Nýr heimur opnast erlendum foreldrum Eva Bjarnadóttir skrifar 21. janúar 2014 07:00 Jolanta Brandt (til hægri) ræðir sögur og leiki. Jolanta Brandt hafði unnið við fiskvinnslu á Dalvík í nærri fjögur ár þegar henni bauðst að taka þátt í verkefni sem miðar að því að efla erlenda foreldra til þátttöku í leikskólum og skólum bæjarins. Eftir þátttöku í verkefninu áttaði hún sig á því að hún yrði að hætta í fiskvinnslu og fara út á meðal fólks til þess að læra loksins að tala íslensku. „Söguskjóðuverkefnið hjálpaði mér að opnast meira og sjá að ég þarf að umgangast íslenskt fólk. Nú þekki ég líka fleiri og þegar ég fer í búðina hitti ég alltaf einhvern til að tala við, en það gerði ég ekki áður,“ segir Jolanta Brandt, sem er ættuð frá Póllandi og styður nú við pólsk börn í grunnskóla Dalvíkur. Jolanta tók tvisvar þátt í Söguskjóðuverkefni Dalvíkurbyggðar, þar sem foreldrar hittast og útbúa skjóður með sögum og leikjum sem þeir nota svo með börnum sínum. „Efnið er allt á íslensku, en við settum líka hljóðbækur fyrir foreldra sem ekki treysta sér til að lesa íslensku,“ útskýrir Jolanta. Eftir að hafa tekið öll íslenskunámskeið sem buðust var Jolanta orðin þreytt á því að geta ekki notað það sem hún lærði. „Ég var að vinna í frystihúsinu, sem var ekki vont en það var ekki gaman. Ég reyndi að læra íslensku en notaði hana aldrei,“ segir Jolanta. Eftir að hafa tekið þátt í Söguskjóðuverkefninu ákvað Jolanta að hætta í frystihúsinu og leita sér að nýju starfi. Líf hennar hefur tekið miklum breytingum síðan. „Já, þetta er miklu skemmtilegra. Fyrir ári var ég meira hluti af pólska samfélaginu. Ég var alltaf læst heima. En núna er ég ekki feimin við að spyrja íslenska foreldra hvort börnin mín megi leika við börnin þeirra og ég er ekki feimin við að tala við börn sem koma í heimsókn,“ segir Jolanta og staðfestir að breytingin hefur haft áhrif á alla fjölskylduna. Jolanta segir Söguskjóðuverkefnið opna nýjan heim. „Þegar ég var bara í kringum pólska samfélagið heyrði ég oft að það væru miklir fordómar gagnvart útlendingum. Nú veit ég að það er ekki rétt. Íslenskt fólk gerir margt til að fá útlendinga til að taka þátt og vera í góðum samskiptum,“ bendir hún á.Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðstjóri.Söguskjóður tilnefndar til nýsköpunarverðlauna Söguskjóðuverkefnið á Dalvík er eitt fimm verkefna sem tilnefnd eru til Nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu 2014 í flokki velferðar- og samfélagsmála. „Það hefur orðið gríðarleg vakning í fjölmenningarmálum hér á Dalvík,“ segir Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri á fræðslu- og menningarsviði Dalvíkurbyggðar. Hildur segir íbúasamsetninguna hafa breyst hratt og vísbendingar verið um að erlendir foreldrar tækju ekki sama þátt í skóla- og íþróttastarfi barna sinna og aðrir. „Reynslan sýnir okkur að það er ekki með vilja gert. Það sem vantaði voru upplýsingar um það sem var í boði,“ segir Hildur Ösp. Helga Björt Möller, kennsluráðgjafi hjá bænum, ferðaðist til Hollands og kynnti sér aðferðafræðina að baki Söguskjóðuverkefninu. Verkefnið var í kjölfarið þróað í skólum Dalvíkur síðasta ári með góðum árangri. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Jolanta Brandt hafði unnið við fiskvinnslu á Dalvík í nærri fjögur ár þegar henni bauðst að taka þátt í verkefni sem miðar að því að efla erlenda foreldra til þátttöku í leikskólum og skólum bæjarins. Eftir þátttöku í verkefninu áttaði hún sig á því að hún yrði að hætta í fiskvinnslu og fara út á meðal fólks til þess að læra loksins að tala íslensku. „Söguskjóðuverkefnið hjálpaði mér að opnast meira og sjá að ég þarf að umgangast íslenskt fólk. Nú þekki ég líka fleiri og þegar ég fer í búðina hitti ég alltaf einhvern til að tala við, en það gerði ég ekki áður,“ segir Jolanta Brandt, sem er ættuð frá Póllandi og styður nú við pólsk börn í grunnskóla Dalvíkur. Jolanta tók tvisvar þátt í Söguskjóðuverkefni Dalvíkurbyggðar, þar sem foreldrar hittast og útbúa skjóður með sögum og leikjum sem þeir nota svo með börnum sínum. „Efnið er allt á íslensku, en við settum líka hljóðbækur fyrir foreldra sem ekki treysta sér til að lesa íslensku,“ útskýrir Jolanta. Eftir að hafa tekið öll íslenskunámskeið sem buðust var Jolanta orðin þreytt á því að geta ekki notað það sem hún lærði. „Ég var að vinna í frystihúsinu, sem var ekki vont en það var ekki gaman. Ég reyndi að læra íslensku en notaði hana aldrei,“ segir Jolanta. Eftir að hafa tekið þátt í Söguskjóðuverkefninu ákvað Jolanta að hætta í frystihúsinu og leita sér að nýju starfi. Líf hennar hefur tekið miklum breytingum síðan. „Já, þetta er miklu skemmtilegra. Fyrir ári var ég meira hluti af pólska samfélaginu. Ég var alltaf læst heima. En núna er ég ekki feimin við að spyrja íslenska foreldra hvort börnin mín megi leika við börnin þeirra og ég er ekki feimin við að tala við börn sem koma í heimsókn,“ segir Jolanta og staðfestir að breytingin hefur haft áhrif á alla fjölskylduna. Jolanta segir Söguskjóðuverkefnið opna nýjan heim. „Þegar ég var bara í kringum pólska samfélagið heyrði ég oft að það væru miklir fordómar gagnvart útlendingum. Nú veit ég að það er ekki rétt. Íslenskt fólk gerir margt til að fá útlendinga til að taka þátt og vera í góðum samskiptum,“ bendir hún á.Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðstjóri.Söguskjóður tilnefndar til nýsköpunarverðlauna Söguskjóðuverkefnið á Dalvík er eitt fimm verkefna sem tilnefnd eru til Nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu 2014 í flokki velferðar- og samfélagsmála. „Það hefur orðið gríðarleg vakning í fjölmenningarmálum hér á Dalvík,“ segir Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri á fræðslu- og menningarsviði Dalvíkurbyggðar. Hildur segir íbúasamsetninguna hafa breyst hratt og vísbendingar verið um að erlendir foreldrar tækju ekki sama þátt í skóla- og íþróttastarfi barna sinna og aðrir. „Reynslan sýnir okkur að það er ekki með vilja gert. Það sem vantaði voru upplýsingar um það sem var í boði,“ segir Hildur Ösp. Helga Björt Möller, kennsluráðgjafi hjá bænum, ferðaðist til Hollands og kynnti sér aðferðafræðina að baki Söguskjóðuverkefninu. Verkefnið var í kjölfarið þróað í skólum Dalvíkur síðasta ári með góðum árangri.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira