Atli Guðnason, leikmaður FH, hélt upp á þrítugsafmæli sitt með sögulegum hætti í 4-1 sigrinum á Val í 21. umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudaginn.
Hann skoraði þrennu í leiknum og varð þar með fyrsti maðurinn leikmaðurinn í úrvalsdeild karla sem nær marka- og stoðsendingaþrennu á einum mánuði síðan farið var að taka saman stoðsendingar í úrvalsdeildini.
Ekki nóg með það þá varð Atli fyrsti maðurinn í sögu einkunnagjöfs Fréttablaðsins til að fá tíu í einkunn; fullkominn leikur. Meira má lesa um þetta sögulega afrek Atla hér.
Hörður Magnússon og sérfræðingarnir í Pepsi-mörkunum fóru yfir frammistöðu Atla í þætti sunnudagsins, en þar teiknaði ReynirLeósson ítarlega upp hvernig Atli fór að því að pakka Valsmönnum saman og hvað gerir hann svona góðan.
„Fylgist með hreyfingunum hans. Hann er alltaf á ferðinni og alltaf í plássinu á milli miðju og varnar,“ sagði Reynir, sem gaf honum einnig tíu fyrir frammistöðuna.
„Það var hreint út sagt frábært að fylgjast með Atla í þessum leik. Ég hef ekki gefið neinum leikmanni tíu fyrir nokkurn leik, en ég held að Atli fái tíu fyrir þessa frammistöðu.“
Í spilaranum hér að ofan má sjá brot úr Pepsi-mörkunum á sunnudaginn þar sem Reynir fer yfir frammistöðu Atla Guðnasonar.
Atli fyrstur til að fá tíu í einkunn | Myndband
Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - FH 1-4 | Afmælisbarnið með leik upp á tíu
Afmælisbarnið Atli Guðnason fór á kostum og skoraði þrennu þegar FH valtaði yfir Val í síðari hálfleik.

Sögulegur afmælisdagur Atla
FH-ingurinn Atli Guðnason hefur náð bæði markaþrennu og stoðsendingaþrennu á einum mánuði en framganga hans í lokakafla Íslandsmótsins á mestan þátt í því að FH-liðið er aðeins einu stigi frá titlinum.

Pepsi-mörkin | 22. þáttur
Styttri útgáfa af 22. þætti Pepsi-markanna þar sem farið var yfir næst síðustu umferðina í Pepsi-deild karla í knattspyrnu.

Leiktímum breytt í lokaumferðinni - mögnuð ellefu tíma dagskrá á Stöð 2 Sport
Tveir leikir í beinni útsendingu og Pepsi-mörkinni í opinni dagskrá.

Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd
Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu gerð upp í máli, myndum og myndböndum.