 55 (1) Katrín Ásbjörnsdóttir 10 (0) Guðmunda Brynja Óladóttir 0Besti árangur íslenska kvennalandsliðsins í Algarve-bikarnum2. sæti 2011 - 2-4 tap fyrir Bandaríkjunum í úrslitaleik3. eða 4. sæti 2014 - leikur um 3. sæti við Svíþjóð í dag6. sæti 1996 - tap í vítakepppni fyrir Rússlandi í leik um 5. sætið6. sæti 2009 - 1-2 tap fyrir Kína í leik um 5. sætið6. sæti 2012 - 1-3 tap fyrir Danmörku í leik um 5. sætið7. sæti 1997 - sigur í vítakeppni á móti Portúgal í leik um 7. sætið7. sæti 2008 4-1 sigur á Kína í leik um 7.sætið
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira