Fyrirlestrar, málstofur og gjörningar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 18. september 2014 12:30 Amy Tan mun flytja erindi og svara spurningum áheyrenda í Silfurbergi í Hörpu annað kvöld klukkan 20. Mynd: NordicphotosGetty Ráðstefnan Art in Translation hefst í dag og stendur til 20. september. Art in Translation er alþjóðleg ráðstefna sem nú er haldin í Reykjavík í þriðja sinn. Það eru Háskóli Íslands, Listaháskóli Íslands og Háskólinn í Manitoba, auk Norræna hússins, sem að henni standa. Ráðstefnuna sækja listamenn og fræðimenn frá ýmsum löndum og fjalla um listir og ritlist frá ótal sjónarhornum, en þema ráðstefnunnar að þessu sinni er listin að vera á milli, eða The Art of Being In-Between. Erindin á ráðstefnunni eru afar fjölbreytt og fara fram í átján málstofum. Fjallað verður um tónlist, teiknimyndasögur, bíómyndir, vídeólist, myndlist og gjörningalist, þýðingar, bókmenntir og náttúru á breiðum grunni auk þess sem boðið verður upp á listgjörninga. Aðalfyrirlesari er hin heimskunna Amy Tan, höfundur bókanna Leikur hlæjandi láns og Kona eldhúsguðsins sem notið hafa mikillar hylli hvar sem þær hafa komið út. Hún mun flytja erindi og svara spurningum áheyrenda í Silfurbergi í Hörpu annað kvöld klukkan 20. Aðrir lykilfyrirlesarar eru Roger Allen, sérfræðingur um arabískar bókmenntir og þýðingar, Matthew Rubery, sem er sérfróður um lestrarvenjur, hljóðbækur og blindraletur, og David Spurr, sérfræðingur um samanburðarbókmenntir, m.a. með áherslu á arkitektúr í bókmenntum. Listamannaþríeyki, sem samanstendur af Bjarka Bragasyni, Claudiu Hausfeld og Hildigunni Birgisdóttur, mun flytja opnunarerindi ráðstefnunnar í kvöld. Fjallar það um skilgreiningar á eiginleikum hluta og ólíkar leiðir til að rannsaka stað. Verk þeirra er hægt að sjá í Hverfisgalleríi til 4. október. Í gjörningahluta ráðstefnunnar verður ráðstefnugestum meðal annars boðið að fara ofan í holu íslenskra fræða í fylgd Töfrafjallsins, en það er hópur skipaður bæði listamönnum og fræðimönnum, og upplifa þar nýja og óvænta sýn á íslenskan veruleika. Á meðal fræðilegra erinda má nefna umfjöllun um Múmínálfana, erindi um persónu Sögu Norén í norrænu spennuþáttunum Brúnni og samanburð á kvikmynd Wim Wenders, Wings of Desire, og ljóðum Rainers Maria Rilke.Dagskrána má nálgast í heild sinni á vef ráðstefnunnar og þar er einnig að finna upplýsingar um skráningu á ráðstefnuna. Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ráðstefnan Art in Translation hefst í dag og stendur til 20. september. Art in Translation er alþjóðleg ráðstefna sem nú er haldin í Reykjavík í þriðja sinn. Það eru Háskóli Íslands, Listaháskóli Íslands og Háskólinn í Manitoba, auk Norræna hússins, sem að henni standa. Ráðstefnuna sækja listamenn og fræðimenn frá ýmsum löndum og fjalla um listir og ritlist frá ótal sjónarhornum, en þema ráðstefnunnar að þessu sinni er listin að vera á milli, eða The Art of Being In-Between. Erindin á ráðstefnunni eru afar fjölbreytt og fara fram í átján málstofum. Fjallað verður um tónlist, teiknimyndasögur, bíómyndir, vídeólist, myndlist og gjörningalist, þýðingar, bókmenntir og náttúru á breiðum grunni auk þess sem boðið verður upp á listgjörninga. Aðalfyrirlesari er hin heimskunna Amy Tan, höfundur bókanna Leikur hlæjandi láns og Kona eldhúsguðsins sem notið hafa mikillar hylli hvar sem þær hafa komið út. Hún mun flytja erindi og svara spurningum áheyrenda í Silfurbergi í Hörpu annað kvöld klukkan 20. Aðrir lykilfyrirlesarar eru Roger Allen, sérfræðingur um arabískar bókmenntir og þýðingar, Matthew Rubery, sem er sérfróður um lestrarvenjur, hljóðbækur og blindraletur, og David Spurr, sérfræðingur um samanburðarbókmenntir, m.a. með áherslu á arkitektúr í bókmenntum. Listamannaþríeyki, sem samanstendur af Bjarka Bragasyni, Claudiu Hausfeld og Hildigunni Birgisdóttur, mun flytja opnunarerindi ráðstefnunnar í kvöld. Fjallar það um skilgreiningar á eiginleikum hluta og ólíkar leiðir til að rannsaka stað. Verk þeirra er hægt að sjá í Hverfisgalleríi til 4. október. Í gjörningahluta ráðstefnunnar verður ráðstefnugestum meðal annars boðið að fara ofan í holu íslenskra fræða í fylgd Töfrafjallsins, en það er hópur skipaður bæði listamönnum og fræðimönnum, og upplifa þar nýja og óvænta sýn á íslenskan veruleika. Á meðal fræðilegra erinda má nefna umfjöllun um Múmínálfana, erindi um persónu Sögu Norén í norrænu spennuþáttunum Brúnni og samanburð á kvikmynd Wim Wenders, Wings of Desire, og ljóðum Rainers Maria Rilke.Dagskrána má nálgast í heild sinni á vef ráðstefnunnar og þar er einnig að finna upplýsingar um skráningu á ráðstefnuna.
Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira